Fylkir


Fylkir - 31.01.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 31.01.1958, Blaðsíða 2
F Y L K I K íz^sisssssmiiisms&siœæmitmg&ttim t Karl Kristmanns stórkaupmaður Nokkur minningarorð. Sunnudaginn 19. janúar s. 1. barst sú fregn út um bæinn, að þá um nóttina hefði Karl Kristmanns beðið bana af slys- iörum. Bæjarbúa setti hljóða við þessi tíðindi, og þar sannaðist hið fornkveðna, að eitt fótmál skilur líf og dauða. Karl hafði þá um nóttina ætlað til Reykjavíkur með Esju, sem þá var hér á ferð, en til skips kom hann aldrei, því að á leiðinni féll liann og beið af aldurtila. Karl Kristmanns var fæddur í Vestmannaeyjumi 21. nóvember 1911, og var því rúmlega 46 ára, er hann lézt. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Stein- holti, þeim Kristmanni Þor- kelssyni, útgerðarrhanni, og konu hans, Jónínu Einarsdótt- ur, scm bjuggu hér um langt skeið. Rösklega tvítugur að aldri fór Karl tttán til náms í verzlunarfræðum í Þýzkalandi, og að þeirri vist lokinni hóf hántt hér í bæ veízlunarrekstur. Stofnaði hann umboðs- og heild verzlún, en rak einnig smásölu, og fyrir nokkrum árum keypti liann Verzlun Ása & Sirrí. Karl hafði á hendi umboð fyrir fjölda lyrirtækja, svo sem Öl- gerðina Egil Skallagrímsson, ennfremui hafði hann umboð lyrir Almennar tryggingar h. f. og Flugféíag íslands frá því er það hóf flugferðir hingað. MÁLGAGN s j Alfstæð isf lo k ks I n S ÚTGEFANDl: SJÁLESTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA . RITSTJÖRI og ÁBYRGÐARM.; . EINAR H. EIRÍKSSON Sími: 508. - Pósthólf: ici. PréntsraiBjáii EVRÚN h. I. taamtstnf* Árið 1939, 26. nóvember, giftist Karl eftirlifandi konu sinni, Betsý G. Ágústsdóttur, hórðarsonar, frá Aðalbóli. Eign uðust þau 5 börn, og eru þrjú þeirra innan við fermingu. Eina dóttur átti hann, áður en hann giftist. Karl Kristmanns tók mikinn þátt í félagsstörfum í bænum. Hvar sem hann gerðist liðsmað- ur, lagði hann sig allan fram, og þá þótti jafnan vel fyrir starfi séð, ef hann tók það að sér. Hann starfaði mikið í Ak- oges og Oddfellowreglunni. Karl Kristmanns var maður \'insæll og vinmargur, ekki að- eins hér í bæ, heldur náði það langt út fyrir endamörk þessa bæjar. Hann var jafnan léttur og kátur við hvern, sem hann átti skipti við, og ljúfúr var hann í viðmóti við alla. Gerði hann sér engan mannamun. Öll þau ár, sem hann rak verzl- un, hefur hann að sjálfsögðu átt viðskipti við fjölda manna, með ólíka skapgerð, en á því hef ég engan efa, að hann hefur gétað lynt við þá alla. Slíkt er aðal hvers góðs drengs. En hitt er víst, að hvergi hefur reynt jafn mikið á mannkosti hans, lipurð og lagni en einmitt í sambandi við flugið. Aðstæður eru hér slíkar, að fátt er líklegra til ó- vinsælda en einmitt það að vera umboðsmaður flugfélags. Fátt þótti honurp sárara en að geta ekki greitt götu þess fólks, sem eftir flugfari leitaði, þótt eng- inn mannlegur máttur megnaði að leysa þann hnút, sem hverju sinni þurfti. Kom þá glöggt íjós, hversu lipur hann var öllum viðskiptum. Nú, þegar Karl Kristmanns er allur, á bezta aldri, einmitt er allt virtist leika í lyndi, er bærinn svipminni. Að honum er sjónarsviptir. Hann var einn þeirra manna, sem settu svip á bæinn, svo að óhjákvæmilegt var annað en að taka eftir hón- um ,hvar sem hánn fór. En ehg inri má sköpum renna. Og víst er um það, að ekki einungis ást- vinir, heldur og bæjarbúar allir sakna nú vinar í stað. Þótt kynni mín af Karli Krist manns væru ekki sérlega löng, nægðu þau þó til þess, að ég hefði einskis írekar óskað en mega njóta samvista við hann um langt skeið ennþá. En því ráða æðri máttarvöld, að sVo verður ekki. En sú mynd, sem allir þeir, er kynntust honum, \arðveita með sjálfum sér, verð- ur aldrei frá þeim tekin né held ur minningin um góðan dreng, ljúfan og kátan, sem hverjs manns vanda vildi leysa. Ástvinum hans votta ég inni- lega samúð mína og bið að lok- um þeirrar bænar, er höfundur Sólarljóða bar fram, að Drottinn minn gefi dánum ró, hinum líkn, sem lifa. E. Kabarett - kvöld Leikfélags Vestmannaey j a Bæjarbúar eiga von á góðri og fjölbreyttri kvöldskemmtun fyrstu dagana í febrúar, (líklega 5. febrúar). Kvöldvakan verður með svipuðu sniði og sú sem Leikfélagið kom upp með í des- ember s. 1. Sýndur verður m. a. söngleikurinn „UPP TIL SELJA", þó með þeim breyting um, að Loftur Magnússon og Gunnar Sigurmundsson fara með hlutverk „Ásmundar'" og „Péturs" í forföllum Gísla Stein grímssonar og Óla Andreasson- ar. Þá yerður og nýjum atriðurri bætt inn í, og má fyrst og fremst minna á, að gestur kvöldvökunn ar verður einn eftirsóttasti skemmtikraftur Reykvíkinga í dag, tenorsöngvarinn GUÐ- MUNDUR GUÐJÓNSSON. - Það m;í með sanni segja, að Guðmundur hafi komið heilli borg á óvart, er liann kom fyrst fram í Austurbæjar Bíói hjá „Syngjandi Páskum" sl. vetur. Að vísu eftir fjögurra ára söng- nám. Þctta er í fyrsta sinn, sem Guðmundur syngur í Vest- mannaeyjum, og verða þeir ef- laust margir, sem fýsir að sjá hann og heyra. Þá má ekki gleyma, að unga fólkið fær sihn skammt, (það verður ekki látið uppi hér). — Þcss skal getið, að kvöldvak- an \erður aðeins eitt kvöld og. \7crða þá tvær sýningar, kl. 20,30 (8,30) og miðnætursýning kl. 23,00 (11). Gjafir fil Um hátíðarnar bárust Landa kirkju góðar gjafir. Þau hjón- in Magnúsína og Hannes Hans- son, sem áður áttu heima liér, Iengst af á Hvoli, sendu kirkj- unni eintak af Guðbrandar- biblíu, Ijósprentað, í forkunnar fpgru bandi. Er bókin gefin tíl minningar um fósturforeldra og börn þeirra, sem jarðsungin hafa vcrið frá Landakirkju. Þau hjóttin voiu lengi búsett hér í bæ, en eiga nú heima í Reykja vík. Þá barst kirkjunni önnur gjöf, sálmabók, skrautárituð, til minningar um Ingunni Úlfars- dóttur, gefin af Ingibjörgu Tómasdóttur, Brekastíg 22. Blaðið hefur verið beðið að færa gefendunum alúðarþakkir. Orðsending fil skipstjóra Það eru vinsamleg til- mæli til skipstj'órnar- manna, að ef viðkomándi bátur er ekki kominn í höfn úr róðri fyrir kl. 19, þá tilkynni þeir Vest- manneyja-radio væntan- legan komutíma og hvar þeir séu staddir. Björgunarfélag Vestmannaeyja. snon verður á sunudaginn kl. 1,30 að Breiðabliki. Taflféídg Vestmannaeýja. Nýk omin búsáhöld Skaftpottar tvær stærðir, Pottar, fimm stærðir, Mjólkurtirúsar, f jórar stærðir, Vaskaföt og margt fleira. Verzlun Sigurðar Sveinssonar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.