Fylkir


Fylkir - 31.01.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 31.01.1958, Blaðsíða 4
Neðanfrásjd. ¦¦-•r Afliog gæftir: Gæftir hafa verið stiiðar það sem af er þess- ari viku, og. alger landlega var hjá flestum í gær. Aflinn hefur verið mjög rýr, hjá flestum þetta 2—4 tonn af óslægðum fiski, og er það ekki mikil á- staða á þá línulengd, sem bát- arnir róa orðið með. Uppistað- an í aflanum hefur verið nær cingöngu ýsa. Þorskur sést varla og virðist alls ekki genginn. Ef þessi óvenjulega ýsugengd hefði ckki komið núna í þessum mán- uði, hefði verið ördeyða á mið- iftium. Vinna: Mjög mikil atvinna hefur verið í janúar og mun meiri venju. Er það fyrst til, að margur hefur verið við „stand- setningu" á bátunum og svo það, að aflinn, sem fengizt hef- ur, er aðallega ýsa svo sem fyrr' er sagt og er hún seinunnin til vinnslu í hraðfrystihúsunum, en þau ennþá mjög mannfá, þar sem frekar fátt af landverka íólki er komið til vers. Skipakomur: Goðaíoss var Bér á þriðjudaginn, og tók hér freðfisk og þurrfísk fyrir Suður- Ameríku. Tók skipið allan þann l'reðfisk, sem unninn hefur ver- ið á þessu ári fyrir Bandaríkja- markað. en það mun sem næst um 14 þús. kassar. Lagarfoss er væntanlegur í dag eða á morg- un, og á hann að taka það sem til er aí freðfiski framleiddum fyrir Svíþjóð og Holland, enn- fremur er Jökulfell væntanlegt og á að taka freðfisk og frosið rcfafóður, einnig fyrir Svíþjóð- armarkað. Byrjað ér að pakka þurrfiski fyrir Suður-Ameríku, líklega scm næst 150. tonnum, á þetta magn að fara í danskt skip, sem verður væntanlega hér upp úr miðri næstu viku. Af fiski verk- uðum fyrir Suður-Ameríku- inarkað er þá lítið eftir, varla meira en 130 tónn, en áætlað er, að þau fari seinnipart næsta máhaðar. Utgerðin: Eftir þvf; sem hafnarvörðurinn, Bergst. Jónas- son tjáði mér og liann vissi bezt, verða gerðir út héðan 107 þil- farsbatar í vetur. Hefur aldrei verið svo stór floti gerður út héðan á vertíð. Af þessum flota verða 75 bátar með línu og net, 2 með net" eingöngu og 30 >með handfæri. Af þessum flota munu um 60 bátar byrjaðir veiðar. Við þessa frásögn bætti Berg- steinn því, að ef að venju léti, þá ætti flotinn eftir að- aukast, því að seinnipart vertíðar kæmu Mét90B» SjólfftaSb' flokktlat Föstudaginn 31. janúar 1958 MM——WWWMI ORÐSENDING Sjálfstæðisflokkurinn vill að afloknum kosrtingum færa öllum þeim, sem á einhvern hátt stuðluðu að hinum glæsi- lega sigri hans, fyllstu þakkir fyrir vel unnin störf, bæði á kjördegi og fyrir. Ákveðið hefur verið að efna til íagnaðar í Samkomuhús- inu laugardaginn 8. febrúar n. k. Þangað eru velkomnir allir þeir, sem störfuðu við kosningarnar og aðrir velunnar- ar flokksins meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða afhentir í Samkomuhúsinu á fimmtudaginn kl. 4—7. hingað fjöldi báta víðsvegar að af landinu: óg legðu hér upp afla að ðmeira eða minna leyti. Ekki er vitað með neinni vissu, hve margir opnir vélbátar (trill íir) verða gerðir héðan út í vet- ur, en ekki er ólíklegt, að þeir verði um 20. Má því áætla, að um 130 til 140 skip verði hér á vertíð í vetur. Afli handfœrabáta: Fá einir handfærabátar eru byrjað- ir veiðar, en afli hefur verið rýr, enda hafa þeir lítið getað reynt fyrir sér vegna ótíðar. Björgvin fékk þó góðan afla dag einn í fyrri viku. Glœsilegt skip: A sunnu- daginn var kom'.hingað í höfn- ina hið nýja skip þeirra Hjálm holtsbræðra, Páls og Júlíusar Ingibérgssonai Reynir VE 15. Er skip þetta 72 tonn að stærð með 320 hesta Völund-motor. Skip þetta er mjög glæsilegt og svo vel búið öllum öryggis- og vciðitækjum, að vart verður betur ú kosið. Er þá fyrst Decca- rádar með 30 sjómílna sjónvídd, Simrad-asdictæki, sjálfvirkt Ben dix-stýriáliald, sem mun alveg nýtt í fiskibátum. Svefnpláss er fyrir 13 menn, þar af 5 í káetu. Skipið er byggt í Strandby Skibsværft A/S, Strandby, en þar liefur annar eigandinn, Júl- íus Ingibergsson, dvalið síðan um miðjan september í haust, ásamt Þórarni Sigurðssyni, skipasmið, og hafa þeir unnið við og haft eftirlit með smiði bátsins. í samtali við mig lauk Júlíus lofsorði á alla fyrir- greiðslu hjá hinni dönsku skipa smíðastöð. Þá taldi hann það niikið Jiapp fyrir þá bræður að hafa fengið jafn ágætan skipa- smið og Þ*órarinn til aðstoðar um fyrirkomulag og anilað það, er að smíði bátsins laUt. Fallegt handbragð er á öllu, fyrirkomu lag á dekki og neðan þilja mjög gott, og Reynir yfirleitt með glæsilegri skipum hér í höfn, og er að honum vissulega mik- ill og góður fengur fyrir byggð arlagið. Bj. Guðrn. Karlmannaföt, frakkar, stakar buxur, skyrtur bindi, nærföt, Léreft, br. 80—180 cm. Verð frá kr. 7,30 m. Náttfataefni, mjög falleg poplin og með liórielsvend. Verð 18 kr. m. Barnafatnaður, fjölbreytt úrval. Kerrupokar, Regnkápur á börn, Prjónagarn, niikið úrval. Stoppugarn í kössum. Skábönd margir litir. Poplinkápur, Vinnufatnaður. \ Bæjarfréttir. Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnulag kl. 2. Séra Halldór Kolbeins prédikar. K. F..U. M. og K.: Drengjafundur á mánudög- um kl. 6 fyrir drengi 6—9 ára, kl. 8 fyrir 10 ára og eldri. Barnaguðsþjónusta á sunnu- daginn kl. 11. Á sama tíma í kirkjunni. Betel: Samkoma n. k. sunnudag kl. 4.30. Aðventkirkjan. Biblíulestur í dag, föstud., kl.; 8,30. Barnasamkoma á sunnud. kl. 2. Almenn samkoma á sunnu dag kl. 8,30. Lœknavaktir: Föstudagur 31. jan. E. G. Laugardagur 1, febr. Bj. Júl. Sunnudagur 2. febr. Bj. Júl. Mánudagur 3. febr. E. G. Þriðjudagur 4. febr. B. J. Miðvikudagur 5. febr. Bj. Júl. Fimmtudagur 6. febr. E. G. Jarðarför: JarðarfÖr Guðjóns Guðlaugs- sonar frá Gvendarhúsi fór fram á þriðjudaginn var. Minningarathöfn um Karl Kristmanns fór fram í Landa- kirkju s. 1. laugardag. Útför hans fór fram frá Kapellunni í Fossvogi á þriðjudaginn var. Innbrot: Fyrir skömmu var framið inn brot í afgreiðslu Flugfélags ís- lands h. f. hér í bæ. Eru þar jafnan geymdar nokkrar áfeng- isbirgðir, sem sendar eru á póst kröfu hingað. Var stolið þar allmiklu of áfengi. Málið er í rannsókn. Húsasmiður: Nýlega hefur Ástþór Runólfs son, Laufási, lokið sveinsprófi í húsasmíði. Nam hann iðnina hjá Guðmundi Böðvarssyni. Andlát: í gær önduðust hér frú AðaL heiður Árnadóttir, Hvammi, og Baldvin Hallsson, verkamaður, Kirkjuvegi 26. Athugið orðsendingu frá Sjálfstæðis- flokknum efst á 4. síðu um fagnað laugardaginn 8. febr. Nánar sagt frá tilhögun í næsta blaði. *•*******<# Barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 298.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.