Fylkir


Fylkir - 07.02.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 07.02.1958, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 10. argangur »iE«:!iisii!i!i3:™:!isiiiii'isiitiiiíiiir!:iiii!;iiiiiifami!míii.íiiíi!!ii Vestmannaeyjum 7. febr. 1958 HKIIIM^ 6. tölublað mmmmmmmmmmámámm Happdrættislán Flugfélags íslands Á árinu 1957 byrjaði Flugfé- lag íslands hið þýðingarmikla og kostnaðarsama starf að end- nrnýja fliigvélakost sinn. Síðast liðið vor festi félagið kaup á tveimur nýjum millilandaflug- vélum af fullkomnustu gerð, sem, ásamt nauðsynlegum vara- hlutiim, þjálfun áhafna og öðr- um tilkostnaði, kostuðu um 48 milljónir króna. Flugvélar þess- ar hafa reynzt mjög vel og hafa flutningar félagsins milli landa stóráukizt með tilkomu þeirra. Til þess að geta ráðizt í þessi kaup, varð félagið að taka tvö stórlán erlendis alls að upphæð uin 33 milljónir króna., en það fé, sem þurfti t.il viðbótar, hugð ist félagið fá með því að selja þrjár af eldri flugvélum sínum, þ. e. a. s. tvær Dakota-flugvél- ar og aðra Skymasterflugvélina. Auk þess var ráðgert að selja Skymaster-flugvélina „Sólfaxa" á næsta ári. Öftnur Dakota-flugvélin var seld á s. 1. vori, en Skymaster- flugvélin „Gullfaxi" er- enn ó- seld og fyrirsjáanlegt, að sölu- verð hennar verður mun lægra en áætlað hafði verið, og stafar það af störaiiknu framboði slikra llugvéla á heimsmarkað- inum. Vegna stöðu,srar aukningar á innanlandsflugi félagsins, er nú Ijóst orðið, að félaginu er mikil nauðsyn að geta haldið þeim flugvélakosti, sem það ræður nú yfir og að ekki þurfi að koma til sölu á Skymasterflugvélinni ,,Só1faxa", sem í vaxandi mæli hefur verið notuð til flugferða innanlands. Sú flugvél hefur einnig verið mikið notuð til flutninga milli Danmerkur og ¦Grænlands fyrir erlenda leigu- taka og þannig aflað þjóðinni sjaldeyris. Til þess að úr þessum fyrir- ætlunum félagsins geti orðið, þarf það nú mjög á auknu fjár- magni að hálda — að öðrum kosti mun ekki hjá því komizt að selja verði flugvélar, sem nauðsynlegar eru ef félagið á að geta rækt þjónustuhlutverk sitt við þjóðina í þeim mæli, sem til er stofnað. Flugfélag íslands er nú tutt- ugu ára og alla tíð frá stofnun þess hefur það verið starfrækt með þjóðarhagsmuni fyrir aug- um. Starfsemi þess hefur átt vaxandi vinsældum að fagha ár frá ári, enda hefur þáttur þess í sarhgöngúmálum landsmanna, innanlands og tnilli landa, auk- i/.l með hverju ári. Það hefur aldrei sótt um fjárhagsaðstoð hins opinbera til starfsemi sinn- ar, þótt augijóst sé, að sumar flugieiðanna séu reknar með tapi. Forráðamenn félagsins hafa lagt á það megin áherzlu, að félagið gegni þjónustuhlut- verki við íslenzku þjóðina, en jafnframt beri að haga starfi þess svo að það verði skattþegn- unum ekki byrði. Starfræksla innanlandsflugsins er á ýmsan hátt mun erfiðari en millilanda liugsins, bæði tæknilega og fjár hagslega, en einmitt á því sviði telur félagið sitt aðalverkefni, þótt því sé þannig nauðsynlegt að halda uppi ör.uggum og hag- kvæmum samgöngum til og frá landinu. Þetta hvorttveggja þarf að fylgjast að og styður hvort annað. Með tilliti til þessa, og þess að félagið á nú við mikinn fjár- hagslegan vanda að etja, sem er tilkominn vegna mikillar fjár- festingar vegna endurnýjunar og aukningar flugvélakostsins, bæði til flugferða innanlands og milli landa, hafa forráðamenn Flugfélags íslands nú ákveðið að leita til þjóðarinnar allrar Fagnaður sjálfstæðisfélaganna á laugardag Eins og áður hefur verið auglýst, efna Sjálf- stœðisfélogin í bœnum til fagnaðar á morgun, laugardaginn 8. febrúar, kl. 8,30 í Samkomuhús- inu. Verður þar minnzt hins glœsilega kosninga- sigurs Sjálfstœðisflokksins í bœjarstjórnarkosn- ingunum 26. janúar s. I. Samkoman hefst með sameiginlegri kaffU drykkj, flutt verður stutt ávarp, sýnd kvikmynd og að lokum verður dansað. Enn er hœgt að fá aðgöngumiða, og verða þeir afhentir á morgun, laugardag, eftir kl. 2. Hörmulegt slys Sá sorglegi atburður gerðist hér, föstudaginn 31. janúar, að þriggja ára telpa, Anna Gréta Klaris að nafni, féll í höfnina og drukknaði. Það mun hafa verið um kl. 9 á föstudagskvöldi, að lögregl- unni barst tilkynning um, að- barnið hefði horfið. Hafði þess verið leitað fyrr um kvöldið, árangurslaust, en talið er, að síðast hafi til þess sézt um kl. 6,30, þar sem það var að leik með öðrum börnum skammt frá heimili sínu. Allstór hópur bæjarbúa bauð sig fram til að leita að barninu, eða um 400 manns, og var leit- in skipulögð um allan bæinn og umhverfi hans. Veður var sænji lega gott, gekk á með éljum, en stillt og bjart á milli. Um kl. 2 um nóttina fannst lík litlú stúlkunnar á floti í skipakvínni ^ið Nausthamarsbryggju. Anna Gréta var dóttir danskra hjóna, Roma og Henry Klaris, sem voru nýlega flutt í bæinn. Störfuðu þau við Eifnalaugina Straum. Þetta er þriðja dauðaslysið, sem verður í Vestmannaeyja- höfn á réttum mánuði. uni stuðning við starf þess. Félagið efnir nú að fengnu leyfi Alþingis og ríkisstjórnar, til sölu happdrættisskuldabréfa, alls að upphæð 10 milljónir króna, sem endurgreidd verða að sex árum liðnum með 5% vöxtum og vaxtavöxtum. Til þess að gera sem flestum lands- mönnum kleift að veita félag- inu stuðning, verður láni þessu skipt í eitt hundrað þúsund hluti, hver að upphæð 100 kr. Hvert skuldabréf kostar því í dag 100 krónur, en að sex ár- um liðnum verður það endur- greitt með 134 krónum. Auk þess, sem greiddir verða 5% vextir og vaxtavextir, eins og áður er getið, gildir sérhvert skuldabréfanna sem happdrætt- Framhald á 2. slðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.