Fylkir


Fylkir - 21.03.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 21.03.1958, Blaðsíða 2
2 ■g--. F Y L K I EL Í7r ýmsum áttum. Efnahag8málin: Um fátt er meira rætt og rit- að þessa dagana en það, hvernig núverandi ríkisstjórn hyggst leysa þann vanda, sem við er að etja í efnahagsmálunum. Elt ir að fjárlögin voru afgreidd l'yrir jól á þann hátt, að teknar voru út úr þeim milli 60 og 70 milljónir og geymdar — en hve lengi á að geyma þær veit enginn — hefur verið unnið að þessum málum að sögn stjórnar liða, cn engin niðurstaða er enn lengin, hvað' sein verða kann. Búizt var við, að fljót- lcga eftir bæjarstjórnarkosning- arnar yrði ákveðið, hvað gera bæri, en ennþá situr í sama far- inu. Sumir stjórnarliðar segjast hreinlega ekki vita, hvernig eigi að afla Útflutningssjóði nauðsynlegra tekna — þeir eru ekki einu sinni á eitt sáttir um það, hve mikið fé hann þarf til starfsemi sinnar á þessu ári — sumir nefna þó 200 milljónir króna. En væntanlega skýrist bráðmn, hvað gerist. Um tvennt virðist vera að ræða — gengis- fellingu eða nýja skatta. Eyðslan: Gjaldeyrisástandið fer sí- versnandi, og er nú svo komið, að yfirfærslur eru injög tregar, ef ekki stiiðvaðar að langmestu ieyti. Hefur gjaldeyrisástandið varla verið verra í annan tíma. Síðan V-stjórnin tók við liafa fastar skuldir ríkisins erlendis aukizt um 386 milljónir króna. Ofan á þessa skuldaáukningu bætist jiað, að hagur bankanna út á við versnaði um 79,4 millj- ónir króna á árinu 1957. Þar ofan á bætist, að birgðir út- flutningsvöru voru sáralitlar í lándinu, minnkuðu um sem MÁLGAGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ÚTGEFANDl: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGÐARM.; EINAR H. EIRÍKSSON Sími: 308. — Pósthóll: ioi. / PrcnUmiCjan EYRÚN h. f. { svarar 55 millj. kr., og birgðir erlendrar vöru minnkuðu um 100 milljónir. Þannig hefur hagur landsins út á við versn- að um meira um 600 milljónir á þessu tímabili, þar af um 230 milljónir á árinu 1957. Það er ekki að furða, þótt ráðherrar sén eins og útspýtt hundsskinn um öll lönd í leit að lánum til að jafna þennan halla og halda uppi framkvæmd um í landinu. Við „hjálparbeiðni“ íslands hala borizt svör frá Bandaríkj- unum og V-Þyzkalandi, og mun hið síðara ríki einhvern tímann á næstunni rétta ölmusuna til þurfandi ráðherra úti á íslandi. Það er ekki vandalaust að vera fjármálaráðherra á íslandi á dögum vinstri stjórnar. Það er betra að hafa einhver ráð í skjóðunni. Fiskimálin : Nýlega hafa verið birtar skýrslur um fiskveiði við Is- landsstrendur. Kemur í ljós, að frá árinu 1950 hafa veiðzt á ári hverju um 600 þús. lestir. Af þessu niagni er aðeins helm ingurinn veiði íslendinga sjálfra, og má nokkuð marka af því, hversu mikilvæg fiskimiðin við strendur landsins eru fyrir erlenda menn. Telja fróðir menn, að nú sé sú hætta yfir- vofandi, að of mikið sé farið að ganga á fiskstofninn við ís- land. T. d. er það ljóst af skýrslum, að þorskveiðin á ár- inu 1955 fór minnkandi, en hafði áður um langt árabil \axið með aukinni sjósókn. íslendingar eru enn stærsta veíðiþjóðin hér við land með 397 þúsund lestir árið 1955, þ. e. 48,5%. Næstir koma Bretar með 199 þús. lestir, eða 24,3%, þá Þjóðverjar með 169 þús. lesL ir, og svo nokkrar að'rar þjóðir með minni afla, m. a. Færeying ar með 20 þús. lestir, eða 2,4%. Á stríðsárunum veiddu íslend ingar einir nær allan afla, sem fékkst hér við land, eða 98%. Þá voru hér engin erlend veiði skip, utan fáeinir skozkir bátar, og eitthvað stunduðu Færey- ingar veiðar líka, en samtals varð þessi veiði aðeins um 2%. Eftir stríðslok tók hlutur ís- lendinga að minnka smám sam- an, og er nú, sem fyrr segir, við 50% og hefur svo vefið frá 1950- í þessum sömu skýrslum, sem þessar tölur eru teknar úr, greinir frá því, að fyrir stríð' hafi það verið talin ofveiði, ef atlinn á íslandsmiðum fór yt- ir 600 þús tonn á ári. Hámarki náði veiðin árið 1954, en þá fengust 881 þúsund lestir liér við land. Bent er á, að vel megi svo vera, að miðin þoli nú meiri veiði en áður, bæði vegna hita- breytinga í sjónum og stækkun- ar landhelginnar, þar eð ýmsar hrygningar- og uppeldisstöðvar voru friðaðar með þeim aðgerð um. Hinsvegar er veiðin talin það mikil ,að liætt sé við, að farið sé að ganga á stofninn. Er þetta stórkostlegt atriði fyrir okkur íslcndinga og varðar sjálfa tilveru okkar hér á þessu landi, þar sem sjávaraflinn er gTundvöllurinn, sem litin bygg- ist á, og bregðist liann, er hætt við, að þröngt verði fyrir dyr- um rnargra. Stórviðri. Síðari hluta fyrri viku gerði austan átt hér á landi. Á föstu daginn var orðið talsvert hvasst og fór veður vaxandi, er á leið þann dag. Um kvöldið var kam inn stormur, og er á leið nótt- ina, gerði stórviðri á austan. Náði veðurhæðin, þegar hvass- ast var, 15—16 vindstigum, og hefur ekki annað eins stórviðri komið hér síðan í janúar 1950. Allir bátar voru á sjó á föstu- daginn og náðu heim, nema einir þrír eða fjórir bátar, sem voru austur við Portland og héldu sjó aðfaranótt laugardags ins. Á laugardagsmorgni héldu jjeir heim á leið og komust und ir Elliðaey, en náð'u liöfn síð- degis á laugardegi, en þá var veðrinu lítið citt farið að slota. Veðurofsinn hélzt alla laug- ardagsnóttina og fram um miðj- an dag á laugardegi, en um kvöldið, er veðurfregnir voru lesnar í útvarpi, voru hér 13 vindstig kl. 6. Minna varð um tjón hér en ætla hefði mátt í þvílíku veðri. Fáein hús urðu fyrir nokkrum skemmdum, þó ekki miklum, er járnplötur biluou eða tók af, í höfninni varð lítið tjón, enda voru sjómenn á varðbergi og gættu báta sinna. Einn bát- ur mun hafa laskazt nokkuð, en sáralitlar skemmdir urðu að öðru leyti. Friðarhafnarbryggj- an skemmdist lítils háttar af þeim sökurn, að togari, útlend- ur, sem lá við austurenda henn- ar, sprengdi bryggjukantinn. Gífurlegt veiðarfæratjón mun Frú Lára sextug Framhald af 1. sföu. sendi ég frú Láru, rnanni henn- ar og öllum venslamönnum beztu kveðjur og árnaðaróskir. Megi hamingjan fylgja henni á öllum ókomnum æviárum, og megi henni auðnast að koma miklu góðu til leiðar í framtíð- inni. E. Frá Flugfélaginu í janúarmánuði s. 1. fluttu flugvélar Flugfélags Islands mun fleiri farþega en í sama mánuði í i'yrra, þrátt fyrir það, þó flugsamgöngur legðust nið- ur nokkra daga um miðjan mánuðinn vegna norðan lníðar- vcðurs, sem þá gekk yfir land- ið. Um rniðjan mánuðinn var t. d. ekki liægt að fljúga til Ak- ureyrar í sex daga samfleytt, en slíkt hefur ekki komið fyrir í mörg ár, eða síðan radiovitar Flugmálastjórnarinnar tóku til starfa. Til Vestmannaeyja var ekki hægt að fljúga í 12 daga. Viscounl flugvélarnar voru teknar til innanlandsflugs er ó- veðri þessu slotaði og á einurn degi tókst að flytja alla farþeg- ana ,sem biðu. í janúar voru fluttir 3017 far þegar innanlands og er það 23% fleiri en á sama tíma s. I. ár. Vöruflutningar innanlands jukust um 76% o'g voru fluttar rúmlega 92 lestir. Póstflutning- ar voru svipaðir og í sama mán- uði árið áður, eða tæpar 13 lestir. í millilandafluginu urðu einn ig nokkrar tafir vegna veðurs hér heima og erlendis, en flug vcllir þar voru lokaðir vegna þoku í nokkra daga. Framhald á 4. síðu. hafa orðið í þessu veðri, þar eð flestir bátar munu hafa átt net í sjó. Gekk erfiðlega framan af viku að fást við veiðarfærin sök um óhagstæðs veðurs, en hvass hefur hann verið fram að miðri viku. Eins og áður greinir er þetta harðasta veður, er komið hefur síðan í janúar 1950, þegar vél- skipið Helgi fórst við Faxasker og eldur stórskemmdi Hrað- frystistöðina. Má telja hina mestu mildi, að ekki hlauzt áf meira tjón í þessu veðri en raun er á.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.