Fylkir


Fylkir - 18.04.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 18.04.1958, Blaðsíða 4
Málgogn SjálhtsðiS' flokltsins Föstudagur 18. apríl 1958 ítta»crta;;}itííitítiœ:;dKtr.:2Bi.:nióiri40c«L'.;-i-.œ-.;1wji«íaín'iíK;u:í.-ni’.:,a3i«ii:-is.Tv35ntuuinw«wair.iutf«aanfuawa*ŒEaM Frá Fiugféíagi íslands -------------------—. Neðan f rá sjó. V _____ -j Afli og gœftir: Gæftir hafa ekki verið seni beztar, það sem al er þessari viku. Á inánudaginn var algjör landlega og á miðvikudaginn var slæmt sjóveður og drógu bátarnir yfirleitt ekki nema 2 til 3 trossur. Afli hefur yfirleitt verið í tregara lagi, sérstaklega þó í gær. Annars var annar bezti afladagur vertíðarinnar s. 1. þriðjudag, en þá var allt tveggja nátta, komu þá á land kringum 1500 smálestir. Afli handfærabátanna er sem fyrr mjög tregur, aðeins einn og einn bátur, sem fær afla dag og dag. Aðeins fjórir handfærabát- ar hafa orðið yfir 100 tonn af fiski. — Afskipanir: Dettlfoss kom hér á þriðju- dag og var með 50 tonn af alls- konar vörum hingað, einkum þó útgerðarvörur og þakjárn. Hér lcstaði skipið 48 þúsund kassa af freðfiski til Rússlands og 100 tonn af fiskimjöli til Hamborgar. Hefur líklega aldrei eins mikið magn af freð- fiski farið í eitt og sama skiptið héðan og nú. Aflahœstur: Benóný á Gullborgu er eins og fyrr langhæstur hefur hann nú 1023 tonn og er það mun meira heldur en á sama tíma í-fyrra. Hve afburða aflamað- ur Benóný er, sést bezt á því, að yíirborð af bátunum er að- eins rúmlega hálfdrættingar við hann. V ertíðarfólkið: Talsvert hefur farið af fólki úr bænum að undanförnu. Er það nær eingöngu landverka- fólk. Veidur þessi skyndilega brottför miklum erfiðleikum fyrir hraðfrystihúsin, þar senr mikið fiskmagn berst enn á land á degi hverjum. Er það vissulega mál til athugunar fyr ir stöðvarnar, hvað hægt er að gera til þess að fólk rjúki ekki í burtu með aðeins dags fyrir- vara eða varla það, og þá ef til vi 11 þegar verst. gegnir. - Bj. Guðrn. Hinn 6. apríl s. 1. gekk sumar áætlun millilandaflugs Elugfé- lags Islands í gildi, en ferðum verður fjölgað í áföngum fram til 29. júní í sumar. Eftir það verða tíu terðir vikuJega til og frá íslandi á vegum félagsins. Ferðir verða til Kaupmanna hafnar alla daga vikunnar og tvær á laugardögum. Til Stóra- Bretlands verða einnig ferðir alla daga. Frá 6. apríl verða 5 íerðir vikulega frá Reykjavík og heim aftur. Frá 4. maí verða átta vikulegar ferðir. Frá 1. júní verða daglegar ferðir. Frá 15. júní verða ;itta vikulegar ferðir. Frá 16. júní verða 9 vikulegar ferðir og frá 29. júní verða tíu vikulegar terðir frá Reykjavík og heim aftur. Eftir að sumaráætlun milli- landaflugsins hefur að fullu gengið í giidi, hinn 29. júní, verða daglegar ferðir frá Reykja \ ík til Kaupmannahafnar kl. 8 hvern morgun. Þar að auki ler flugvél frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar kl. 10 hvern laug- ardagsmorgun, svo tvær ferðir eru frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar livern laugardag Iðítnám í nýútkomnu hefti Tímarits iðnaðarmanna er frá því skýrt, að alls séu 1657 skráðir iðnnem ar á (illu landinu, þar af 1027 í Reykjavík, en 630 annars stað ar á landinu. Er þetta tilfært í skrá yfir allar iðngreinar í landinu og-þar jafnframt talið, hve margir eru við nám í hverri grein. Flestir eru iðnnemar utan Reykjavíkur á Akureyri, eða 108, í Gullbringu- og Kjósar- sýslu 82, í Árnessýslu 77. í Vest inannaeyjum eru þeir 50. í Reykjavík stundar ungt fólk | nám í 40 iðngreinum. Langflestir iðnnemar í Rvík stunda húsasmíðanám, eða 116, við vélvirkjun eru 1 14, við raf- virkjun 96 og bifvélavirkjun 84. Aðeins einn nerni er í hverri eftirtalinna iðngreina: Bakara- iðn, glerslípun, hljóðfærasmíði, kvenhattagerð og skósmíði. og t\ær ferðir frá Kaupmanna- höfn tii Reykjavíkur hvern sunnudag. Til Stóra-Bretlands verður flogið hvern dag vikunnar. þar aí eru fimm ferðir til Glasgow og tvær til London. Til Gslo verða þrjár ferðir vikulega í stað tveggja í fyrra- sumar. Til Hamborgar verða einnig þrjár vikulegar lerðir. Sú breyting verður á Lund- únaferðum frá því í fyrra, að nú verða báðar leiðir flognar án viðkomu í Glasgotv. Hins vegar verður seinni laug ardagsferðin til Kaupmanna- hafnar farin með viðkomu í Glasgow og er það gert með tii- liti til mikillar eftirspurnar eft- ir fari mill þessara borga, en mörg sæt eru þegar pöntuð á þeirri leið á komandi sumri. Félagið vill vekja athygli væntanlegra flugfarþega á því, að tryggja sér far í tíma, og á það einkanlega við þá, sem ætla að ferðast milli landa á mesta annatíma millilandaflugsins í júlí og ágúst. Vlfamál A fundi vitanefndar hinn 5. febrúar s. 1. var m. a. rætt um framkvæmdir á þessu ári og sam jrykkt að leggja til við ráðherra, að fé því, sem veitt er á fjárlög- um fyrir árið 1958 til vitamál- anna verði varið á eftirfarandi liátt: Til endurbyggingar Rauða- núpsvita. Til byggingar radiovita á Raufarhöfn. Til fjósatækja á Hlöðuvita. Til ljósatækja á Seleyjarvita. Til raflagnar í Stokksnesvita. Til raflagnar í Hólmbergs- vita. Til rafvæðingar á Dalatanga. Til ljósdufls við Ólafsboða á Breiðafirði. Til ratsjármerkja á Meðal- landsfjöru. 5>á var einnig samjrykkt að láta athuga og hefja undirbún- ing að byggingu vita á Sauða- nesi við Önundarfjörð og á eða í nágrenni við Eldey. (Ægir). r~------------------- a Bæjarfréttir. v.______ _______) Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnudag kl. 2. Séra Halldór Kolbeins pré dikar. Á sumardaginn fyrsta almenn guosþjónusta kl. 2, skátamessa, séra Jóhann Hlíðar. K. F. U. M. og K.: Barnaguðsþjónusta næstkom- andi sunnudag kl. 11, á sama líma í kirkjunni. Drengjafundur á mánudögum kl. 8. Betel: Samkoma n. k. sunnd .kl. 4,30 Aðventkirkjan: Barnasamkoma kl. 2 á siinnu daginn, almenn samkoma kl. 8,30. Lœknavaktir: Föstudagur 18. B. J. Laugardagur 19. E. G. Sunnudagur 20. E. G. Mánudagur 21. Bj. Júl. Þriðjudagur 22. B. J. Miðvikudagur 23. Bj. Júl. Fimmtudagur 24. B. ]. Skátafélagið Faxi: Séra jes A. Gíslason ,sem er niikill velunnari skátanna, hefur gefið þeini lóð undir félags- heimili. Er nokkur hugur í skátum um að hefja sem fyrsl framkvæmdir á lóðinni. iðkomufólk: Þegai; er aðkomufólk, sein erið hcfur hér á þcssari vertíð, ekið að streyma burtu. Fer dag- ega stærri eða minni hópur nanna. Er að þessu mikill bagi, >ar sem framleiðslustörfin tanda enn sem hæst. Er því nikil vinna við lisk ennþá, og Fyrirliggjandi Fikarskrifborð, Meðalakistur í mótorbáta, Innihurðarskrár og luinar. Eldhús-skápahöldur, Húlkílalistar. Rúðulistar. Gluggajárn og allskonar sáumur H.Í.SHIÐUR Sími 325.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.