Fylkir


Fylkir - 30.05.1958, Síða 1

Fylkir - 30.05.1958, Síða 1
Málgagn Sjálfstæðis* flokksins 10. árgangur Vestmannaeyjum 30. maí 1958 tölublað. EINAR J. GISLASON: „Glöggf er Sunnudaginn 18. maí s. 1. var hér í böfn m. s. „Skogland" frá Grundsund í Svíþjóð. „Skog- land“ er einn af nýjustu fiski- bátuni Svía, um 100 smálestir að sta-rð með 420 hestafla vél. Mjög vel útbúinn að öllu leyti Þar sem undirrituðum eru kunnugir menn af áhöfn báts ins síðan 1947, gekk ég um borð og Ireilsaði þeim, ennfrem ur komu 5 þeirra í heimili mitt iiefndan dag. Þegar framandi gesti ber að garði er oft spurt frétta. Þar seni þessir menn höfðu fréttir að færa, datt mér til hugar að endursegja þær liér í stuttu máli og snúa mér síðan að því, er afhygli þeirra vakti hér þann dag, er þeir stoppuðu í Eyjum. „Skogland" er hér á löngu- veiðum og liggur hér SSV 18 sjómílur frá F.yjum. Línan er logð á 80—120 faðma djúpu vatni. Þeir gerðu einn ,,túr“ í fyrravor, er tók 3 vikur, höfðu (io tonn af löngu slægðri með liaus, upp úr ís, 2—3 tonn af lúðu, nokkur tonn af þorski og ógrynni af keilu, er ekki svaraði kostnaði að hirða. Markaðsverð löngunnar í Svíþjóð var samsvar andi 3—4 kr. ísl. fyrir kg. Há- sctahlutur kr. 4000,00 sænskar Nýr Volvo, árg. 1957, 4 manna, kostaði röskar 5000 krónur þar í landi i fyrra. Sést af því, hve heppnaður „túrinn" var hjá þeim. Þá þrjá daga, er ,.Skogland“ \'ar búinn að vera á veiðum, er hann kom bér inn, vakti það furðu áhafnar, hve mikið lóðaði á síld. Taldi skipstjóri við mig, sem i'itlit væri, við hagstæðustu skilyrði, að liægt væri að fiska þessa síld bæði í botntroll og flottroll, hvorttveggja gert fyrir síld: Taldi skipstjóri eftir fyrri reynslu sinni í Norðursjó, eftir lóðningum hér að dæma, auð- gests augað” velt að fylla skip eins og „Skog- land“ á 12 klukkustundum. Er ég hafði verið í borðsal „Skogland" drykklanga stund kom konsúl! Svía hér, lierra bæj arstjóri Guðlaugur Gíslason. Sýndi hann áhöfn þá hugul- semi að aka henni um Eyjuna í tveimur fólksbílum. Þar sem autt sæti var í öðrum bílnum bauð hann mér að vera með og vera sem túlkur fyrir géstum sínum, í öðrum bílnum. Víst fannst Svíunum ,sem ég var með, til urn að koma ti! Helgafells, eldfjaflsins, sem ekk ert er til í þeirra landi. Heima klettur fallegur og rismikill. Nýju bæjarhverfin snotur og húsin eiguleg. Tóku þeir eftir því, að nær öll húsin bera merki eins manns, þ. e. þess er teiknaði þau, sem er Ólafur Kristjánsson. En hús og fjöli höfðu þeir séð áður, og eins fagrar eyjar. Það var því ekki nýtt. fyrir þeim. Einkanlega var það tvennt er vakti athygli þeirra og þeir vildu fræðast um, var hið fyrra safnþrærnar í túnun- um. Virtist jrað algjör nýlunda fyrir þá að sjá slíkar byggingar. (Persónulega vildi ég beina því til hlutaðeigandi og jrá lögregl- unnar að gengizt yrði í jrað að byrgja eða loka þeim þróm, er standa opnar, hálffullar af vatni, stórhættulegar fyrir börn og skepnur). Það síðara var, hvort fólk h.efði engan sunnudag, helgidag. Tilefni þeirrar spurningar var 1 ■; i' o fal t og í þessari röð: Er við hófum ferð okkar voru nokkrir inenn að setja kindur upp í Heimaklett. Þurfti þess endi- lega á helgidegi? Er við komum út fyrir bæ og uþp fyrir hraun, var.verið að bera á tún hjá ein- um bónda. Öðrum var verið að plægja hjá kálgarð. Þriðji var að girða, á fjórða staðnum var verið að setja niður, sá fimmti var á traktor keyrandi um lend- ur sínar. . Allt eru þetta stað- reyndir, er blöstu við augum þessara framandi manna nefnd an dág. Þeir spurðu mig, hvort fólk væri svo fátækt hér, að }>að jryrfii að nota hverja lausa stund. F.ða hvort það væri svo upptekið, að engin önnur stund væri laus nema lielgidagar. Enn fremur hvort allir helgidagar væru svo hér sem þessi. Áður en ég greini frá Jreim svörum, er þeir fengu frá mér eða svari, vildi ég benda á, að jiessir menn korna úr landi, þar sem sjálfsagt jjykir að lielga sunnudaginn með hvíld, kirkjuferðum og svo fyrir konu, liörn og heimili. Einnig eru lög fyrir, að skip- stjóri má ekki kalla menn dl veiðiferðar frá laugardagseftir- miðdegi til kl. 05,00 á mánu- dagsmorgni. Útgerð er þó rekin þar styrkja- og hallalaus al- mennt. Svar mitt við spurningum Svíanna virtist vera fullnægj- andi. Það var á þessa leið: Á þessum tíma er hvorki fátækt né tímaleysi til að dreifa. Heldur er þetta eins og hver önnur heiðni. Stór orð eða hvað? Stað reyndin er sú, að við þverrandi trúarlíf eykst virðingarleysi fýr- ir helgum hlutum, drykkjuskap- ur og aukið siðleysi fer vaxandi. Er nokkuð slíkt á ferð með ís- lenzku þjóðinni í dag? Hvér skal leita í eigin barm. Að gefnu þessu tilefni er hér hefur verið rætt, vildi ég undirstrika áskor- unina, er prestar og safnaðar- fulltrúar Kjalarnessprófastsdæm is létu frá sér fara á fundi sín- um hér í fyrra um gildi helgi- dagsins: — Því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. 2. Hvítasunnudag 1958. Einar J. Gislason. Ríkisstjórnin hætti við að falla Rúizt hafði verið við falli hennar fyrir síðustu helgi vegna ágreinings um landhelgismálin, en samkomulag náðist og er nú búið að afgreiða bjargráðin. Lá við f alli: Síðari hluta fyrri viku var ekki um annað rneira rætt en yfirvofandi fall ríkisstjórnar- innar. Sundurþykkja „vinstri aflanna" var orðin svo megn, að stjórninni var stórhætt. Bár- ust fréttir aðra stundina um, að hún væri fallin, hina stund- ina, að hún hefði hætt við að falla, og sannaðist enn á ný hið fornkveðna, að „það lifir lengst, sém lýðum er leiðast." Er það og orðið mála sannast, að stjórn in á örðið formælendur fáa, og fef þeim raunar ört fækkandi. Hinum fer fjölgandi, sem ger- ast óánægðir með hana og for- ystu hennar á vettvangi j:>jóðmál anna. /Etla má, að sú eining, sem aftur er á komin, a. m. k. á yfirborðinu, endist stjórninni fram á haust,, en hvað þá tekur við, þegar, að sögn stjórnarinn- ar sjálfrar, gera þarf nýjar ráð- stafanir, væntanlega til að forða frá ,,bjargráðunum“ nú og af- leiðingum þeirra, skal ósagt lát- ið. Mun tíminn leiða í ljós, hversu varanleg heilsubótin er að sinni. Áhrif ,,bjargráðanna“: Það er ekki nema að vonum, að rnenn reyni að gera sér grein Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.