Fylkir


Fylkir - 06.06.1958, Side 1

Fylkir - 06.06.1958, Side 1
Métgagp) Sidífstæðb. floldcsbift i o. árgangur Vestmannaeyjum 6. júní 1958 20. tölublað. ÍÞRÓT T AMÁL S j ómannadagurinn r>» Vkít. . U þrisvar sinnum í röð, og þó Undaníarnar vikur hefur >■ dvalizt Jiér í bæ knattspyrnu- þjálfari, Eliert Sölvason, sem er gamal kunnur knattspyrnumað- ur, keppti lengi með Val í Reykjavík. Hann er ráðinn þjálfari á vegum Knattspyrnu- sa.mbands íslands og ferðast milli staða til þjálfunar. Ellert er nú farinn héðan, og \egna jsess, að ráðningartími lians er að þessu sinni útrunn- inn, efndi stjórn íþróttabanda- lags Vestmannaeyja til fundar með blaðamönnum á sunnudag- inn var. Þar var EJlert Sölva- son einnig mættur. Formaður fþróttabandalags- ins, Sigurður Finnsson ,skóla- stjóri, hafði orð fyrir stjórninni. Ræddi hann í fyrstu viðhorfið í fþróttamálum sérstaklega hér í bæ. Kvað hann þjálfunina nú orðið vera aðalatriðið til jæss að vænta megi góðs árangurs í íþróttum. Hæpið væri, að upp gæt.11 vaxið afreksmenn án þess, og gilti jjetta einnig hér í bæ. Hann sagði, að skortur á for- ystumtinnum háði íþróttalífi hér í bæ, og þyrfti úr jiví að rakna, væri þá von um meira íþróttalíf. Sigurður bað blöðin geta jiess sérstaklega, að nú væri haf- in læknisskoðun íþróttamanna. Fcr luin fram í Heilsuverndar- stöðinni undir umsjá héraðs- læknis. Kvað hann jressa skoðun enga skyldukvöð, en Jress væri að vænta ,að íjjróttamenn not- færðu sér þetta og gengju undir skoðun. Knattspyrnan: Ellert Sölvason talaði sérstak lega um knattspyrnuna og Jrað, sem áunnizt hefði |rann stutta tíma, sem hann héfur dvalið hér. Hann lét 1' ljós mikla á- nægju með æfingarnar, þær hefðu verið vef sóttar í öllum aldursflokkum. Kvað hann góð an efnivið í ungum mönnum her, og mundi vera hægt að ná góðum árangri með góðri þjálf un. Sérstaklega var 'hann ánægð ur með jjau skilyrði, sem hon- um voru búin hér. Hann hefði t. d. hait nóg af boltum, en þar skorti víða á úti um land. Hér hefðu líka verið nógir fætur til að sparka þeim. Æfingar hafa verið frá morgni til kvöids. Ellert kvaðst hafa leitazt \ið að koma upp eins kotiar 3. flokks landsliði og finna í jtað unga menn ;i þcitn stöðum, jrar sem hann hefur verið til þjálfunar. Nú væru komnir í þetta lið 4 menn, 2 frá Keflavík, 1 frá ísafirði og 1 frá Vestmannaeyjum, Aðalsteinti Sigúrjónsson. Landsliösmaöur: F.llert Sölvason lét sérstaklega í ljósi ánægju sína með einn mann, Guðmund H. Þórarins- son, sem daglega er netndur „Týsi“. Hann tók svo til orða, að hann hefði aldrei séð arman eins mann, liann jafnaðist á við engan nema Albert Guðuumds- son. Ellert sagði, að hann ætti skilyrðislaust að fara í landslið- ið og kvaðst mundi láta það verða sitt fyrsta verk, er til Reykjavíkur kæmi, að bendá forráðamönnum jrar á hann. Benti hann á |>að, að þe.ssi mað ur hefði getað æft nokkurnveg- inn reglulega, atvinnu sinnar vcgna, og Jrarna sæist árangur- inn. I þróttavöllurinn: Aðsþurður um fþróttavöllinn nýja, lét Ellért í ljósi ánægju sína með hann. Hann væri að vísu nokkuð laus, en jrað stafaði af Jrurrkunum að undanförnu, og ekki hefði verið liægt að valta hann. Eins og kunnugt er hefur ver ið-upp tekinn sá liáttur að selja aðgang að kappleikjum. Hing- að ti! hefur jrað aðeins verið Sjómenn í Vestmannaeyjum héldu daginn hátíðlegan ,eins og jreir hafa gert undanfarin ár. Hófust hátíðahöldin við Sam- komuhúsið kl. 1 á sunnudaginn með ræðu Sigurgeirs Ólafsson- ar, formanns Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda Kynnti hann heiðursgesti dags- ins, þá Ágúst Ólafsson, vélstjóra og Sigurjón Ingvarsson, skip- stjóra, en báðir þessir menn hafa um áratugi stundað sjó og getið sér‘ ágætan orðstír. Frá Samkomuhúsinu var gengið í fylkingu undir fánnm stéttarfélaga sjómanna að minn- ismerkinu í Landakirkjugarði. Fór þar fram minningarathöfn. Þar flutti Einar J. Gíslason, Arnarhóli, minningarræðu, en að athöfninni lokinni söng séra Halldór Kolbeins messu í Landa kirkju. Um kl. 4 hófst útiskemmtun á Stakagerðistúni. Ræðumaður þar var Ingólfur Arnarson, járn- smiður. Skemmtiatriði voru þar nokkur, auk verðlaunaaf- hendingar fyrir unnin afrek í íþróttakeppni, sem fram fór á laugardaginn. Sveit Vélstjórafé- lagsins fékk til eignar verðlauna bikar, sem luin hafði unnið nokkur ár í röð. Skipshöfnin á Reyni vann til eignar útskorinn skjcild, sem hún hafði unnið gert, er gesti hefur borið að garði. Sjálfsagt er að minna fólk á, að þeim peningum er ekki illa varið, sem lagðir eru til í- jrrótta, því ættu menn ekki að reyna að skjóta sér undan því að greiða aðgangseyri. Umsjónarmaður vallarins hef ur verið ráðinn Torfi Bryngeirs son. Er hann um leið þjálfari í frjálsum íþróttum. Á morgún laugardag, kl. 4 fer fram leikur í 2‘. deild íslands- mótsins. nokkru oftar, og sveit Hrað- frystistöðvarinnar vann sigur yf- ir hinum stöðvunum. Drengir í Austurbænum sigruðu vest- urbæinga. Allir ræðararnir í þessum sigursveitum fengu verð launapeninga. Handknattleikskeppni milli Þórs og Týs lyktaði með jafn- tefli. Kvöldskemmtanir Sjómanna- dagsins voru fjölsóttar. Varð að endurtaka þær og komust færri að en vildu. Tvennt er það, sem ég vildi setja hér fram til atluigasemda. Hið fyrra er, að við Samkomu Inisið var ekki hafður magnari og hátalarakerfi, er formaður Verðanda flutti sína ræðu. Vit- að er þó, að húsið á ágætt há- talarakerfi. Engin goðgá var að ætlast til jiess, að það léti í té afnot af þessu kerfi, úr því að jrað rausnaðist til að lána sval- irnar, borðið og dúkinn. Þá má einnig í þessu sambandi benda á, að ósæmilegt með öllu er að fara með bíla um torgið fyrir framan Samkomuhúsið, rétt ;í meðan athöfnin jDar stendur yf- ir. Nógar eru göturnar í bæn- um þótt ekki sé farin þessi leið þennan stundarfjórðung, meðan þetta stendur yfir. Um fram allt, forðið okkur frá skellinöðr unum þarna á næsta Sjómanna degi. Þá vildi ég í fullri vinsemd beina því til forráðamanna Sjó- mannadagsins hvort þeim þætti ekki tiltækilegt að sameina messu og minningarathöfn við minnismerkið. Það er staðreynd, og tóku eftir því fleiri en ég, að þegar minningarathöfn er lokið, fóru fjölmargir burtu, en færri héldu til Landakirkju af þeim, sem viðstaddir voru. Með Jrví að hafa þennan hátt á, sem nú var, getur annað tveggja Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.