Fylkir


Fylkir - 12.06.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 12.06.1958, Blaðsíða 1
Mólgogn Sjálfstæðis* flokksíni « 10. argangur Vestmannaeyjum 12. júní 1959 21. tölublað Ábrif „bjargráðanna" Þessa dagana er verið að til- kynna nýjar verðhækkanir á fjöl mörgum vörum, svo sem tilkynn ingar frá verðlagsstjóra bera með sér. Má þar tilnefna hækk- un á benzíni lim 62 aura, hækk un á smjörlíkii og svo er hækk- un á kaupi hjá iðnaðar- mönnum. Velclur það svo óhjá- kvæmilega hækkun á ýmissi þjónustu. Langt er þó frá því, að enn séu allar verðhækkanir kómriar fram. Þær verða það ekki að fullu fyrr en eftir ca. tvo mánuði. Kaup verkamanna hefur hækkað skv. „bjargráðalögun- uni", og nemnr sú hækkun ná- lægt 200 krónum á mánuði. Hefði það einhvern tímann þótt lítilfjörleg iiþpbót á allar þær yerðhækkanir, sem nú koma, og ekki verið metin til annars en sairiningsuppsagnar og jafnvel vcrkfalls af þeim, sem nú standa fyrir þessum aðgerðum. Raun- in er líka sú, að f jöimörg verka lýðsfélög hafa sagt upp samning uu og sett fram kröfur um kaupliækkanir umfram þær, er leyfðar eru í „bjargráðalögun um". Talið er t. d. ,að Dagsbrún í Reykjavík geri kröfu til 15% kauphækkunar, nokkur önnur félög gera kröfu til 10%, og svo mætti lengi telja. En liér á eftir skal nokkuð vikið að þeim áhrifum „bjarg- ráðanna," sem beint snerta bæj- arfélagið og bæjarbúa, en óhjá- kvæmilegt er að þau séu nokk- ur. Benda má t. d. á það, að bæjarstjórn Reykjavíkur frest- aði afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkuvbæ, þangað til „bjargráðin" voru komin fram, þar eð þau hlutu að snerta bæj arfélagið allverulega. Útsvarsupphœðin hœkkar. Fyrir bæjarstjórn Vestmanna- eyja liggur til áfgreiðslu hækk- un á útsvarsupphæð, sem nem- ur um 500 þús. kr. Bæjarstjórn sótti um leyfi til Félagsmála- ráðuneytisins fyrir þessari hækk un. Leyfið fékkst umtölulaust. Verði þessi hækkun samþykkt í bæjarstjórn, er útsvarsupphæðin komin upp í röskar 9 milljón- ir, hækkun um 12% frá fyrra ári. Þetta er langsamlega mesta hækkun ,sem orðið hefur á út- svörum síðan 1953. Nú mundi margur spyrja, livort þörf hefði verið á þessari hækkun, og ekki ófyrirsynju. Auðvitað geta menn deilt um það, hvort fara hefði átt aðrar leiðir svo að ekki hefði komið til þessarar hækkunar. En um það verður ekki deilt, að sparn- aðarráðstafanir hefðu að veru- legu leyti komið fram á verkleg u 111 framkvæmdum bæjarins svo sein gatnagerðinni, lagn- ingu holræsa, ýmsum fram- kvæmdum öðrum, sem bæjar- félagið verður óhjákvæmilega að halda uþpi og borgararnir krefjast af því. Hitt er svo ann- að inál, að ennþá verður ekki neitt um það sagt, hvort útsvör þurfa almennt að hækka vegna þessara ráðstafana. Það kemur ekki í ljós fyrr en lokið er niðurjöfnun útsvara, sem nú stendur yfir. Eafmagnið: F.nnþá er ekki komin til fram kvæmda hækkun á olíuverði vegna „bjargráðanna". Talið er þó, að hráolíuverð muni verða nálægt einni krónu fyrir líter- inn. Ekki hefur heyrzt, að sú plía, sem fer til raforkufram- leiðslu til heimilisnota eða at- vinnurekstrar, verði seld á lægra vcrði. Af þessu leiðir og svo vegna kauphækkana, að raf- magnsverðið hækkar nokkuð, enda er þetta allt samtvinnað, svp áð hækkunin kemur sjálf- krafá. Hvé miklu þessi hækkun nemur, er enn ekki vitað; en án efa kemur hún til fram- kvæmda, áður en mjög. langl um líður. Hér að framan hefur verið drepið á tvö atriði, sem varðar gjöld til bæjarins og bæjarstofn ana. Hvort tveggja þetta er bein afleiðing „bjargráðanna". Auk þess koma svo hin beinu áhrif og þau snerta íbúa þessa bæjar ekki síður en annars staðar á landinu. Var lítillega á það minnzt í upphafi þessarar grein- ar. Vttektin gleymdÍ8t: Það er sa'o margoft búið að rifja það upp, hve svikin við gefin fyrirheit hafa einkennt hina fyrstu vinstri stjórn á ís- landi, að ofrausn væri að bæta þar enn á. Eg get þó ekki stillt mig um að geta þess, að „út- tektin" á þjóðarbúinu, sú sem framkvæma átti undir forustu Hermanns Jónassonar, forsætis- ráðherra, með aðstoð erlendra hagfræðinga og nefndar frá sam- tökum launþega, sem fylgjast átti með athugununum, virðist aldrei hafa verið framkvæmd. Segir Einar Olgeirsson, forseti Neðri deildar Alþingis, formað ur Alþýðubandalagsins, stærsta stjórnarflokksins, í áliti um efnahagsmálafrumvarpið, að með því væri horfið frá verð- stöðvun, en í sjað þess kæmi verðbólga. Segir hann ennfrem ur, að ekki hafi farið fram út- tekt ;í þjóðarbúinu, en á með- an það er vanrækt, verða allar ráðstafanir í efnahagsmálum byggðar á sandi. Svo fór um sjó ferð þá. Þarf víst engan að undra, þótt djúpt sé á úttektar- skýrslunni, úr því að úttektin hefur aldrei farið fram. Jafnvel slelnarnir tala. Þessar línur eiga að túlka nokkuð annað viðhorf til vissra málefna, en koma fram í grein Eiriars Gíslasonar í Fylki 30. maí s. 1., „Glöggt er gestsaug- að". . . . í greininni segir m. a. svo: ,',. . . . var verið að bera á tún hjá einum. Öðrum var verið að plægja lijá kálgarð. Þriðji var að girða, á fjórðá staðnum var verið að setja niður, sá fimmti vaf á traktor keyrandi um lend ur sínar," o. s. frv., „. . . . er þetta eins og hver önnur heiðni." — „ . . . við þverrandi trúarlíf eykst virðingarleysi fyr- ir helgum lilutum, drykkjuskap- ur og aukið siðleysi fer vax- andi, o. s. frv." Fyrst vil ég spyrja Einar: Var það meiri vanhelgun dagsins, að keyra á dráttarvél um lendur sínar, en að keyra í fínum fólks bíl á þjóðveginum og hneykslast á starfsgleði meðbr-æðra sinna? Anriað atriði er þetta: Að setja lieilbrigt starf að því er virðist í sama númer og drykkju skap og siðleysi, er undir öllum hringumslœdum fjarri öllu lagi. Það er eins og hræra saman gulli og sora og kalla svo gullið ó- þverra. Vi<S þriðja atriðið, að surí a helgum dögum sé heiðni, og við trúarlífið, freistast ég til að dvclja lengst, enda er þar um svo mikið efni að ræða, að erf- itt er að gjöra því nokkur skil í fáum orðum. Eg hef aldrei verið andvígur trii og meira að segja ætlað mér að verða trúmaður. I þvi skyni fór ég oft í kirkjur, líka til Hvítasunnusafnaðar Einars Gíslasonar, en ég fann ekki þar þá hamingju, sem ég hafði ætl- að mér að finna. í. kirkjunum hefur mér jafn- vel oft fundizt dregin fjöður yf ir þann kristindómskjarna, að láta sér ja.fn annt um samferða- menn sína og um sjálfari sig og það að gera sér ljóst, að smæsti Framhald á 2. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.