Fylkir


Fylkir - 20.06.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 20.06.1958, Blaðsíða 4
r 7 Bæjarfrcttir. V ______ .J Landakirkja: Guðsþjónusta fellur niður á sunnudaginn. Betel: Samkoma n. k. sunnudag kl. 4*3°- Lœknavaktir: Föstudagur 2. júní E. V. B. Laugardagur 21. E. G. Sunnudagur 22. E. G. Kaupfélagsstjóri: Jón Bergsteinsson, kaupfélags stjóri, hefur sagt upp starfi sínu frá miðjum júlí. Ráðinn liefur t erið í hans stað Jóhann Þorsteinsson, frá Stykkishómi. Hefur hann starfað um skeið \ ið kaupfélagið á Bíldudal. Aðalfundur Kaupfélags Vest- mannaeyja var haldinn ekki alls fyrir löngu. Allmikill halli varð á rekstri féagsins á s. 1. ári, svo sem raunin er á um kaupfélög- in víðast hvar annarsstaðar á landinu. Má t. d. geta þess, að hallinn á KRON varð um ein milljón. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Jón Stefánsson og Gunn- ar Sigurmundsson. Jon var endurkjörinn, en Gunnar baðst undan endurkosningu. í hans stað var kosinn Hrólfur Ingólfs son. V erzlunarmannafélag: Síðari hhita fyrri viku komu hingað fulltruar frá Landssam- bandi verzlunarmanna, þeir I lannes Sigurðsson og Gunn- laugur J. Briem, og gengust fyrir stofnun félags verzlunar- og skrifstofufólks'á vegum Sam- bandsins. Var stofnfundurinn haldinn í Akóges-húsinu. Stjórn liins nýstofnaða félags skipa þessir: Foimaður: Guðjón Páls- son, og aðrir í stjórn eru: Guð- jón Ólafsson, Hrólfur Ingólfs- son, Sigríður Ólafsdóttir og Hörður Ágústsson. Sagt upp starfi: Rafveitunefnd hefur sagt Gísla I>. Sigurðssyni rafvirkja upp starfi því, sem hann hefur haft á hendi við Rafveituna. M inningarspjöld Slysasarnafélags íslands eru afgreidd hjá Þórunni Sigurðar- dóttur, Hásteinsvegi 47 og Kristjönu Óla, Skólavegi 22. Leiðrétting Páll í I’orlaugargerði hefur komið að máli við blaðið og beðið fyrir nokkrar leiðrétting- ar á villum, sem slæddust inn í grein hans í síðasta blaði. Þær eru þessar: Fallið hefur niður fyrsta orð- ið í tilfærðri vísu Bjarna Ás- geirssonar. Rétt er hún svona: „Ef ég vildi yrkja, yrkja skyldi ég jörð, — sveit er sáðmanns- kirkja, sáning bænargjörð. — Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans, — blómgar akurbreiður blessun skaparans.“ Þá hefur misritazt tilvitnað nafn úr Biblíunni, það er nafn Saffiru, sem í greininni er nefnd Soffía. Þessi misritun stafar af ógætni við prófarkalestur og er engan veginn sök greinarhöf- undar. Þetta athugi menn, er jieir lesa andsvar Einars J. Gísla sonar annars staðar í blaðinu. Ofangreindar villur verða all ar að skrifast á reikning blaðs- ins. Hinsvegar hafa hjá greinar- höfundi orðið nafnabrengl, þar sem Brúnó er sagður liafa orð- ið fyrir ofsóknum Calvíns. Átti að standa Servet, sem var braut ryðjandi læknir og guðfræðing- ur. Var hann aðeins einn af mörgum, er svipaða meðferð hlutu. Hinsvegar stóð sjálfur páfimr, Glement 8., að ofsóknum og brennu Brúnós fyrir að lialda fram sjálfstæðri skoðun í alheimsvísindum. Nýkomið! Plastdúkar, Þ vottaklemmur, Closett-sódi, Gólfklútar, V axpappír, Closettpappír, Afþurrkunarklútar. Góöar vörur — gott verö! Verzlun Björn Guðmundss. Sími 73 CHKHKHKHiH>HH>-#<>- Dagl. nýjar vörur Ullarkjólatau, 4 litir, Drengja- og telpupærföt, ódýr, Handklæði, Þurrkudregili, Nælonsokkar, frá kr. 33,00, ,,Luxor“ og „ísabella" perlonsokkar, Mislitir drengjabolir, frá kr. 18,35, Prjónajakkar, kr. 297,00, Eyrnalokkar, Snyrtivörur, í miklu úrvali. Verzl. Sólvangur. Sími 104. I sveitina og á sjóinn: Trollbuxur, Moiskinnsbuxur, Victoríu-peysur, Kalipsó-buxur, Poplinblússur, barnastærðir, Vatteppi, Molskinnsúlpur, Sjósokkar. Góðar vörur! Gott verð! Verzlun Björn Guðmundss. Sími 73 Þetta tölublað er næstsíðasta, sem út kepiuv á þessu sumri, — Síðasta blaðið kemur út n. k. föstudag. FYLKIR. ------—---------------- Neðan f rá sjó. Síldin: fjöldi báta er kominn á mið- in fyrir norðan, og hafa nokkr- ir þegar fengið síld. í gær komu Cjjafar og Bergur með síld lil söltunar. (jjafar með 500 tunn- ur en Bergur með 250. í morgun kom Kap með 200 tunnur. Horfur virðast vera sæmilegar fyrir norðan, eftir því sem um er að gera nú á dögum. Hins vegar veit auðvitað enginn, hvort síldin stendur lcngi við að Jrcssu sinni. Frá Jjví var sagt hér í blað- inu nýlega, að um 30 bátar mundu fara til síldveiða norð- ur í sumar. Þetta er ekki rétt hermt. Samtals munu fara héð- an 41 bátur, eða lítið eitt fleiri en í fyrra. Ekki munu allir verða komnir norður fyrr en tun mánaðamót. Nýr bátur: Hingað kom í vor nýr bátur, Runólfur, sem keyptur er frá (irundarfirði. Báturinn er einn af Landsmiðjubátunum svo nefndu. Runólfur hefur stund- að línuveiðar og aflað vcl, allt upp í 13 lestir í róðri. Mikið af aflanum hefur vcr- ið langa. Handfœri: Nokkrir bátar hafa farið til ltandfæraveiða og gert að aflan- um um borð, ]>. e. verið úti 2 cða 3 daga í senn. Aflinn hefur verið sæmilegur, stundum góð- ur, en mikið af honum er ufsi. Fleiri útgerðarmenn munu hafa haft hug á að halda bát- um sínum til handfæraveiða en nú er, en erfiðlega hefur gengið að ráða menn. Á j>að raunar líka við um aðrar veið- ar, svo sem reknetin. Það bend ir óneitanlega ekki til Jiess, að hér ríki neyðarástand í atvinnu- málum, svo sem sumir liafa vil j að vera láta. Skipakomur: Svo að segja í hverri viku koma fleiri eða færri skip ti! að taka afurðir til útflutnings. Saltfiskpökkun hefur staðið yfir undanfarnar viktir og skip kom- ið að taka hann, svo og freðfisk, fiskimjöl og fleira. Á 17. júní komu hingað tvö skip, Atena, danskt, og Anna B., hollenzkt. í fyrradag kom Lagarfoss og tók freðfisk. 4000 kassa, til Evrópulanda. Þá kom Askja einnig í fyrradag með timburfarm til Timbursölunn- ar h. f. og Ársæls Sveinssonar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.