Fylkir


Fylkir - 27.06.1958, Page 1

Fylkir - 27.06.1958, Page 1
Mififci m* Tin AAOigogD SiólfMæSte. flokksim 10. argangur Vestmannaeyjum, 27. júní 1958 23. tölublað. Tómas M. Guðjónsson MINNINGARORÐ Hann lézt snögglega laugar- daginn 14. þ. m., á 72. aldurs- ;íri. Hafði hanrt um nokkurt skeið þjáðst af hjartasjúkdómi, sem dró liann til dauða. Tómas var borinn og barn- fæddur Vestmannaeyingur, og hér átti hann heima alla æfi. Móðir hans, Guðríður Bjarna- dóttir, var frá Dölum, dóttir Bjarna bónda ])ar Bjarnasonar og konu hans, Margrétar Guð- mundsdóttur. Ólst hún upp við þröngan kost og varð fljótt að bjargast á eigin spýtur. Guðjón, l'aðir Tómasar, var ættaður úr Rangárvallasýslu, en fluttist út hingað um 1880. Gerðist hann sjómaður hér, og var skipaður hafnsögumaður. Við það starf lét haun lífið, er bát, sem hann var á, hvolfdi við skipshlið 13. október 1896.. En Guðríður bjargaðist af, þótt þá væri næsta erfitt að standa uppi allslaus með tvo unga drengi. Hún vann hörðum höndum og kom drengjunum til manns, enda er það ekki efamál, að ]æir hafa sjálfir, svo sem þcir höfðu afl og aldur til, unnið hörðum höndum. Tómas lagði gjörva hönd á margt. Hann stundaði sjó á æskuárum sínum, gerðist með- cigandi í útgerð og stundaði út- gerð alla æfi eftir það, þótt ó- höpp hafi ekki sneitt hjá lians garði fremur en svo margra annarra, er leggja út í þá á- hættu, sem útgerðinni er jafnan samfara. En hann lét ekki bug- ast, heldur hélt ótrauður áfram. Hann tók virkan þátt í félags- starfi útgerðannanna hér í bæ, hefur verið í stjórn fjöimargra fyrirtækja og jafnan þótt vel skipað rúm, er Tómas sat. En auk eigin atvinnurekstr- ar hafði Tómas á hendi um- boðs- og afgreiðslustörf fyrir ýmsa aðila. Hann var um skeið starfsmaður Gísla ]. Johnsen og sá þá um afgreiðslu skipa, sem komu hingað á þeim árum. Var það örðugt starf við þær aðstæð- ur, sem þá voru fyrir hendi. En vel tókst Tómasi að ráða fram úr hverjum vanda. Eftir að hann livarf frá Gísla J. John- sen, gerðist hann afgreiðslumað ur lyrir Sameinaða og Berg- enska, sem héldu uppi ferðum milli íslands og Norðurlanda á tveim skipum hvort félag. En siglingar þeirra lögðust niður í aprílmánuði 1940, og síðan hef ur ekki verið um viðkomu hjá Sameinaða að ræða hér í Eyj- um, en Bergenska hefur ekki tekið þráðinn upp aftur. Loks má geta þess, sem hefur verið einna umsvifamest í þessum starfsþætti Tómasar, það er olíu afgreiðslan, fyrst fyrir h. f. Shell, meðan það starfaði, síð- an fyrir Skeljung h. f. Tómas var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hjörtrós, dóttir Hannesar hafnsögumanns Jóns- sonar á Miðhúsum og Margrét- ar Brynjólfsdóttur frá Norður- garði. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir eru á lífi. En Hjört- rós lézt árið 1926. -Síðar gekk Tómas að eiga Sigríði Magnús- dóttur frá Brekkum í Oddasókn á Rangárvöllum. Þau eignuð- ust þrjú börn, sem einnig eru öll á lífi. Með Guðrúnu Árna- dóttur eignaðist Tómas einn son. Auk eigin barna ólst bróður dóttir Tómasar, Laufey Guð- jónsdóttir, upp á heimili hans og ennfremur að nokkru leyti Ragna Haraldsdóttir. Tómas M. Guðjónsson var einn þeirra manna, sem settu svip á bæinn. Hann var mikill starfsmaður og gaf sér tíma til mikilla félagsstarfa í bænum, þrátt fyrir mikið ann- ríki. Hann lifði á miklum ólgu- og umrótatímum í ís- lenzku þjóðlífi. Margir straum- ar bárust hingað, og það var oft torvelt að ráða, livert þeir mundu renna eða hver áhrif þcir mundu hafa. En líf hans og starf allt í þessum bæ ber þess vottinn, að hann hefur haft skárpa sýn sámfara áræði og framfarahug. Því hefur hon- um, þrátt fyrir einstök óhöpp, farnazt vel. Ef leitazt væri við að finna Tómasi M. Guðjónssyni stað í sögu Vestmannaeyja, mundi hann hiklaust verða settur á bekk með þeim mönnum, sem stundum eru nefndir aldamóta- mennirnir, þ. e. þeir, sem voru ungir og fullir starfsorku og starfsþrár í dögun íslenzks sjálf- ræðis. Það voru einmitt þeir ungu menn, sem sýndu, svo að ekki varð um villzt, að íslend- ingar gátu vel staðið á eigin fót- um og höfðu hug og dug til að afla sér þeirra tækja, sem þurfti til að sækja björgina, leggja grunninn að þeirri framtíðar- höll, sem allir þráðu að risi sem fyrst af grunni, frjálst land, sjálfstæð þjóð. Þeim fækkar nú óðum, sem þátt tóku í því grund vallarstarfi. En starf þeirra verð ur til eftirbreytni ungum fram- farasinnuðum mönnum á öllum tímum, ]>að verður niðjunum hvöt til að feta dyggilega í fót- sporin. Tómas M. Guðjónsson skilaði miklu dagsverki. Nú þegar því er lokið, ber að þakka öll störf Tómasar, unnin af trúmennsku og ríkri réttlætiskennd. Við eig urn á bak að sjá hjartaprúðum dreng, góðri og göfugri sál, sem ávallt var reiðubúin til að rétta hönd, þar sem þörf var á hverjum tíma. Hinir, sem eftir lifa, geyma minninguna, og hún iljar þeim á ókomnum árum. E. Eínar og sfeinarnir- . . . .Þó velta þeir fleiri þar völum úr leið, sern veikburða eru og smáir." Þótt ég teljist í hópi fljót- færra og fákunnandi í augum Einars Gíslasonar og það sé ekki of sagt, því miður, þá ætla ég sanrt að svara grein hans, „Páll og gestsaugun,“ að nokkru. Eg lagði að jöfnu keyrsluna á dráttarvélinni og fólksbílnum á helgidaginn, af því að í fyrri grein þinni, Einar, gazt þú þess ekki, að henni hefði verið keyrt í „atvinnulegu tilliti," hún gat eins verið notuð sem farartæki. En hvort heldur sem er, þá finnst mér, að þú ættir að sleppa allri níðingsnafnbót í satnbandi við þá keyrslu. Og hvaða scnn- un hefur þti fyrir því, að drátt- arvélarmaðurinn hafi síður en þú „tignað guð í hljóðleik hjart ans?“ Einlægni tilbeiðslu þinn- ar kemur líka vel fram í því, að jafnframt tilbeiðslunni smellir þú heiðindómsstimplinum á ná- únga þína. — Þú viðurkennir, að fjölmörg störf þurfi að vinna alla daga Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.