Fylkir


Fylkir - 27.06.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 27.06.1958, Blaðsíða 2
F Y L K. í R Einar og steinarnir Framhald a£ 1. síðu. ársins. Treystir þú þér svo að á- kveða t'yrir heiminn, hvað þörf er á að gera þennan og þennan helgidaginn? Getur ekki verið þörf iyuir konuna að baka eða þvo, íyrir liúsbóndann, sem tel- ur sig ekki iiafa meira út lir vinnunni utan lieimilis en fvrir nauðsynjum, að iaga til eitt eða annað heima, eða fyrir ungu mennina, sem eru að berjast við að koma sér upp heimili — að vinna að þessu á helgidögum? Eg vil þakka þessu fólki, sem tekur þar til hendi, er þörfin kallar að, hvenær sem er, fyrir trúnað þess við lífið, en ekki kalla störf þess helgidagsníðslu! Eg hef alltaf talið þeim tíma vel vaiið, sem varið er til kirkju ferða, þó að ég sé ekki í vafa um, að í mörgum tilfellum sé hægt að verja tímanum betur. Slíkt verður liver o.g einn að gera upp við sig. En það get ég sagt íyrir mig, að við störf hef- ur hugur minn opnazt betur fyrir góðum áhrifum en við guðs jjjónustur. Sennilega er það* fyr ir jjað, að við guðsþjónústuna í nútíðarformi er athyglin stöð- ugt vakandi fyrir utanaðkom- andi áhrilum, söng- tóni, ræðu o. II. Einvera starfsins skapar önnur skilyrði, sem hæfa mér betur. Og svo er fyrir að jrakka, að guðirnir eru ekki lokaðir inni í kirkjunum. Hvar og við hvað, sem hugurinn í einlægni opnast, jrá eru jjeir reiðubúnir. Ini spyrð, Einar, hvernig ég lesi: Eg skal segja þér það. Eg reyni að meta allt lestrarefni raitt eftir eigin dómgreind, án tillits til ríkjandi skoðana jjar um. Og það, sem þú segir með mikilli vandlætingu, að ég rang færi el'tir þér, las ég svo: — Þú telur upp ákveðin störf, sem ver ið er að yinna að, og skýrir að- spurður verknaðinn þannig: MÁLGAGN J SjALFSTÆÐISFLOKKSINS j ÚTGEFANDl: J SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTjÓRI og ÁBYRGÐARM.; J EINAR H. EIRÍKSSON j Stmi: goS. — I'ósthólf: íos. 'i 1'rcnt.imiðjan EYRÚN h. f. „Á þessum tíma er livorki fá- tækt né tímaleysi til að dreifa. Heldur er þetta eins og hver önnur heiðni.“ Og bætir svo við: „Við þverrandi trúarlíf eykst virðingarleysi fyrir helg- um hlutumj drykkjuskapur og aukið siðleysi fer vaxandi,“ o. s. frv. Þarna kalla ég, að starfið, drykkjuskapurinn og siðleysið sé sett í sama flokk. Starfið fær þá jryngsta dóminn, er eins og heiðni, en hin atriðin aðeins vottur þverrandi trúarlífs. Ekki finn ég, að það beri rétt látum huga vitni, að þú þolir ekki að viðurkenna þann sann- leika, að Símon Pétur misbeitti valdi sínu gegn þeint Ananíasi og Saffíru eftir heimildum Biblíunnar. Tók líf jjeirra fyr- j1 ir I ítilf jörlegan fjárdrátt. Þú virðist heldur kjósa að kenna ! Drottni ódæðið. Þeim guði, sem ætlað er að kvelja börn sín um alla eilífð í eldslogum helvítis fyrir að trúa ekki einhverjum kennisetningum, flökrar auðvit að ekki við slíku. Ekki veit ég, Einar, hvað þú getur ætlað Jesú, en ég get ekki hugsað mér neitt fjarstæðara en Jrað, að hann hefði breytt líkt og Pétur í hans sporum. Nei, Pétur var svo yfirfullur af van- heilagri vandlætingu, að gegn vanjjroskanum beini hann í þessu tilfelli grimmd, en ekki kærleika, og voru Jjetta ]jó læri- sveinar hans. Og með jjessu gaf hann hinum vankristnu böðlum síðari tíma hættulegt fordæmi. Er Jjað svo verri verknaður að áfellast Pétur fyrir Jjað, sem hann gerir illa, en l. d. Júdas fyrir svik hans? Mér hefur áð- ur heyr/.t þú ekki taka svari hans. Eða er réttlæti |)itt |)að, að kalla allt hvítt hjá einum, en allt svart hjá öðrum? — Eg skal segja jtér, Einar, skoð un mína á píslarvætti Jesú, svo að |jú vaðir ekki í villu um það. Blóð allra píslarvotta, sem ofsóttir eru fyjir góðan málstað og sannfæringu sína, álít ég heil- agt blóð. Blóð Jesú e. t. v. heil- agra að ])ví leyti sem liann var guðlegri en aðrir, en ég get ekki séð, að heimurinn hafi frelsa/.t fyrir blóð hans. Hins vegar virðist mér vel mega kalla hann frelsara jreirra manna, sem taka hann einlæglega sér til fyr- irmyndar í göfgi og kærleika. Ef sá skilningur hefði verið lagð ur í frelsandi áhrif hans frá upp hafi, þá væri líf þessa hnattar vafalau-st orðið miklu guðlegra en það er nú, því að í stað Jress að ofsækja hina göfugu visku- boðendur aldanna, eins og kristnin hefur gert, þá hefði mannkærleikinn eflt þá, svo að blessun Jreirra hefði margfald- azt óútreiknanlega. í Jress stað lieyrir maður því hampað inn í fólkið oft og tíð- um, ég hygg, að þú, Einar, kann ist vcl við það, að maðurinn réttlætist ckki fyrir verk, heldur fyrir trú. Slík kenning finnst mér giæpur við mannlífið og í algjörri mótsögn við Jtessi orð Jesú: Ekki munu allir Jreir, er til mín segja: Herra, herra, koma í himnaríki, heldur sá, sem gerir vilja föður míns, sem er í himnunum. (Tilfært eftir minni). Annars er Jrað vonlítið að tala um trúaratriði Biblíunnar. Reynslan er ólygnust, og hún sýnir, að innan kristninnar eru að minnsta kosti márgir tugir trúarflokka, sem hver rekur sér- trúaratriði sín til mismunandi skilnings á einhverjum atriðum Biblíunnar. Af mannlegum breiskleika mun svo hver trúar flokkur lialda vel fast um sér- trúaratriði sín. Sannleikurinn er J)ó ekki nema einn í hverju máli, svo að niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú, að allir flokk arnir kenni meiri eða minni villu í þjónustu þess guðs, sern er sannleikur. Göfugt hlutverk það. Þér er það nokkur þyrnir í augum, Einar, að ég valdi mer langtum frekar dr. Helga Pét- urs að leiðsögumanni en þig. Kjarni boðskapar þeirra, dr. Helga og Jesú, er sá santi í að- alatriðum: Sannleiksást, göfgi og ntannkærleiki. En kenningar dr. Helga eiga í framtíðinni að fylla upp öll hin miklu holrúm trúfræðinnar með þekkingu. Þá sameinast trú og vísindi að fullu, en fyrr nær sannleikurinn ekki völdum. Dr. Helgi er að ntínum dómi og fleiri langstór- hugaðasti andinn, sem vér höf- um átt, og kenningar hans um lífið og lífsamböndin í alheimi einfaldar og h.eillandi. Og ég er ekki í efa um, að enginn íslend ingur fyrr eða síðar hefur þráð heitar og lagt sig meira fram að vinna sannleikanum gagn en hann. Með því vildi hann skapa skilyrði fyrir stóraukin guðsativbönd, lífinu hér til heilla. Ef íslenzka kirkjan hefði verið hlutverki sínu vaxin, þá hefði hún tekið fagnandi móti boðskap dr. Helga sér til rann- sókna og uppbyggingar í stað þess að láta Jrær afskiptalausar eða verra en það. Við íslendingar mættum taka það meir til athugunar en orð- ið er, að einmitt um sama leyti og hver Nýals-bókin kemur út af annarri með hinar nýstár- legu kenningar, er jrví spáð mjög ákveðið af Adant Ruther- ford rannsóknarmanni píramíd- ans mikla, að frá Islandi og frá Reykjavík muni koma J)að ljós, er verði öl 1 n mannkyni til bless unar. Og athygiisvert er það, að Jretta ljós átti að vera að fullu kveikt árið 1948, en í marz 1947 skrifar dr. Helgi lokaorðin í síð- ustu bókina sína, Þónýal. Enn er dauft og hljótt. En ég vona, að sá andans jöfur eigi eftir að birtast, að hann blási í auð- , kveiktar glæður Nýals, svo að lýsi of heim allan. Eg spyr: Gæt ið þið að Jrví, íslenzkir kenni- rnenn, að bókstafstrúin mis- þyrmi ekki lífinu? F.ða horfið þið svo fast á spámenn hins forna gyðingdóms, að þið gleym ið að gá að spámönnum sam- tíðarinnar? Er ekki orðin nógu svört sagá miðaldakristninnar, sem þolir ekki frjálsa hugsun, án jtess að ofsækja hana? Heill Þorsteini Erlingssyni, þar sem hann segir: „Eg trúi j)ví sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni, Og þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn, og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni.“ 26. júní. Páll H. 4rnason- SSSSSSSSSSS£SSS8S8SSS22S«ÍS*S Dagl. nýjar vörur Tweed-efni í dragtir, 4 litir, Kjólatau, margar gerðir, Stóresar, Bláar drengjabuxur, ódýrar, Telpugolftreyjur, Kápur, væntanlegar næstu daga, Athugið ódýru nælonsokk- ana á aðeins 33 krónur. NÝKOMIÐ ÞVOTTABALAR sérlega sterk- ir, 60 — 65 — 70 og 75 lítra. Eldhúsklukkur, með gleri. Vekjaraklukkur. Stálull. Mátarbox. Rjómaþeytarar. Tauklemmur. VerElun Björn Guðmundss.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.