Fylkir


Fylkir - 19.09.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 19.09.1958, Blaðsíða 1
io. argangur Vestmannaeyjum, 19. sept. 1958 24. tölublað. Vatnsveita? Frá upphafi hafa Vestmanna- cyingar átt við skort á góðu neyzluvatni að búa. Það hefur verið eitt örðiigasta vandamál til úrlansnar, sem ráðamenn bæj arins hafa gh'mt við. Fram til þessa hefur engin viðhlítandi lausn fundizt á þessu, en eins og nú horfír má vænta góðra tíðinda í þessum efnum á næst- unni. Árangurslaus leir: I fyrasumar voru framkvæmd ar jarðboranir hér til að leita að vatni. Skyldi kannað, hvort sú skoðun jarðfræðinga, að neyzlu- vatn mæ'tti fá á sjálfu heimaland inu með borun á tiltek'num stöð um, reyndist á rökum byggð. Að vísu fannst vatn, en bæði lítið og saltmengað. Leiddu þess ar tilraunir til þeirrar niður- stöðu, að talið var óhugsandi að fá vatn með þessum hætti. Vinnsla neyzluvatns úr sjó. Víða í heiminum, þar sem skortur er á neyzluvatni hefur verið tekin upp ný aðferð við að afla vatns. Er það gert þann- ig, að rafstraumur er látinn hreinsa salt vatn og skilja það, þannig að fæst hreint vatn. Þetta hefur verið gert suður við Persaflóa bg í Libyu í Norður- Al'ríku. Birtist í vor grein í Fylki um þelta efni og vísast til herinar um það. Fyrirtæki það í Bandaríkjum Norður-Amcríku, sem staðið hef ur fyrir framkvæmdum á þessu sviði þar eystra, sendi fyrir til- hlutan bæjarstjórnarmeirihlut- ans hér verkfræðing hingað í sumar. Kannaði hann aðstæður allar, en athugun hans bar því miður ckki tilætlaðan árangur. Alls staðar, þar sem þessi aðferð •til vinnslu neyzluvatns hefur verið reynd, þar hefur verið um salt vatn að ræða, en ekki sjó. Ef setja ætti upp slíka stöð hér, þyrfti til þess miklu meiri raf- orku en hér er fyrir hendi. Þess vegna er ekki neina lausn að finna i þessari aðferð. Leiðsla úr londi. Sú aðferðín, sem flestir hafa hallazt að til að afla neyzluvatns, er að fá það úr landi. Allt fram á síðustu ár liefur samt verið talið illkleift að framkvæma þetta, vegna þess, að leiðslur hafa ekki næga endingu. Sumir benda á olíuleiðslur, er Bretar lögðu yfir Ermarsund á stríðsár- unum, máli sínu til stuðnings. En þær voru eingöngu bráða- birgðaráðstöfun, sem miðaðist við þarfir stríðsins, sem þá var talið, að mundi iokið innan fárra mánaða. En nú hefur konrið nýr skrið- ur á þetta mál. Bæjarstjóri hef- ur staðið í sambandi við fyrir- tæki, sem geta framleitt pípur úr varanlegu ef'ni, eða að minnsta kosti endingarbetra en því, sem áður hefur þekkzt. Liggja fyrir tilboð í leiðslur, en endanlega mun ekki búið að ganga frá kostnaðaráætlun um þetta. Þó má geta um eftirfar- andi: Áætlað verð leiðslanna úr landi er 1 nrilljón marka, þ. e. um 6 milljónir ísl. króna. Talið er, að kostnaður við lagningu sé um 4 millj. króna, eða sam- tals um 10 millj. króna. Bæjarstjóri, Guðlaugur Gísla- son, og rafveitustjóri, Garðar Sigurjónsson, fóru fyrir fáum dögum upp til landsins þeirra erinda að láta kanna, hvernig hagkvæmast mundi að taka vatn ið þar efra. Má vænta þess, að þeirri athugun lokinni, að end- anlega verði hægt að taka um það ákvörðun, hvernig bezt inundi að leysa þetta atriði. Þannig horfír þetta mál við í dag, og þótti rétt að gefa bæjar- búum kost á að kynnast þessu máli, þar sem það varðar svo Nokkur orð um verkalýðsmál Þeir, sem fylgzt hafa með verkalýðs- og sjómannamálum í þessum bæ síðastliðin 2 ár eða svo, vita, að hér innan alþýðu- samtakanna hefur verið talsvert urh deilur milli þeirra manna þar, sem jafnan áður eða að minnsta kosti langoftast höfðu verið samherjar og sammála í aðalatriðum. Þessi misklíð hefur í orði kveðnu snúizt um ýmis einstök atriði, sem alþýðusamtökin hér hafa haft við að glíma í hinni venjulegu starfsemi sinni, eða þannig hefur hún oftast komið flestum fyrir sjónir. En þeir, sem af áhuga og skilningi hafa fyigzt með málum vita það ofur vel, að í rauninni hefur verið deilt um ýms þau veigamestu grundvallaratriði, sem öll verka lýðsbarátta byggist á. Þegar deilt var um það á sam eiginlegum fundi stjórna allra verkalýðsfélaganna hér, hvort samtökin ættu að fallast á af- nám 6 vísitölustiga haustið 1956, þá voru þessi vísitölustig í raunihni tæpast höfuðatriði. Kjarni málsins var að mínum dónri sá, hvort forustufólk verka lýðsstéttarinnar skyldi á einu augnabliki, vanhugsað og út í bláinn, feta inn á þá braut að viðurkenna, þótt ekki væri nema hálfpartinn, að verkafólk og sjó mjög heill og hag þeirra. Þetta, sem nú hefur verið sagt, byggist á upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá bæjar- stjóra. Það er þýzkt fyrirtæki, sem telur sig geta framleitt leiðslur, og hefur það fengið allar upplýsingar um þetta mál, sem hægt er að láta í té, svo sem um það, hvernig aðstæður eru hér. Telja forráðamenn þess fyrirtækis ekki þau vandkvæði fyrir hendi, sem torveldi fram- kvæmdir, ef fært þykir að ráð- ast í þær. menn væru þannig á vegi stödd með launakjör sín, miðað við annarskonar þegna atvinnulega, að þau gætu fyrst af öllum fært fórnir. Og ég man, að ýmsir hlógu, þegar ég hafði orð á 'gamla spakmælinu, sem erá þá leið, að ef réttur yrði út litli fingur, þá væri eins víst, að öll liendin yrði tekin. Höfum við ekki nú misst frá okkur tals- verða sneið handar á því herr- ans bjargráðaári 1958, þegar smjörkílóið kostar 75 krónur. Þegar síðar var deilt um það, Iivort sjómenn skyldu gera að engu það heilaga baráttumál sitt að hafa sama verð fyrir afla hlut sinn og útgerðarmenn fá fyrir sinn f'isk, þá var verðmis- munurinn aðeins hluti af mál- inu, sá mikilvægasti að vísú þá. Hitt var að mínum dómi ekki minna um vert fyrir sjómenn að sýna fram á, að þetta rétt- lætismál væri í þeh-ra augum meiri alvara en svo, að þeir með glöðu geði og lófaklappi af- greiddu það sem hreinan barna skap, þegar einhverjum herra- mönnum í höfuðstaðnum býð- ur svo við að horfa. Einhver hafði þá orð á því, að verðmis- munurinn væri svo lítill að varla væri orð á gerandi og bein línis væri glæpsamlegt að stofna starl'i ágætra manna í Reykja- vík í voða með því að vera að rífa kjaft. Nú í dag er verðmis- munurinn tvisvar sinnum meiri en hann var þá. Þegar svo enn var rifizt um, hvort framáfólk verkalýðsfélag- anna ætti að leggja blessun sína yfir setningu hinna svokölluðu bjargráðalaga eða hafna þeim, þá var fyrir alvöru og fyrst og fremst deilt um það, hvort hér skyldi framvegis fara fram verka lýðsmálastarfsemi eða ekki. Svo þegar þessi fáu dæmi, er hér hafa verið nefnd, eru dreg- in saman í eina heild og athug- Framhald a 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.