Fylkir


Fylkir - 03.10.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 03.10.1958, Blaðsíða 1
Málgagn Sjáifstæðis« flokksins @ 10. argangur Vestmnnaeyjum, 3. okt. 1958 a6. tölublað. Enn um Snót. Erásögn sú, sem birtist í síð- asta Fylki, a£ því, sem gerzt hef ur í Verkakvennafélaginu Snót, iijefur vakið almenna og verð- skuldaða áthygli í bænum. Er 'ölliun hugsandi möíinum nú orðið Ijóst, að þörí' er á hreins- .un í því i'élagi, og stjórnin fehg in þeim, sem virða lög og rétt félagsins og þeirra kvenna, er að réttu lagi eiga að hafa þar félagsréttindi. Kærunni svarað: Svo sem áður er frá skýrt, sendu þær konur, er stóðu að- allega fyrir undirskriftarsöfnun undir áskorun um allsherjarat- kvæðagreiðslu, kæru til mið- stjórnar Alþýðusambands ís- lands þess efnis, að stjórn Snót- ar hefði ekki farið að lögum, og skellt skollaeyrum við kröfu lögmæts fjölda félagskvenna um allslierjaratkvæðagreiðslu. Nú hefur borizt svar við kæru bréfinu, og er það á þá leið, að áskorun 38 kvenna nægi ekki til að krefjast atkvæðagreiðsl- unnar. Þar með slær stjórn A. S. I. því föstu, að í skýrslu Snót- ar til hennar, en á þeirri skýrslu byggir stjórnin ákvörðun sína um fulltrúafjölda félagsins á þing sambandsins. Eru skýrslurnar falsaðar? Ýmislegt bendir til þess, að grunur um, að einhver maðkur sé í mysunni, hafi við rök að styðjast. Má þar nefna þær mis- sagnir, sem eru um félagafjöldá . Snótar. Forrhaðiir féíagsins, frú Dagmey Einarsdóttir, segir frá því í heyranda hljóði, að félags- konur séu 324. í skýrslu A. S. í. um síðasta Alþýðusambands- þing, sem hajdið var fyrir tveim ur árum, segir, að félagatal Snót ar sé 257, þ. e. rétt rúmlega fyr- j ir þrem fulltrúum. En þegar 1 niálin eru rannsökuð, reynast Jiillgildir íélagar aðeins 188. Um þetta segir svo í kærunni: „Við rannsókn, scm við (þ. e. þess, sem kæruna senda), á- samt formanni félagsins, (þ. e. Snótar), gerðum á íneðlima skrá félagsins, sem frammi lá á fundinum, kom í ljós, að samkvæmt henni reyndust 38 þeirra kvenna, sem kröfðust allsherjaratkvæðagreiðslu fuil gildir meðlimir, 18 reyndust vera aukameðlimir, en 10 ekki í félaginu. Við rannsóknina kom einn- ig í ljós, að fullgildir meðlim- ir félagsins eru skráðir 188 alls. 168 aukameðlimir eru skráðir." Samkvæmt skýrslum "fil A. S. í. voru félagar fyrir tveim árum 257, en nú 188. Hverju sæta þessi ósköp? Hefur fækkað svona mikið í félaginu, á sama tíma og vinnandi konum hefur farið fjölgandi hér í bæ? Eða Jwað er hér á seiði? Er ekki bafa hrein- lega lrægt að slá því föstu, að skýrslur séu annaðhvort „lieið- arlega eða hálfheiðarlega" falsað ar til þess eins að fá fleiri fuii- trúa en rétt er. Hér er vissu- lega um merkilegt rannsóknar- efni að ræða. Hveð gerir A. S. í.? Fregnir hafa lDorizt um það eftir áreiðanlegum lieimildum, að stjórn A. S. í. muni ekki rannsaka mál Snótar, heldur Játa afgr. kærunnar bíða sam- bandsþings. Slíkt verður að telja mjög misráðið, þar sem stjórn sambandsins hlýtur að bera skylda til að rannsaka öil kæru- mál og reyna að kippa í lag, því, sem miður er og er ekki í sam- ræmi við lög og regiur sambands ins, sbr. einnig bréfið tii allra Framhald á 2. síðu Hljómleikar i"«:gR.'Oi Sinfóníuldjómsveit íslands er væntanleg í hljómleikaferð hing- að á sunnudaginn kemur. Stjórn andi sveitarinnar verður Paul Pampichler, en einsöngvari með lienni Stefno Islandi. Tvö ár eru liðin síðan Vest- mannaeyingum gafst kostur á að heyra leik hljómsveitarinnar í Samkomuhúsinu. Með þeim hljómleikum urðu tímamót í menningarlífi bæjarins. Mönn- um opnaðist nýr, áður ókunnur lieimur, nema af afspurn. Heim- sókn sveitarinnar undir stjórn Wilhelm Schleuning ruddi burt lileypidómum, sem margur lref- ur verið haldinn af, þegar um æðri tónlist er að ræða. Og öll- um þeim, sem sóttu þá hljóm- leika, munu þeir verða ógleym- anlegir, svo vel sem þeir Jíka tókust. Að þessu sinni er efnisskrá liljómleikanna svipuð og verið hefur í ferð sveitarinnar vestur uni firði í sumar. En þangað fór hún og hlaut hvarvetna hinar ágætustu viðtökur. Verk verða flutt eftir Mozart, Flotow, Bizet, Haydn, Bartok, Schubert og eft ir íslénzka höfunda. Um stjórnandann, Paul Pam- pichler, þarf vart að ræða. Hann er viðurkenndur ágætis listamað ur, hefur hlotið alþjóðalof fyrir störf sín, fyrst og fremst sem. stjórnandi Lúðrasveitar Reykja víkur. Var íslenzku menningar- lífi mikill fengur að honum, er hann réðist til starfa hérlendis. Um einsöngvarann, Stefano Islandi, þarf vart að ræða. Eng- inn íslendingur, hvorki fyrr né síðar, hefur náð meira og al- mennara hylli en hann, jafnt utanlands sem innan. Um margra ára skeið hefur hann ver- ið aðaltenórsöngvari Konung- lega leiklvússins í Kaupmanna- höfn, og hann hefur víðar sung- ið en þar. í þau fáu skipti, sem óperur hafa verið fluttar hér- lendis, liefur hann oft verið til kvaddur, nú síðast við hina miklu uppíærslu óperunnar Car men í Reykjavík. Skagfirzki sveitapilturinn, sem mátti ekki syngja í fjósinu vegna þess., að kýrnar töldust missa nytina, hef ur sungið sig inn í Jiug og hjörtu allra landsmanna, og á Norður- löndum er nafn hans nefnt með- al hinna fremstu á sviði söngs- ins. Það er mikið ánægjuefni, að þessi ágæti maður skuli heim- sækja okkur og miðla okkur af sínum listaauði. Er ekki að efa, að Vestmannaeyingar fjölmenna til hljómleikanna á sunnudaginn kemur.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.