Fylkir


Fylkir - 10.10.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.10.1958, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 10. argangur Vestmannaeyjum 10. okt. 1958 27. tölublað. Kommúnistar svipta elnn lulltrúa Verkalýðsfélags Vestmannaeyja kjörgengi á Alþýðusambandsþing í sambandi við fyrirhugaðar kosningar til Alþýðusambands- þings hafði stjórn Verkalýðsfé- lagsins hér, sem kommúnistar eru einráðir í, auglýst eftir fram boðslistum, og tilkynnti stjórn- in að á listunum skyldu vera þrír aðalfulltrúar, auk þriggja Vélstjórar semja Að undanförnu hafa staðið yfir samningaumleitanir niilli Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Vinnuveitendafélagsins um kaup og kjör vélstjóra. Voru samningar undirritaðir s. 1. miðvikudagskvöld. Blaðið hefur leitað upplýs- inga 11111 efni þessara nýju samn inga. Samkvæmt þeim hækkar kaup landvélstjóra um ca. 15%, og kemur sú lrækkun á alla þeirra vinnu. T. d. Iiækkar nián- aðargrunnkaup þeirra úr kr. 2.861,00 í kr. 3.289,00. Eftir- vinna og nætur- og helgidaga- vinna hækakr í sama hlutfalli. Tímakaup vélstjóra við hreins un véla í bátum hækkar hins- vegar í samræmi við samninga þá, sem Dagsbrún í Reykjavík liefur gert. Hinir nýju samningar öðlast að sjálfsögðu ekki fullt gildi fyrr en þeir hafa verið samþykkt ir á félagsfundum samningsað- ila. Þær samningaumleitanir, er leitt hafa til þessarar niðurstöðu sem hér er greint frá í höfuð- dráttum, hal'a staðið yfir nokk- uð lengi. varamanna. Byggði stjórnin fulltrútöluna á skýrslu, sem hún hafði sjálf samið og sent Alþýðu sambandinu, um meðlimafjölda um s. 1. áramót. Komu fram tveir listar og veitti stjórnin þeim móttöku athugasemdalaust sem fullgild- um framboðslistum. Félagið ropað kommúnisrum. Við athugun á kjörskrá munu kommúnistar fljótlega hafa séð, að félagið var þeim tapað í þessum kosningum. Enda þorði Karl Guðjónsson, sem verið hef ur'einn af fulltrúum félagsins á undanförnum Alþýðusambands- þingum ekki að vera í fram- boði að þessu sinni af beinni hræðslu við að falla. í stað þess'að horfast í augu við staðreyndirnar og ganga til kosninga og láta félagsmenn kjósa um þá lista, sem fram höfðu komið og stjórn félagsins úrskurðaði fullgilda, grípur Sigurður Stefánsson, formaður kjörstjórnar, til þess óyndisúr- ræðis að ómerkja skýrslu stjórn- ar félagsins til Alþýðusambands- ins, um meðlimatölu félagsins um s. 1. áramót, með því að fá kjörstjórnina til að úrskurða að ekki séu nema 243 fullgildir meðlimir í félaginu í stað 255, eins og stjórnin hafði gefið upp til Alþýðusambandsins. Verður ekki annað sagt en að hræðslan sé verulega farin að grípa um sig í herbúðum kommúnista, þegar forsprakkar þeirra grípa til þess ráðs að ómerkja stjórn Verkalýðsfélagsins jafn svívirði lega og hér var gert, því enginn mun væna Hermann Jónsson, formann félagsins, ásamt fjórum stjórnarmeðlimum, um það, að þeir kun.ni ekki að telja upp að tvö hundruð fimmtíu og fimm. Það mun heldur enginn væna þessa menn um að hafa gefið ranga skýrslu til Alþýðusam- bandsins. Þeir einir hafa að- stöðu til að dæma um hverjir séu fullgildir félagsmenn. Falsaði Sigurður Stefónsson meðlimaskrá félagsins? Að öllu þesu athuguðu verð- ur ekki annað séð, en að Sig- urður Stefánsson, hafi gripið til þess ráðs að falsa meðlimaskrá félagsins, eftir að honum barst hún í hendur, sem formanni kjörstjórnar, þar sem hann er nú búinn að ryðja af henni Tiöfn- um tólf verkamanna, sem stjórn in háfði áður verið búin að úr- skurða fullgilda meðlimi, og þar með koma tölu fullgildra félaga niður fyrir 250, sem nægði til þess að svipta einn fulltrúa Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja kjörgengi á væntan- legt Alþýðusambandsþing. Er hér um hreint ofbeldi og einræð isbrölt kommúnista að ræða, er vissulega veikir aðstöðu samtaka launþega hér til áhrifa þegar á Alþýðusmbandsþing kemur. Eina svar meðlima Verkalýðs félagsins við þessu fáheyrða of- beldi kommúnista hlýtur að verða, að kjósa lista lýðræðis- flokkanna. Merkir viðburðir Hljómleikar: Nú í haust hafa góðir gest- ir sótt okkur Vestmannaeyinga hcim. Er það annars vegar leik- flokkur Þjóðleikhússins, sem flutti leikritið „Horft af brúnni," og hinsvegar Sinfóníu hljómsveit íslands undir stjórn Pauls Pampichler, einsöngvari Stefán Islandi. Sinfóníuhljómsveitin lék í Samkomuhúsinu á sunudaginn var, og var húsið þéttskipað á- heyrendum. Var sveitinni vel tekið og þá ekki síður einsöngv aranum. Að þessu sinni var hljómsveit in ekki fullskipuð, en 'þá er hún kom hingað hið fyrra sinni, sumarið 1956, var hún svo stór sem hún getur stærst orðið. Hún flutti nú. að mestu sömu verk og flutt voru á ferða- lagi um Vestfirði í sumar. Þar var fyrst forleikur að óperunni „Brottnámið úr kvennabúrinu," eftir Mozart, síðan komu tvær aríur, sem Stefán Islandi söng, úr óperunni Martha, eftir Flo- tow, og úr Carmen eftir Biset, þ. e. hin fræga Blómaaría. En einmitt í haust hefur Sinfóníu- hljómsveitin flutt þá óperu í hljómleikasal, og Stefán sungið aðalhlutverkið, sjö rúmenskir þjóðdansar, eftir Bartok og her- göngulag Schuberts. Þá var einnig íslenzkt lag, Eg lít í anda liðna tíð, eftir Kalda- lóns, sem Stefán söng með mikl- um ágætum, og að lokum var sinfónía Haydns, sem kennd er við pákuhöggin, mjög skemmti- legt verk og gott fyrir þá, sem óvanir eru æðri tónlist, en vilja reyna að komast til nokkurs skilnings á henni. Einsöngvarinn, Stefán Islandi, hefur ekki látið til sín heyra í Vestmannaeyjum, fremur en aðrir söngvarar, um langt skeið. Okkur var því nokkur forvitni á að endurnýja kunningsskap- Framhald á 2. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.