Fylkir


Fylkir - 10.10.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 10.10.1958, Blaðsíða 4
"N Bæjarfréttir. Landakirkja: Messað á sunnudaginn kl. 2. Séra Halldór Kolbeins pré- dikar. Méigogn SjólhtnSit- flokkiias Föstudagur 10. okt. 1958 Betel: Samkoma kl. 4,30. sunnudaginn Læknavaktir: Föstudaguj* 10. okt.: E. G. Laugardagur 11. okt. Bj. Júl. Sunnudagur 12. Bj. Júl. Mánudagur 13. E. G. Þriðjudagur 14. B. J. Miðvikudagur 15. Bj. Júl. Fimmtudagur íG. E. G. Styrktarfé: Séra Halldór Kolbeins hefur beðið blaðið að geta þess. að í- þróttafélögin í bænum hafi safnað fé að upphæð kr. 3.700,— til kaupa á hjólastól handa sjúkri stúlku, Petru Júlíusdótt- lír. Er þetta ágóði af knatt- spyrnukappleikjum. Hinn lands kunni knattspyrnumaður, Ell- ert Sölvason, lék með í þessum leikjum. Þjálfari: Ellert Sölvason, knattspyrnu- maður, hefur dvalið í Vest- mannaeyjum í haust á vegum í. B. V. og æft knattspyrnu. Hefur þátttakan í æfingum verið með ágætum og áhugi mikill. Ellert var um skeið hér í sum- ar, en var þá á vegum Knatt- spyrnusambands íslands. Fimmtugur: Erlendur Jónsson, Ólafshús- um, varð fímmtugur í gær. Dómur: Dómur var í fyrri viku kveð- inn upp í smyglmálinu svo- nefnda. Var einn skipverja á Vatnajökli dæmdur í 7 þús kr. sckt fyrir tilraun til áfengis- smygls. K. F. U. M. og K.: Að undanförnu hefur staðið yfir viðgerð á húsi K. F. U. M. og K. og er henni enn ekki lok- ið. S8SSSSSSSSSSS2S8SSSSSS£S£SSSSSSSSSSS£3SSSSSSSSSS2S£ Til sölu! Vönduð ljós dömukápa (lít- ið númer) er til sölu að Hauka- bergi. Ves tmannaey j ar Á þessu sumri var prentaður auglýsingabæklingur um Vest- mannaeyjar, sem Baldur John- sen, héraðslæknir, hefur tekið saman á vegum Rotary-klúbbs Vestmannaeyja, en bæjarstjórnin séð um útgáfu hans. Þótt bæklingur þessi sé ekki stór, er þar mikinn fróðleik að finna um Vestmannaeyjar, líf og hætti íbúanna, náttúru eyj- anna og gróður- og fuglalíf þeirra. Fjölmargar myndir prýða bæklinginn og auka mjög á gildi hans, enda eru þær ágæta vel valdar. Mikill fengur er að bæklingi þessum, sem er gefinn út á ensku og er því fyrst og fremst ^#s#s###s#.#^#»####^#v#»##^#######^##^##rf Dömupeysur, með V-hálsmáli-----útlend úrvalstegund — í fallegum litum (Trapez-lína). Seviot og kamgarn, frá kr. 147,00, tvíbr. Gardínuefni, frá kr. 19,00 m., tvíbr. Dacron gardínuefni, nýjar gerðir og litir. Telpukápuefni. Telpu poplinkápur. Telpusokkar, Ijósir. Telpugolftreyjur, riýtt úrval. Prjónagarn. Skábönd, ný sending, — einlit — rúðótt. röndótt 20 litir í metra- tali Drengjabuxur, Drengjapeysur, Saumlausir netsokkar, sania lága verðið. nylon og perlon kr. 51,— og 54,00. Perlon skjört og undirkjólar, Regngallar, kópur og pollabuxur. hugsaður sem upplýsingarit fyr- ir erlendá menn, er gista Vest- mannaeyjar, en með hverju ári fer vaxandi sá fjöldi manna, er hingað koma. Ber þar margt til„ aðstreymi ferðamanna eykst, svo sem sérkennileg náttúra og stórbrotin fegurð, fjölskrúðugt fuglalíf og á marga lund mjög sérstætt. Það var þarft verk að koma þessu riti á framfæri. Á höfund- urinn sérstakar þakkir skilið fyrir framtakið og þeir, sem um útgáfuna sáu ekki síður. Frá Flugfélaginu Framhald af 2. síðu. Ferðir til Húsavíkur eru á miðvikudögum og til Kópaskers á fimmtudögum. Ferðir til Patreksfjarðar og Bíldudals eru á fimmtudögum og til Þingeyrar og Flateyrar á þriðjudögum. Til Hólamvíkur og Þórshafn ar er flogið á föstudögum. Alls eru þrjátíu brottfarir á viku frá Reykjavík í þessari á- ætlun innanlandsflugs. Flug- t/mi er áætlaðtir 86 klst. og 25 mínútur. Millilandaflug: Flugíerðum milli landa íækk ar einnig frá því sem var í sum aráætluninni og sú breyting verður, að ekki er flogið fram ög aftur samdægurs, svo sem venja hefur verið. Þetta liefur þann kost, í för með sér," að komutími flugvél- anna frá útlöndum verður ekki síðar en kl. 3—5 síðdegis. Til Kaupmannahafnar eru fjórar ferðir í viku, þar af þrjár með viðkomu í Glasgow og ein um Osló. Tvær ferðir í viku verða til Hamborgar og ein til London. Til Glasgow og Kaupmanna- hafnar er flogið mánudaga, mið vikudaga og föstudaga, en mánu dagsferðin er einnig til Ham- borgar. Fimmtudaga er flogið til Lon j Gagnfræðaskólinn var settur 1, október. Að þessu sinni eru nálægt 230 nemendur í skólanum, fleiri en nokkru sinni fyrr. Skiptast þeir í 10 bekkjadeildir. í landsprófsdeild eru nú aðeins 5 nemendur, en í gagnfræðadeild eru nokkuð á þriðja tug nemenda. Á þessu hausti bættust nýir kennarar að skólanum. Bragi Straumfjörð hefur verið ráðinn fastur kennari að skólanum í, bóklegum greinum. Valdimar Þ. Kristjánsson er ráðinn handa vinnukennari drengja, og Hild- ur Jónsdóttir handavinnukenn- ari stúlkna. Helga Eiðsdóttir kennir íþróttir við báða skólana, Barna- og Gagnfræðaskólann. Þá hefur Kristinn Kristmunds- son verið ráðinn kenari um stundarsakir vegna veikindafor- falla Eyjólfs Pálssonar. Stunda; kennarar eru, eins og á undan- förnum árum, sóknarprestarnir, séra Halldór Kolbeins og séra Jóhann Hlíðar, og Baldur John sen, héraðslæknir. í sumar hefur enn verið unn ið að því að fullgera skólahús- ið. Hafa gangar verið dúklagð- ir og tröppur múrhúðaðar. Þá er unnið að því að gera tröpp- ur frá Skólavegi upp að skóla- húsinu. S8SSSSSS2Sá?ÍSáSáSSSá8SSSSSS2Sí ¦•¦¦¦•¦ -•¦:*.i»o»: :íisíg;sssa AVALLT EITTHVAÐ NYTT! Karfmannaföt, nýkomið glæsilegt úrval. Karlmannafrakkar, nýtt model. Kven-poplinfrakkar, Kvensloppar, Best-úlpur, á unglinga, grænar, drapplit- aðar, rauðar. Molskinn ¦ strákabuxur. Náttfataefni, Teygja, saumnálar, heklunálar, stopp- nálar. Fleiri smávarningur til saumaskapar. Nærföt, síð og stutt á börn og full- orðna. Góðar vörur! Gott verð! Markaðurinn don og laugardaga til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborg ar. Sem fyrr segir er komið til Reykjavíknr úr þessum ferðum daginn eftir brottför.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.