Fylkir


Fylkir - 17.10.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 17.10.1958, Blaðsíða 1
Métgagn Sjálfstæði** flokkiftii 10. árgangur Vestmannaeyjum 17. okt. 1958 28. tölublað. Kommúnistar stórtapa fylgi Missa á einum degi 27 fulltrúa í 6 verkalýðsfélögum. í kosn'ingum þeirn, sem fram fóru s. 1. sunnudag í nokkr- um verkalýðsfélögum, um full- trúa á Alþýðusambandsþing, töpuðu kommúnistar 27 fulltrú um í 6 verkalýðsfélögum, þar á meðal fjórúm fulltrúum frá Vestmannaeyjum. Þeir töpuðu 16 fulltrúum í Iðju, 5 fulltrúum í Trésmíðafélagi Reykjavíkur, tveim í Vélstjórafélagi Vest- mannaeyja og tveim — raunveru lega þrem — í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja. Auk þess misstu þeir fulltrúa í Hnífsdal og á Skagaströnd. Sfórfellt tap: Svo vikið sé að kosningunum liér, þá er það augljóst mál, að tap kommúnista hér í bæ er stórfellt. Þeir fengu 1956 full- trúa í báðum þeim félögum, sem kosið var í, samtals 5, en nú engan. Ekki vantaði það þó, að reynt væri að berjast til þraut ar, og var teflt á tæpasta vaðið í mörgum atriðum, svo sem nú mun greint lauslega frá. Kjörstjórnirnar: Það fer að verða rannsóknar- efni, hvernig kjörstjórnir haga störfum hér í bæ. í síðasta blaði var minnzt á kjörstjórn Verka- lýðsfélagsins og forystu Sigurð- ar Stefánssonar í henni. Til- burðirnir í Vélstjórafélaginu eru þó engu ómerkilegri þótt þeir væru nokkuð með öðrum liætti. Þegar framboðsfrestur var um það bil að renna út, var listum skilað, svo sem vera ber. Gerði kjörstjórn Vélstjórafélags ins enga athugasemd við list- ann, sem merktur var með B og borinn fram af andstæðing- um kommúnista. Samþykkti hún að auglýsa kosningu og láta hana fara fram lögurn sam- kvæmt. En svo skeður það, að einn kjörstjórnarfulltrúi tilkynn ir formanni kjörstjórnar, að séi hafi borizt til eyrna, að efsti maður B listans, Ingólfur Arn- arson, rnuni ekki vera kjör- gengur skv. 5. gr. laga Vélstjóra félagsins, vegna þess að hann sé atvinnurekandi. Kjörstjórn tók nú málið til nýrrar meðferðar og samþykkti að gefa umboðsmönum B-list- ans kost á lagfæringu. Fór kjör- stjórnin þannig ofan í sjálfa sig, afturkallaði fyrri ákvörðun sína og frestaði framkvæmd kosninga um tiltekinn tíma. Urðu rnarg- víslegar umræður um þetta mál, og lyktaði þeim þannig, að breytt var um nafn efsta manns á listanum. Kjörstjórnin fékkst ekki ofan af því, að Ingólfur Arnarson væri „atvinnurek- andi“, af því að hann er í stjórn félags, sem að vísu er skráð, en hvergi nærri tekið til starfa, þ. e. Völundur h. f., sem nokkrir ungir menn hafa stofnað til að reisa vélaverkstæði. Hús er í smíðum hjá þeim, svo sem al- kunna er, en Ingólfur er enn skráður lærlingur í Magna og lýkur ekki námi fyrr en í fyrsta lagi síðari hluta næsta árs. Má með ólíkindum telja, að kjör- stjórnin skyldi telja sig geta fall izt á þau rök, sem færð voru fram til stuðnings kröfunni um, að Ingólfur viki sæti af B-list- anum. En það er jafnan svo, að þeir kommúnistar eiga sér „nytsama sakleysingja", sem þeir útnefna „ambassadora", og ota síðan fram á völlinn. Þannig var þetta núna. Laumuspil þeirra var svo undirbúið, að þar koma þeir ekki nærri, auðvitað ekki, þeir eiga ekkert erindi í Vélstjórafé- lagið fremur en við Elías og Pétur í Snót, sei, sei, nei!! Svo fór þó, að tilburðum Bæjarstjórn Vestmannaeyja hafði eins og kunnugt er, ákveð ið að láta fara fram allsherjar- atkvæðagreiðslu um héraðsbann — í þriðja sinn. Vestmannaeyingar hafa tvisv ar áður hafnað áfenginu og þannig sýnt meiri félagsþroska og ábyrgðartilfinningu en marg ir aðrir. Síðar féll þó bæjarstjórnin frá ákvörðun sinni um atkvæða greiðsluna, sumpart vegna mót- mæla og greinargerðar áfengis- varnarnefndar um málið. Það var viturleg ráðstöfun, bæjarstjórn til sóma. Samkvæmt áfengislögunum frá 1954 er heimilt að láta fram fara atkvæðagreiðslu um héraðs- bann á tveggja ára fresti, en til þess að svo verði þarf samþykkt meirihluta bæjarstjórnar, eða á- skorun þriðja hluta atkvæðis- bærra manna í bænum, þ. e. um 800 opinberar eiginhandar undirskriftir, er þoli „krítíska" rannsókn. Beiðni um atkvæðagreiðslu hér í Eyjum nú hlýtur að skoð- ast sem ákveðin ósk um opnun áfengisútsölu á ný. Þetta mun þó ekki hafa vakað fyrir bæjar- stjórn, og féll hún því, að at- huguðu máli, fiá ákvörðun þeirra til að vinna Vélstjórafé- lagið, var svo rækilega hrundið, að þeir fengu tveim tugum færri atkvæði en þeir töldu ör- ugg, svo miklu skeikaði um á- gizkun þeirra. Þeir ætluðu sér ekki minna en 96 atkvæði, og eitthvað slangur auðvitað af hinum óvissu, en þeir fengu ein 76, og þar við situr. Vélstjórar höfnuðu þeim rækilega. sinni um atkvæðagxeiðslu. Þeg- ar undirskriftum er safnað er ekki alltaf víst, að menn geri sér nægilega vel grein fyrir því, hve mikla ábyrgð þeir taka á sig með undirskrift sinni, mað- urinn er orðinn ábyrgðarmaður á nokkurskonar víxli, sem fell- ur fyrr eða síðar. Það eru marg- ir einstaklingar og jafnvel heim- ili, sem eiga í vök að verjast gagnvart daglega opinni vínbúð hér. II. » Það eru gjörólík sjónarmið, sem ráða t. d. bæjarstjórnarkosn ingunr; það er skyldugt að láta þær fara fram fjórða hvert ár, hvort sem bæjarstjórn hefur staðið sig vel eða illa, því get- ur ekkert breytt, nema ný stjórn arskrá. Heimild til nýrrar atkvæða- greiðslu um héraðsbann er af allt öðrum toga spunnin. Það er lýðræðisleg aðferð til þess að koma fram vissum umbótum, aðferð samboðin frjálsum mönn um, en því fylgir nokkur á- byrgð. Það á ekki að hafa slíka möguleika að leiksoppi. Alsherjaratkvæðagreiðsla í stóru bæjarfélagi er dýr og um- fangsmikil ráðstöfun. Það verð Framhald á 2. síðu ORÐSENDING fró Áfengisvarnanefnd Vestmannaeyja. I.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.