Fylkir


Fylkir - 17.10.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 17.10.1958, Blaðsíða 4
( ------------— Bæjarfréttir. v_________ _______V Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnudag kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar pré- dikar. Betel: Samkoma á sunnudaginn kem ur kl. 4,30. Læknavaktir: Föstudagur 17. Bj. Júl. Laugardagur 18. B. J. Sunnudagur ig. B. J. Mánudagur 20. E. G. Þriðjudagur 21. B. J. Miðvikudagur 22. Bj. Júl. Fimmtudagur 23. E. G. Systkinabrúðkaup: Um síðustu helgi voru gefin saman í hjónaband Dagfríður Finnsdóttir, kennari, og Guð- jón Pétursson, Guðjónssonar, Kirkjubæ, og Guðrún Péturs- dóttir, systir Guðjóns, og Jóel Guðmundsson Jóelssonar, Háa- garði. Séra Halldór Kolbeins franv kvæmdi hjónavígslurnar. Trúlofun: Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína Elisabeth Graupner og ísleifur Jónsson, Húsavík. Afmæli: Guðmundur Jónsson, skipa smiður, frá Háeyri, varð 70 ára á þriðjudaginn var. Gjafir og óheit til Landakirkju: Sigurbirna Hafliðadóttir 100 krónur; Ó- nefnur, áheit 100; G. Ó. áheit 100; Ónefndur álteit 200; Geir- laug Sigurðardóttir 200; Ó. H. áheit 200; Ó. S. áheit 100; N. N. áheit 500; N. N. áheit 60; B. E. áheit 100; Frá Rúnu gam alt áheit 50; Lagarfoss og Sjö- stjarnan 1000; S. S. 200; Jón Björnsson 200; N. N. þrjú á- heit 300; H. G. áheit 125; H. Þ. áheit 100; M. í. í bréfi á- heit 200; G. G. í bréfi áheit 100; Ragnar Helgason áheit 100; R. V. áheit 10; G. Þ. á- heit 100; Gugga álieit 100; Á. Sigfússon áheit 60; Ónefnd á- heit 170; Elín Thorarensen á- lieit 50; N. N. áheit 100; Tveir útgerðarmenn áheit 1000; N. N. áheit 100; Sigríður Guðmunds- dóttir áheit 500; N. N. áheit 50; Óskar Ólafsson áheit 500; Guð- björg Einarsdóttir 30. Móttekið með beztu þökkum. Féhirðir Fró Jazzklúbbi Ve.: Eins og undanfarin ár efnir Svo sem fram gengur af síð- asta Eyjablaði, hefur Sigurður Stefánsson látið birta ritstjóra Fylkis stefnu fyrir grein þá, sem birtist í síðasta Fylki urn komm únistana og þá furðulegu ráð- stöfun þeirra að ómerkja stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og svipta einn fulltrúa félags- ins kjörgengi á Alþýðusambands þing. í tilkynningu Eyjablaðsins seg ir, að ósamræmi sé sannanlega milli félagatals og skýrslu félags- ins til A. S. í„ og segir svo orð- rétt: „. . . en sú skekkja er frá gamalli tið, trúlega frá stjórnar árum Eliasar og Péturs“. Þarna kom hann jrá með það. Nú á að koma sökinni af þessu athæfi yfir á þá Elías Sigfússon og Pétur Guðjónsson, fyrrver- andi formenn Verkalýðsfélags- ins, enda var vart að búast við því, að sneitt yrði hjá tækifæri til að koma á þá einhverju höggi í kosningahríðinni. En allt bendir til þess, að þarna sé farið með rakalaus ósannindi, svo að orð Eyjablaðsins séu not- uð. Samanlesin skrá 1956: Þegar Elías Sigfússon lét af formennsku í Verkalýðsfélag- inu, tók við henni Sigurjón V. Guðmundsson, frambjóðandi konnnúnista við þessar kosning ar til þings A. S. í. Þá tók hann við öllum skjölum og plöggum í lagi, og það sem meira er: Jazzklúbburinn til fjölbreyttra kvöldskemmtana um miðjan nóvember. í því sambandi vill klúbburinn gefa bæði konurn og körlum, eldri sem yngri, tæki færi til að spreyta sig á dægur- lagasöng, og ef vel tekst, að koma }rá fram á skemmtunum. Ef einhverjir liefðu áhuga eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Sigurjóns Jónasson- ar, Skuld, sírni 236, fyrir 21. þ. m. Iþróttafélagið Þór heldur 45 ára árshátíð sína hinn 15. nóvember n. k. Þcgar kcsið var til Alþýðusam bandsþings 1956, var Sigurjón enn formaður félagsins, en Har- aldur Guðnason, bókavörður, gjaldkeri. Þegar kjörskrá er lögð fram, er hún samanlesin ná- kvæmlega af þeim Haraldi og þar skeikar engu, ekki einu ein- asta nafni. En tveim árum síðar, úrskurðar kjörstjórn, að veruleg skekkja sé í skrám Verkalýðsfé- lagsins. Hvernig stendur á þess- ari skekkju? Hvaða nöfn eru það ,sem fallið hafa niður ----- eða hafa verið felld niður? Við því verður að fást skýlaust svar. Orsakanna að leita á þessu ári: Það er gersamlega gagnslaust að reyna að koma sökinni af þessu dæmalausa athæfi yfir á Elías og Pétur, stjórnir þær, er síðan hafa setið undir forystu þeirra, sem verið hafa þæg hand bendi kommúnista, „ambassa- dorar“ þeirra í verkalýðsfélögun um, hafa þá verið meira en lít- ið vesælar að geta ekki fundið þá skekkju. Sigurður velur kostinn: Þegar þetta er ritað, á mið- vikudagskvöldi, er ekki vitað, livort Sigurður Stefánsson muni halda áfram málarekstri sínum við ritstjóra Fylkis. Komi fram stefna áður en blaðið kemur út, mun reynt að geta um það í þessu blaði. Því skal þó ekki trúað, að hann haldi málinu áfram. Eg hef í höndum gögn og upplýs- ingar, sem ég sé ekki ástæðu til að birta í blaðinu í dag, en mun bíða og sjá, hvað setur. Þessar upplýsingar varða ýmis atriði, sem betur væru óhreyfð fyrir Sigurð og félaga hans. Má vera, að fleiri lendi þá í snörunni en Sigurður einn. Um leið verðyr þess krafizt, komi mál þetta fyr- ir dómstólana, að nokkur atriði verði tekin til úrskurðar, sem snerta þetta mál. Sigurður Stef- ánsson ræður því sjálfur, hvort liann haslar okkur völl í sölum réttvísinnar eða kýs að ræða þessi mál, sem við deilurn nú um, á vettvangi blaða. Sá á kvöl Snó! Framhald af 2. síðu. unin reyndist lögmæt, þegar far- ið var að bera hana saman við meðlimaskrá, sem að sjálfsögðu lá frammi á fundinum. Hitt veit formaður jafnvel og ég. að vitanlega var þess krafizt að fá að sjá skrána, þegar lögmæti á- skorunarinnar var véfengd, en fyrr ekki. Þess þurfti ekki með, vegna þess að hún gerir engar athugasemdir við hana. Um önnur þau atriði, er hún ræðir í grein sinni, skeyti ég ekki. Má hún eiga fyrir mtr heiðurinn eða vansæmdint, hvort sem heldur er, af sínum skrifum. En ég skal aðeiris trúa henni fyrir því, að penna minn mun ég ekki slíðra að sinni, og kæri ég mig ekki um, þótl kveini hún eða aðrar slíkar und- an mér og mínum penna. En treyst getur hún því, að starf- semi þeirra, sem breyta vilja til um stjórn Snótar er og mun enn verða byggð upp á þeim grundvelli, að það verði þeim til sóma, sem að vinna, og fé- laginu til heilla. Að lokum bazarinn: Frú G. G. lætur þess getið í sögulok, að fyrir dyrum standi bazar hjá Snót. Biðst hún þess að mega leita til okkar þre- menninga um eitthvað framlag þangað. Fúslega skal orðið við þeirri beiðni. Má hún senda, ef hún vill, og mun ég ekki letja þá félaga mína ti! framlágsins. Þess skal svo að lokum getið, að sennilega hefur hún, ásamt samstjórnarkoum sínum í Snót' tilreitt sér þann bazar, s'em örð- ugt verður fyrir þær að fást við. Sá basar mun verða haldinn á fundum miðstjórnar A. S. í„ og fari ekki svo, að þeim verði fyr- irskipað að efna til allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjór fuil- trúa á þing A. S. í„ mun baz- arinn án efa færast inn á sjálft. þingið. Mætti þá fara svo, að þær nöguðu sig í handarhókin fyrir að hafa ekki farið að lög- um í þessari hríð, sem gerð var að þeim. Þær mega eiga það víst, að rétturinn sigrar ávallt um síðir, þótt takist að stinga honum undir pilsfaldinn um stundarsakir. ina, sem á völina. Eg læt það al- veg afskiptalaust, livora leiðina hann velur. Eg er tilbúinn til að mæta honum á hvaða vett- vangi sem er, hvenær sem hann kýs. Um afturkölluniná skulum við svo ræða seinna.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.