Fylkir


Fylkir - 24.10.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 24.10.1958, Blaðsíða 1
Mólgagn Sjálfstaaðis- flokksins i o. argangur Vestmannaeyjum 24. okt. 1958 29. tölublað F j árlagaf rum varpið Fáum dögum eftir þingsetn- ingu var lagt fram frumvarp- til fjárlaga fyrir árið 1959. Fór | fyrsta umræða um frumvarpið fram á Alþingi á mánudags- kvöldið var, og gerði fjármála ráðherra grein fyrir frumvarp- inu, svo sem venja er. Tvö þúsund milljónir: Niðurstöður fjrlagafrumvarps ins eru að þessu sinni yfir 900 milljónir króna. Nálgast þau óðfluga milljarðsmarkið, en sam tals er talið, að leggja þurfi á þjóðina í sköttum og tollum á árinu 1959 um tvo milljarða króna — tvö þúsund milljónir — þegar þörf Útflutningssjóðs er talin með, en hann stendur undir öllu uppbótakerfinu og niðurgreiðslum á vöruverði. Er það um 2—300 milljónum kr. hærri upphæð en Útflutnings- sjóði var ætluð á árinu 1957. Sneitt hjá vandanum: Á því fjárhagsári, sem nú er að líða, telur fjármálaráðherra, að nokkur greiðsluafgangur geti orðið hjá ríkissjóði. Hins vegar Hggur það fyrir, að greiðsluhalli ársins 1957 mun nema um 70 milljónum króna, og svo mikið er víst, að yfir- dráttarskuld ríkissjóðs nam 1. október s. I. 128,5 milljónum kr. og hafði þá aukizt um rösk- ar 30 milljónir miðað við sama tíma árið áður. Getur þetta varla talizt benda til góðrar af- komu ríkissjóðs, nema síður sé. Það er athyglisvert við þetta fjárlagafrumvarp, svo sem var og um þau önnur, er lögð hafa verið fram á valdatímabili vinstri stjórnarinnar, að sneitt er hjá því að marka nokkra stefnu í vandamálum efnahags- lífsins. Það er t. d. athygiisvert, að í kaupgjaldsmálum er ekki vikið að því, hvaða ráð kynnu að reynast heppilegust til að leysa þann vanda, sem óhjá- kvæmilega leiðir af hinu síhækk andi vöruverði í landinu. Vit- að er þó, að skv. „bjargráðalög- unura" frá í sumar mun vísitala kaupgjalds hækka um 17 stig hinn 1. des. n. k. og munu þó síður en svo enn vera komin til grafar öll kurl, samanber lof- orð stjórnarinnar vegna Dags- brúnarsamninganna, en sú „fyr- irheitna" verðhækkun mun auð vitað vinda enn upp á sig. Fram hjá því verður ekki gengið. Beðið eftir þingum: Stjórnin kveðst ætla að bíða eftir því, að samtök launþega og bænda komi saman til funda og marki einhverja stefnu í þess um málum. Síðan ætlar stjórn- in að semja við þessi samtök. En þeir samningar hafa verið að undanförnu svo, að vakið hafa furðu hvers manns í landinu, því að t. d. Alþýðusambandið hefur verið þægt verkfæri í höndum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna talaði hann ekki? Það hefur vakið furðu hér í Eyjum, ekki sízt meðal þeirra, sem enn telja sig vera vinstri menn, að Karl Guðjónsson, for- maður fjárveitinganefndar Al- þingis, kom ekki fram í umræð- unum um fjárlögin. Leiða menn ýmsum getum að því, hver á- stæðan muni hafa verið. Ekki mun hann hafa verið utanlands, hvorki á Kaprí né í Lettlandi, enda nýsloppinn úr orrahríð Alþýðusambandskosninga, þar sem hann að sjálfsögðu lagði sig allan fram, þótt ekki treystist hann til að vera í framboði. Ekki verður því rikisstjórninni stuðningur að honum á næsta Alþýðusambandsþingi. En hvað sem um það er, virð ist helzt mega geta sér þess til, að hann hafi ekki reynzt sá holl vættur fjármálastefnu ríkisins sem búizt var við, er hann var kosinn formaður fjárveitinga- nefndar og þar með önnur hönd fjármálaráðherra við afgreiðslu fjárlaga. En sá ræðumaður kommúnista, sem talaði við umræðurnar, hafði auðvitað ekkert fram að færa, sem gagn er að við að ráða fram úr efna- hagsvandamálunum. Enda er vandséð, hvaða ráð þeir ætla að hafa til að ráða fram úr þeim vanda, sem þegar er vitað um og hefur í för með sér yfir 40 milljóna útgjaldaaukningu fyr- ir ríkissjóð strax í byrjun árs- ins 1959. Þar á ofan bætist það, að starfsmenn ríkisins hafa nú farið fram á hækkun launa, og kemur hvergi fram í fjárlaga- frumvarpinu, hvernig á að mæta " henni, ef hún verður samþykkt á Alþingi. Ætla mátti þó, að einmitt kommúnistar, sem talið hafa sig hina eihu forsjón launa manna í landinu, hefðu eitt- hvað fram að færa í þeim efn- um. En svo er ekki. Slæmar horfur: Ástandið í efnahagsmálunum hefur aldrei verið jafnhörmulegt og nú, og hörmulegast af öllu er þó sú staðreynd, að stjórnar- liðið er gjörsamlega uppgefið og ráðalaust, búið að varpa frá sér allri von um að geta ráðið fram úr því öngþveiti, sem ríkir. Fjár lagafrumvarpið er gleggsta dæm ið um það. Þar á ofan bætist „ógnarlegt" ástand gjaldeyris- málanna, að sögn Vilhjálms Þór, aðalbankastjóra Seðla- bankans. Verður hann víst varla vændur um vísvitandi blekking ar í þeim efnum, sem hann á um að fjalla. Segir hann, að gjaldeyrisstaðan hafi farið sí- versnandi síðan 1956, þegar vinstri menn tóku við, og sé gjaldeyrisskuldin um 238 millj. króna. Eru þó ótalin þau stór- lán, sem tekin hafa verið 1956, x957 °S x958, segir hann. Þarf víst ekki frekari vitna við um þessi atriði. Landhelgin Þau vandamál, sem sköpuðust við útfærslu landhelginnar í haust og einkum stafa af fram- ferði Breta hér við land, kalla æ hæra á úrlausn, einkum því sem nær dregur vertíð. Enginn vafi er á því, að ef Bretar halda uppteknum hætti og láta togara sína veiða undir herskipavernd innan íslenzkrar fiskveiðilög- sögu, er mikil hætta á ferðum fyrir vélbátaflotann, ekki aðeins fjárhagsleg vegna hugsanlegs veiðarfærataps, heldur og fyrir öryggi sjómanna á hafinu. Sjálfstæðismenn á Alþingi báru þegar á fyrsta degi þings- ins fram tillögur, sem miða að bví, að bátaflotanum verði tryggð nægileg vernd á komandi vertíð. Er ekki nógsamlega hert á því, að þegar í stað verði gerð ar ráðstafanir til að auka að mun landhelgisgæzluna frá því sem nú er, þótt við ýmsa örð- ugieika sé að etja. En ekki má með nokkru móti horfa á það í aðgerðarleysi, að til illra tíð- inda dragi og jafnvel slysfara. Því miður hefur ekki skapazt sú þjóðareining um landhelgis- málið, sem brýn þörf var á, að yrði. Kemur þar mest til ógæfa þeirra, sem áttu að hafa foryst- una á hendi, sú, að sundurlynd- ið var takmarkalaust, klögumál- in gengu á víxl og þessi ráðherra sagði svart, það sem hinn sagði hvítt. í þessara manna höndum Framhald á 2. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.