Fylkir


Fylkir - 24.10.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 24.10.1958, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Framsókn og föisku flöggin í síðasta Framsóknarblaði birtust kátlegar bollaleggingar um Sjálfstæðisflokkinn og verka lýðinn, vegna skrifa Fylkis um verkalýðsmálin hér í bæ. Veltir blaðið vöngum yfir ýmsu því, sem það telur furðu sæta, og er þó sannleikurinn sá, að fáir eru furðu lostnir yfir gengi Sjálf- stæðismanna í verkalýðshreyfing unni aðrir en Framsóknarmenn, sem lagt hafa á það höfuðkapp undanfarin ár að „útrýma“ Sjálfstæðisflokknum og áhrif- um hans, hvar sem hann má því við koma. Má þar til nefna bankalöggjöfina, sem beinlínis var sett, ef marka má yfirlýsing- ar forystumannanna, til að eyða áhrifum Sjálfstæðismanna á bankamálin, lögin um útflutn- ing afurða, sem miðuðu að því að eyðileggja sölusamtök útgerð armanna, þótt enn hafi það ekki tekizt, og fleira slíkt má nefna. Hinsvegar skal blaðið frætt um það, að afskipti Sjálfstæðis- manna af málum vinnustétt- anna, svo að notað sé uppá haldsorð Hermanns Jónassonar, eru mjög gömul. Sjálfstæðis- flokkurinn batzt um það sam- tökum á sínum tíma að losa Al- þýðusamhandið úr tengslunr við Alþýðuflokkinn, gera þessi sam tök óháð stjórnmálaflokkun um. En kommúnistar hindruðu að svo mætti verða. Þeir hundu þau fyrir sinn vagn, og nú hef- ur Framsóknarflokkurinn, en hann virðist allt í einu hafa fengið þá grillu, að liann sé verkalýðsflokkur, gengið fram fyrir skjöldu og barizt opinber- lega fyrir því að viðhalda völd- um kommúnista í Alþýðusam- bandinu, til þess að það verði áfram, eins og verið liefur fram að þessu, þægt verkfæri í hendi ríkisstjórnarinnar til að svíkja MÁLGAGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ÚTGEFANDI: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGÐARM.; EINAR H. EIRÍKSSON Sírni: jo8. — Pósthólf: 10*. PrentimiOjan EYRÚN h. f. gefin loforð og þverbrjóta allar fyrri samþykktir Alþýðusam- bandsþings. Hitt skal ég segja Framsókn- armönnum afdráttarlaust, að aldrei liafa fleiri Sjálfstæðis- menn verið kjörnir á þing Al- þýðusambandsins en nú, aldrei hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins innan verkalýðshreyfingarinnar verið jafn öruggt og nú. Má í því sambandi benda á, að Sjálf- stæðismenn eru formenn í sumum stærstu verkalýðsfélög- um landsins, svo sem Iðju og Trésmíðafélaginu í Reykjavík, og varla er þess von, að Fram- sókn reki þessa menn úr sætum sínum fyrst um sinn, þótt þeir kæri kosningar og þess háttar. Og enn má því við bæta, að tvö af þeim fjórum sætum, sem „íhaldsandstæðingar" svo- nefndir misstu hér í Vestmanna eyjum fóru til Sjálfstæðismanna, og af 4 varamönnum voru 3 Sjálfstæðismenn. Er nokkur furða, þótt uggs gæti í herbúð- Sjálfstæðisflokkurinn er og mun enn halda áfram að vera stærsti flokkurinn í verkalýðs hreyfingunni. Hann mun enn fara vaxandi þar, unz honuin tekst það, sem hann hefur alla tíð unnið að, og nú síðast með samstarfinu við Alþýðuflokkinn, að losa samtökin undan valdi ófyrirleitinna stjórnmálaflokka, sem beita þeim eingöngu sér til framdáttar. Og því lengur sem Framsóknarflokkurinn er við v„öld, því meira eflist Sjálfstæð- isflokkurinn, svo sem dæmin sýna áþreifanlega undanfarin ár, síðan hin hreina vinstri stjórn Framsóknarmanna settist að völdum. Landhelgin Framhald af 1. síðu. var þess vegna enginn jarðveg- ur fyrir einingu um það. Hitt hafa þeir svo jafnframt reynt — og það er það eina, sem þeir hafa verið sammála um, — að kenna stjórnarandstöðunni. Sjálf stæðismönnum um, hvernig þeiin sjálfum hefur mistekizt fram- kvæmd málsins. Framlag stjórnarandstöðunnar hefur þó ekki verið neikvæðara en svo, að Hermann Jónasson fór eftir ábéndingum Ólafs Fhors er liann tók fyrir þá for- smán að láta brezk herskip flytja sjúka menn til hjúkrun- ar í landi, enda er það viður kennt í sama blaði, að aðgerðir stjórnarinnar „hafi ekki rist eins djúpt og þörf væri á.“ Hefði verið farið að ráðum Sjálfstæðismanna, hefði lið- veizla þeirra verið þegin með þökkum og unnið af hálfu stjórnarvaldanna að málunum, eins og vera ber um jafnmikið stórmál sem landhelgismálið er, þá er óvíst, að horfurnar í því væru þær, sem þær eru nú í dag. Þá hefði ef til vill ekki verið það misræmi (þ. e. sem fram kemur í viðskiptum við þau ríki, sem við höfum talið okkur vinveitt), sem er „miklu meiri en svo, að hægt sé að horfa á það aðgerðalaust." Tilkynning Sala til einstaklinga, af lager okkar í Vestmannaeyjum, er liætt frá og með 20. þ. m. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON VÍFILFELL H. F. (Coca Cola). 'um Kiöt í heilum skrokkunr á mánudag kl. 4—6. Kaupfélagið. Taflfélagið EJ3KB4.. Taflfélag Vestmannaeyja hóf starfsemi sína í september með því að efna til Haustmóts fé- lagsins, þar sem fyrirhugað er að keppt sé um titilinn „Skák- meistari Taflfélags Vestmanna- eyja“. Að þessu sinni var þó ekki teflt um titilinn, þar senr meist- araflokkur var ekki með í þess- ari keppni. Það er einnig nrarkmið Haust mótsins að þjálfa menn undir önnur mót síðar á starfstíma- bilinu. Mótinu lauk miðviku- daginn 22. þ. m. 26 þátttakendur hófu keppni og skiptust þeir þannig í flokka: í 1. fl. voru 6 keppendur, í 2. ílokki 12 og í unglingaflokki voru 8. Sigurvegari í 1. flokki varð Gísli Stefánsson með 5 vinn- inga, og færist hann upp í meist araflokk, 2. varð Jón Hermunds son með 3 vinninga og 3. Björn Karlsson með 2I/2 vinning. í 2. flokki sigraði Richard Þorgeirsson og hlaut 11 vinn- inga, og flyzt hann upp í r. fl. 2. varð Gústaf Finnbogason með 91/2 vinning og flyzt hann einnig upp í 1. flokk, þar sem hann hefur hlotið yfir 80% vinninga. 3. varð Herbert Svein björnsson með 8 vinninga. í unglingaflokki urðu þeir Arnar Sigurmundsson og Árni Ólafsson jafnir nreð 51/íi vinn- ing hvor. Tefldu þeir síðan til úrslita um hvor þeirra flyttist upp í 2. flokk og sigraði Arnar. Gísli og Richarcl sigruðu aila sína keppinauta og er það sér- staklega góður árangur. Taflfélagið hefur nú eignazt stórt veggtafl og er í ráði að kenna skákbyrjanir og sýna skákir á næstu fundum. Tími fyrir unglinga er á nrið vikudögunr frá kl. 5—7 e. h. að Breiðabliki. Barnavagn til sölu. Upplýsingar að Sólhlíð 24. .

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.