Fylkir


Fylkir - 24.10.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 24.10.1958, Blaðsíða 4
7 Bæjarfréttir. V_______ ______J Landakirkja: Messað á sunnudaginn kl. 2. Séra Halldór Kolbeins, prédik- ar. Betel: Samkoma á sunnudaginn kl. 4>3°- Ándlót: Þórarinn Ólason á Hoffelli, starfsmaður Sjúkrasamlagsins, varð bráðkvaddur á heimili sínu á sunnudaginn var, hinn 19. þ. m. Þórarinn var Þingey- ingur að ætt, en hafði verið bú- settur hér í Eyjum um langt árabil, og var vinsæll rnaður og vel látinn af öllum, er til hans þekktu. Hann var á 66. aldurs- ári, er hann lézt. Útför hans verður gerð á morgun, laugardag. Spilakvöld: Spilakvöld Sjálfstæðisfélag- anna munu hefjast að nýju næst komandi miðvikudag. Verður þá efnt til fimm kvölda keppni, spilað á hverjum miðvikudegi næstu fimm vikur, og verðlaun veitt að lokinni keppni. Að öðru leyti verða þau með svip- uðu sniði og áður. Í8SSSSSS282SSSSS2SSSSS2SSSSSSSSS2888SSSSS8SSSSSS2SS? Útlendir kvensloppar og kjólar. Verð frá kr. 175,— Telpugolfreyjur, einlitar. Dömupeysur og jakkar. Bréfnylon í stíf skjört, frá kr. 38,— m. Prjónagarn, margar gerðir. Apaskinn, þykkt og heppilegt í ytri fatnað. Kuldaúlpur á börn og fullorðna, Treflar, — vettlingar. Herrapoplinfrakkar, frá kr. 672,50. Herraskyrtur, ný sending. Heimilisskæri. AMARÓ-dömubuxurnar komnar aftur. Munið net-nylon-sokkana á gamla verðinu! Málgagn Sjálhtæðis- flokksins Föstudagur 24. október 1958 rrw ■■■■■1111111 1 ■■■wr Listkynning Um þessa helgi verður efnt til listkynningar á vegum Menntamálaráðs og Ríkisút- varpsins. Menntamálaráð mun gangast fyrir sýningu 20 mál- verka úr Listasafni ríkisins. Verða það meðal hinna fremstu listaverka íslenzkra eftir liina færustu menn, svo sem Iíjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson o. fl. Að öllu forfallalausu verður sýningin opnuð í Akoges-hús- inu á sunnudaginn kl. 4. Björn Th. Björnsson mun sjá um sýningu þessa og upp- setningu málverkanna. Hann mun flytja tvö erindi um list, annað um eldri, hitt um yngri list. Á mánudagskvöld verða í Sam komulnisinu tónleikar og upp- lestur. Kristinn Hallsson, óp- erusöngvari, mun syngja 6 ís- lenzk lög, strengjakvartett mun leika „Lítið næturljóð," (Eine kleiue Nachtmusik), eftir Moz-,. art, og Jakob Thorarensen mun lesa upp úr ljóðum sínum. Flutt verður óperan „Ráðs- konuríki", (La serva padrona) eftir Pergolesi, og verða flytjend ur þau Þuríður Pálsdóttir, Guð- mundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Tónlistarflutningi stjórnar Fritz Weisshappel. Ef til vill verður þessi flutn- ingur endurtekinn á þriðjudags kvöldið. Með þessum sýningum, sem hér er efnt til, gefst Vestmanna eyingum gullvægt tækifæri til að njóta hins frenrsta sem til er í lieimi innlendrar og erlendrar listar. Enginn, sem á þess nokk- urs kost, má láta þetta færi ganga sér úr greipumð því að annað slíkt mun áreiðanlega ekki bjóðast á næstunni. Hér eru á ferðinni fremstu listflytj- endur, sem þjóðin á, og þeim ber að fagna af alhug. Það verð ur ekki betur gert en að fylkja sér á vit þeirra. Biskups minni Biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, varð nýlega sjötugur. Af því tilefni birtist eftirfarandi rninni, sem séra Halldór Kolbeins orti og flutti á heimili biskups, Lauf- ásvegi 75, Reykjavík, við lok prestastefnu laugardaginn hinn lengsta sólahring, 21. júní 1958: Aldingarður innri sýna. „Aldingarður innri sýna,“ ei skal hugsjón þessi dvína, en gefa vizku og göfugt þor. Herragarður hugsjónanna, helgisetur kirkjumanna, biskupsheimili boði vor. Bjart er yfir biskupsranni, brosir þar við hverjum manni andans fögur yfirsýn. Þar er heill og hjartagæði, hámenningar árdagsflæði, unaðsþokki, er aldrei dvín. Guðfræðinni göfgast sæti góðrar þjóðar bískup mæti valdi í sínum vinnusal. Meðal lærdóms mörgu fræða máttur stærstur andans gæða er guðfræðinnar göfga tal. Herragarður hugsjónanna, helgisetur kirkjumanna, biskupsheimili boði vor. Aldingarður innri sýna, — unaðshugsjón — mun ei dvína. Gefi hún sífellt göfugt vor. Halldór Kolbeins. Stjórnmálanámskeið Samband ungra Sjálfstæðismanna efnir til stjórnmálanámskeiðs í Vestmannaeyjum. Hefst það nú um helgina. Er nánar um þetta auglýst á göturn bæjarins. Jafnt eldri sem yngri er heimil þátttaka í námskeiðinu. Allar nánari upplýsingar gefur Þórarinn Þorsteinss. formFUS. ÁVALLT EITTHVAÐ NÝTT. Baby Doll nóttföf. Isabella nylonsokkar, allar teg. Kventöskur, Handklæði, ó gamla verðinu. Iminkaupatöskui'. Molskinn, grænt, blótt, brúnt, grótt. Bréf-nylon í undirpils. Karlmannaföt, glæsilegt úrval. Herrafrakkar, stuttir og síðir. Sokkar, bindi, treflar, hanzkar, Nærföt, stutt og síð. Skyrtur, allar stærðir og teg. GÓÐAR VÖRUR - GOTT VERÐ Markaðurinn 0*0*0#0*0«0«0*0*0*0»0f0«0f0f0*0#0»0*0«0«0»0«0*0f0f0 •o»o«o»oeo*o*o«o»oéo»oooao«oaoao®o«o«o#o*o«o«o#o#o# TÁFLFÉLAG VESTMANNAEYJA Skókmenn, Vestmannaeyjum! Vigfús Ólafsson teflir fjöltefli að Hótel HB, sunnudaginn 26. okf, kl. 1,30 e. h. Þótttökugjald 10 kr.. Stjórnin. Bílateppi, kr. 125,— Ullarteppi, Barnaregnkópur, Barnavagnar og barnakerrur væntanlegar. Vinsamlegast endurnýið eldri pantanir. Verzl. BSörn Guðmunds. Hannyrðavörur, Ný gardínu- og stores-efni, Glært plast, þykkt og þunnt. Telpu- og kven-golftreyjur. Drengja- og telpu- skólabuxur. Drengja-peysur. Kven-síðbuxur. Flisiiín. Ný kjólefni, Skyrtu- flunel fró kr. 15,30. — Ullar- stoppugorn. Innkaupatöskur. Skóbönd. — Herrasokkar, spun- nælon. Kvensokkar, saumlausir, Netnælon og netperlon. ániia Gunnísugss. So2o»o®o2oSo«o2o«52o2o SSSSSSSSSSSSSS2SSSSSSSSSS8388 Erum ennþá birg af góðum vör- um með gamla lóga verðinu. NÝJAR VÖRUR: Handavinnefni allskonar. Bréf-nylon > millipils. Drengja- og telpupeysur. Köfióttu barnapeysurnar margeftirspurðu. „AMARÓ"-kven-nærföt. Kjólaefni allskonar. BÆJARINS MESTA ÚRVAL! Verzl. Sélvangur. Sími 104. •o28®82o®S2o282o«o28®S®o® SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS Nýkomið! Úrval af borðlömpum og vegglömpum. Verð frá kr. 65,— Ennfremur hraðsuðukatlar, standlampar og loftskólar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.