Fylkir


Fylkir - 31.10.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 31.10.1958, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 10. árgangur Vestmanaeyjum, 31. okt. 1958 30. tölublað Tillögur til Alþingis Á fundi bæjaarstjórnar, sem haldinn var ó föstudaginn var, voru saniþykktar nokkrar tillögur og ókveðið að senda þær þeim Jó- hanni Þ, Jósefssyni, alþm., og Karli Guðjónssyni, 2. landkjörnum þingmanni, til fyrirgreiðsiu. Allar voru tillögur þessar samþykktar mótatkvæðalaust, flestar með 9 atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Ein tillagan, sú sem fjallar um verknóm í skólum, kemur að vísu ekki til kasta Alþingis, svo sem hún ber með sér, en er tekin hér með vegna þess, að hún var samþykkt ó sama bæjarstjórnarfundi. Sama er að segja um tómstundaheimilið. Ræktunarvegir: Bæjarstjórn samþykkir að fela þingmanni kjördæmisins, Jó- hanni Þ. Jósefssyni og Karli Guðjónssyni, 2 landkjörnum þingmanni að flytja tillögu um fjárveitingu kr. 100 þús til rækt unarvega hér í Eyjum. Greinargerð: Á fjárlögum að undanförnu liafa verið veittar kr. 30 þús. í þessu sambandi. Með þeim kostnaði, sem orðinn er við byggingu vega er hér um allt of lágt framlag að ræða, og hefur orðið nokkur stöðnun í bygg- ingu þessara vega, auk þess, sem óhjákvæmilega liggur fyrir breikkun surnra eldri veganna og endurbygging, þar sem far- artæki öll eru orðin mun stærri og þyngri, en gert var ráð fyrir þegar vegirnir voru upphaflega formaðir.“ Votnsöflun: „Bæjarstjórn samþykkir að fara franr á við þingmann kjör- dæmisins, Jóhann Þ. Jósefsson og 2. landkjörinn þingmann Karl Guðjónsson, að flytja á Al- þingi tillögu um fjárveitingu, kr. 400 þús. til öflunar neyzlu- vatns hér í Eyjum, gegn sama framiagi frá kaupstaðnum. Greinargerð: Á fjárlögum ríkisins 1958 voru veittar kr. 150 þús. í þessu^ sambandi. Fé þetta ásamt frarn- lagi bæjarsjóðs var notað til þ'e'ás að lbngja b’g dýpka skúrð- ina við vatnsbólið inni á Póst- flötum. Er þegar sýnt, að þessar aðgerðir ætla að gefa mjög góða raun. Telur bæjarstjórn alveg nauðsynlegt að lialda þessu verki áfram á næsta ári og að jafnframt verði byggðir vatns- geymar í hlíðinni fyrir ofan vatnsbólið. Telur bæjarstjórn mjög miklar líkur fyrir því, að á þennan hátt megi fullnægja vatnsþörf hafnarinnar til báta og skipa, verksmiðjanna, fisk- iðjuveranna og fleiri fyrirtækja, sem vatnsleiðsla frá vatnsgeym- unum næði til.“ Ellilífeyrir verð’i óskerfur: „Bæjarstjórn samþykkir að fara frarn á við þingmann kjör- dæmisins, Jóhann Þ. Jósefsson, og Karl Guðjónsson, 2. land- kjörinn þingmann, að þeir flytji breytingartillögu við 22. gr. Almannatryggingalaganna, þannig að atvinnutekjur laun- þega skerði ekki rétt þeirra til ellilauna. Greinargerð: Hér í Eyjum eru þess mörg dæmi, að eldra fólk, sem vel er fært um að inna af hendi léttari störf hefur liætt störfum á rniðju ári með því að tekjur þess hafa þá verið komnar að því marki, að viðkomandi missti ellilaun sín, ef hann héldi áfram störfum. Þegar þess er gætt, að hér vantar flcsta tíma árs vinnu kraft við fram-leiðslustörfin, V'erkar þetta aívc'g nöikvcett fyr- ir bæjarfélagið. Áuk þess, sem það verður að teljast réttlætis- mál, að þeir, sem greitt hafa ið- gjöld sín til trygginganna ár- um saman, eins og lög hafa stað- ið til, njóti fullra bóta burt séð frá því, livort þeir á gamals aldri geta aflað sér einhverra atvinnutekna, sérstaklega þegar þess er gætt, að ellilaunin ein eru hvergi nærri nægjanlegur framfærslueyrir, jafnvel þó að við bætist sú tekjnupphæð, sem leyfileg er til þess, að ellilaun- in skerðist ekki.“ Vestmannoeyjaskip o. fl.: „Bæjarstjórn samþykkir að fara fram á við þingmann kjör- dæmisins, Jóhann Þ. Jósefsson, og Karl Guðjónsson, 2. landkjör inn þingmann, að þeir fylgi eft ir tilmælum bæjarstjórnar frá síðasta ári um áframhaldandi ljárveitingu til Vestmannaeyja- skips, mjólkurflutninga milli Þorlákshafnar og Eyja, hafnar- framkvæmda til varnar land- broti á Eiðinu og ennfremur lagningu rafstrengs til Eyja, byggingu nýrrar flugbrautar og sjálfvirkrar símstöðvar, og ben- zínskattinn til vegal’agningar hér. Vísast hér til áður sendra greinargerða." Tómstundaheimili: „Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að athuga mögu leika fyrir stofnun og starf- rækslu tómstundaheimilis hér í bænum. Framhald á 2. síðu. List um landið í byrjun vikunar bar góða gesti hér að garði. Var það hóp- ur listamanna, sem nú er að hefja för um landið á vegum Menntamálaráðs og Ríkisútvarps ins til kynningar á list um land ið. Er liér um að ræða tónlist og lestur skáldverka. Þessir lista menn gistu Vestmannaeyjar fyrst, en héldu héðan til Aust- urlands og munu koma víða við á ferð sinni. Efnt var til listkynningarinnar í Samkomuhúsinu á mánudags- kvöldið var og endurtekin á þriðjudagskvöldið. Var aðsóknin bæði kvöldin ágæt og listamönn unum ágætlega tekið. Hófst sam koman á því, að Helgi Sæmunds son, ritstjóri, formaður Mennta málaráðs, flutti stutta ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir til- gangi þeirar listkynningar, sem hér er að hefjast. Gat hann um það, að utan Reykjavíkur væru möguleikar takmarkaðir til að njóta þcssj s'cm höfuöborgin getur boðið upp á, því væri reynt að færa þetta út um lands byggðina til þess fólks, sem ætti ekki neinn kost Reykjavík- urferða í þessum erindum. Kristinn Hallsson, óperusöngv- ari, söng nokkur íslenzk lög. Gerði hann það af smekkvísi og kunnáttu, við ágætan undirleik Fritz Weisshappel. Flest eru lögin kunn almenningi, en þó sum þeirra sjaldan flutt, svo sem Ásareiðin, eftir Sigvalda Kaldalóns. Aukalag söng Krist- inn, lítið skemmtilegt lag eft- ir Karl O. Runólfsson, Samtal við spóa hét það eða eithvað í þá áttina. Að söng Kristins loknum flutti strengjakvartett Lítið næt urljóð (Eine kleine Nachtmu- sik) eftir Mozart, mjög fallegt verk, einskonar stofutónlist. Þetta verk Mozarts hefur náð miklum vinsældum, og hygg ég, að flestum, sem á það hlýddu, FramhaM á 3. sMu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.