Fylkir


Fylkir - 14.11.1958, Page 1

Fylkir - 14.11.1958, Page 1
Málgcrgn Sjálfstæðis- flokk&ins 10. árgangur Vestmannaeyjum 14. nóv. 1958 32. tölublað. V atnsveita í haust var frá því skýrt hér í blaðinu, að mjög hefði komið til álita stórfelldar framkvæmdir til að leysa neyzluvatnsvand- ræðin í bænum. Eins og rnenn muna var gerð ítarleg leit að vatni á heima- landinu í fyrrasumar. Þær jarð boranir, senr fram fóru, urðu neikvæðar. Kom þá mjög til á- lita að leita eftir öðrum leiðum til að fá neyzluvatn. Ný aðferð hafði rutt sér til rúms, upp- runnin í Bandaríkjunum, þ. e. svonefnd rafsíun. Hafa nokkrar þjóðir, sem búa við neyzluvatns skort tekið upp þessa vinnslu- aðferð, sem er fólgin í því, að salt vatn er klofið nreð raf- straunr. Safnast seltan á annan pólinn en hreint vatn á hinn. Rafsíun ekki tiltæk aSferð: Þessi aðferð, sem nefnd er rafsíun, gefst vel við að vinna lrreint vatn úr söltu vatni, enda aðstæður hvarvetna, þar sem hún lrefur verið upp tekin, á þann veg. Hingað kom svo í sumar verkfræðingur frá fyrir- tæki því í Bandaríkjunum, sem framleiðir rafsíunartækin. Kann aði hann aðstæður hér, og niður staðan varð sú, að til að vinna vatn úr sjó þyrfti allmiklu meiri raforku en hér væri fyr- ir hendi. Þess vegna gat þessi aðferð ekki komið til greina að sinni að minnsta kosti. Af sömu ástæðum getur ekki orð ið unr eimingu að ræða, raf- orkan er ekki nægileg til þess. Áðrar leiðir: Þá kornu rnjög til greina aðr- ar aðferðir, og þá fyrst að auka sem allra mest vatnsmagnið á heimalandinu sjálfu, einkum þó inni í Botni, og nota þannig allt það vatn, sem þar fellur til. Það er staðreynd að auka má vatnsmagnið þar verulega, og hefur verið unnið að því í sumar, en auka síðan vatnið með leiðslum úr landi. Verðtilboð hefur bæjarstjórn- inni borizt í slíkar framkvæmd- ir, þ. e. leiðslu úr landi. Fimm þumlunga leiðsla úr plastefnum, sem flytur 800 tonn af vatni kostar um það bil eina milljón DM, þ. e. um 6 millj. íslenzkra króna. Þá barst einnig annað tilboð um 2 þús. tonna leiðslu. Miðað við hið fyrnefnda tilboð mundi verkið allt, þ. e. vatns- leiðsla úr landi, kosta um 10 millj. kr. Spurningin er svo þessi: Er þetta liægt? Er þetta framkvæm anlegt hér? Svarið er, að tækni- lega er það hægt. Fyrirtæki það, sem gert hefur tilboð í þessa leiðslu, hefur feirgið allar nauð synlegar upplýsingar, svo sem urn staðhætti bæði hér úti í Eyjurn og eins uppi við strönd ina, og dómur þess er jákvæð- í nýútkomnum Ægi er skýrt frá fiskaflanum eins og hann var orðinn í ágústlok í sumar. Reyndist hann vera 382.542 lest ir, þar af togarafiskur 127.108 lestir, en bátafiskur 255.434 lestir. Á sama tíma í fyrra var fisk- aflinn alls 357.204 lestir, 112,741 lest togarafiskur, en 244.463 lestir bátafiskur. Má telja, að hlutfallið rnilli afla togaranna og bátanna hafi ekki breytzt. Til fróðleiks skal lesendum greint frá því, hvernig afli þessi skiptist á verkunaraðferð- ir. ísaðar til flutnings voru rösk ar 6000 lestir, frystar voru 182,452 lestir, til herzlu fóru ur. Þó er margs að gæta, áður en endanleg ákvörðun er tekin. Hvar á t. d. að taka vatnið? Úr livaða á eða lind? Kannacfar aðstæður: í sumar fóru þeir bæjarstjóri og rafveitustjóri austur undir Eyjafjöll til athugunar í þessu skyni. Mál þetta er þannig kom ið á lokastig athugunar, bæði tæknilega og fjárhagslega. Hvað verður endanlega ofan á, nrun fram koma í fyllingu tímans, en eitt er víst, að það er ósk og von allra bæjarbúa, að takast megi að ráða fram úr þeim vanda, sem af vatnsleysinu staf- ar. „Atómstöðin." Þess skal svo að lokum getið, að borizt hafa tilboð í atóm- stöð. Mundi lnin kosta 40 milj- ónir, en rétt er að geta þess, að lienni er ætlað að sjá bæjarbú- um íyrir vatni, raforku og hita. En ekki mun tímabært að taka málin upp á þessum grundvelli að sinni. 39.246 lestir og söltunar 70.357 lestir. Til mjölvinnslu 3,200 lestir. í heildaraflanum var með talin síldveiðin, sem skiptist þannig: mjöl- og lýsisvinnsla 32.674 lestir, frystar 5.429 lest- ir og saltaðar 39.375 lestir. Þorskur yfirgnæfandi: Langmest veiðist að sjálfsögðu af þorski, eða röskar 215 þús. lestir, næst í röðinni er síldin, þá karfi ,tæpl. 47.000 lestir og loks ýsa tæpar 14 þús lestir. Samanlagt verðmæti útfluttra sjávarafurða til ágústloka er skv. Ægi kr. 576,6 milljónir króna, þar af í ágústmánuði einum Framhald á 2. síðu. Tónleikar Svo sem skýrt var frá í síð- asta blaði, hefur Tónlistarfélag- ið liafið nýjan þátt í starfsemi sinni, en það er að safna styrkt arfélögum og efna til tónleika fyrir þá, ákveðinn fjölda á ári hverju, fyrir visst gjald. Fyrstu tónleikar af þessu tagi voru haldnir í Samkomuhúsinu á sunnudaginn var. Lék þá Rögn- valdur Sigurjónsson einleik á píanó við ágætar undirtektir á- heyrenda. Rögnvaldur er einn af fremstu píanóleikurum landsins, og hefur hann auk þess getið sér gott orð erlendis fyrir leik sinn. Á efnisskrá voru lög eftir bæði erlenda og innlenda höf- unda, allt frá Bach til Jóns Nor dals og Leifs Þórarinssonar. Mest áberandi var Franz Liszt, en hann var í lifanda lífi einn fremsti píanóleikari í heimi. Músík hans hlýtur því að nokkru að mótast af þessu, enda er hún talin íburðarmikil og hátíðleg. Kemur þetta frarn í ýmsum lögum hans. H-moll són atan, sem Rögnvaldur lék, ger ir ítrustu kröfur til píanóleik- arans, og þá ekki síður hljóð- færisins, og finnst manni stund um sem allt ætli um koll að keyra. En ef til vill hefur Rögn valdi tekizt bezt upp með Dans svartálfanna, einnig eftir Liszt, þótt vissulega kæmi ágæt leikni hans einnig fram í öðrum verk- um. Ef til vill hefur áheyrendum þó þótt merkilegt að heyra hin íslenzku tónverk, sem leikin voru, sérstaklega lagaflokk Leifs Þórarinssonar. Um hann — og raunar Jón Nordal líka — munu vafalaust verða skiptar skoðan- ir, en þegar ég heyri þennan lagaflokk núna í þriðja sinn, Framhald á 2. síðu. Fiskaflinn og fleira6

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.