Fylkir


Fylkir - 14.11.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 14.11.1958, Blaðsíða 2
F YL KIR MÁLGAGN ! SJALFSTÆÐISFLOKKSINS ÚTGEFANDI: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGÐARM.; EINAR H. EIRÍKSSON Slmi: 308. - Póithólí: 101. Prentsmiðjan KYRÚN h. t. Landhelgisbrot Það heyrir nú orðið til dag- legra viðburða, að íslenzk varð- skip eigi í útistöðum við land- helgisbrjóta kring um landið. Síðustu fréttir herma, að brezkt herskip hafi hótað að sökkva ís- lenzku varðskipi fyrir að hafa afskipti af togara, sem var ekki aðeins innan 12 mílna mark- anna, heldur og innan íslenzkr ar lögsögu, eða 2,5 sjómílur frá landi, vestur á Breiðafirði, og sekur um ólögmætan umbúnað veiðarfæra. Þetta háttalag Breta hefur fyllt hvern Islending hrolli, og ekki er sýnt annað en að til stórtíðinda geti dregið á hvaða degi sem er. Okkar litlu íslenzku varðskip mega sín lítils gegn ofureflinu, hið eina er að fylgjast með ferð um brezkra veiðiskipa, skrá þau og búa kæru á hendur þeim, svo sem efni standa til. En þau mega hvorki lúta hátigninni né stíga af réttinum. Er mikið und ir því komið. Það vakti því ekki aðeins furðu, heldur einnig reiði, er það spurðist, að bátur frá Vest- mannaeyjum hefði verið tekinn að ólöglegum veiðum innan landhelgi. Skeði þessi atburður núna í vikunni, er varðskipið Albert kom að m.b. Víkingi við þessa iðju. Það er ekki einasta, að stór- hættulegt er málstað Islands út á við, að það spyrjist um ís- lenzka fiskimenn, að þeir séu að leika sér í landhelginni. Verði Landhelgisgæzlan slíks vör, getur hún auðvitað engan veginn tekið slíku þegjandi. Þó tekur út .yfir, er innlendir menn gerast sekir um landhelg- isbrot einmitt á þessum tímum, sem nú standa yfir. Ætla hefði þó mátt, að hevrt. mannsbarn Fiskaflinn og fleira. Framhald af 1. síðu. 96,9 millj. Árið,ig57 er útflutn ingurinn til sama tíma að verð mæti kr. 600,5 millj. kr., eða um 24 millj. kr. meiri. Frá ítalíu: ítalir eru og hafa verið um langan aldur ein af beztu við- skiptaþjóðum íslendinga um fisk og fiskafurðir. Á þetta eink um við um saltfisk. Á síðari árum hefur einnig verið hafinn þangað útflutningur á skreið, en virðist hafa reynzt örðugleik um bundið að ná verulegri fót- festu á markaði þar. Ef til vill mun einhverjum þykja nokkur fróðleikur í því að vita, hver hlutur íslendinga er á fiskmarkaðinum á ítalíu. Fara hér á eftir nokkrar upp- lýsingar um það: Árið 1957 keyptu ítalir sam- tals 46 þús. lestir af saltfiski. Langstærstur er hlutur íslend- inga í þessum innflutningi, eða röskar 14 þús. lestir, eða ná- lega þriðjungur alls innflutn- ingsins. Næstir koma Danir með um 8 þús. lestir, mun það að mestu Grænlandsfiskur, og þá Frakkar með 6,7 þús. lestir, þá Norðmenn með 6,4 þús lestir, síðan Vestur-Þjóðverjar og loks Kanadamenn. Eigin veiðar I- tala eru einungis 2,2 þús. lestir. Af þessu má marka, að hörð samkeppni er um ítalíumark- aðinn, og þótt íslendingar séu þar langhæstir með innflutn- ing, má það ekki villa mönn- um sýn' um, að nauðsynlegt er að viðhalda þessum markaði með ítrustu vöruvöndun. Skreið: Innflutningur skreiðar er til sæi, að annað er hlutverk varð- skipanna en að eltast við sína eigin landsmenn við lögbrot. Slíkt má með engu móti end- urtaka sig, og er heitið á alla þá, er sjó stunda, að gæta ítr- ustu laga og brjóta á engan hátt lög, eða valda töfum íslenzku varðskipanna frá nauðsynleg- um, en hættulegum, störfum. Það er ekki einasta, að heiður sjómanna sjálfra sé í veði, held- ur beinir hagsmunir allrar þjóð arinnar. Við verðum vegna sjálfr ar tilvistar okkar í þessu landi að standa sem einn maður á réttinum, en megum alls ekki gerast brotlegir við hann, hvað sem í skerst. tölulega lítill tikltalíu. Þar eru Norðmenn yfirgnæfandi og sitja svo að segja alveg að markaðn- um. Árið 1957 eru fluttar til ítalíu 859 lestir af skreið, en árið 1956 1.0.64 lestir. Gert hef- ur verið nokkuð til að auka út- flutning skreiðar til ítalíu, en þar virðist við ramman reip að draga. Nokkuð eru þessir örð- ugleikar heimatilbúnir að því leyti, að margir aðilar annast útflutning á skreið. Á vegum Samlags skreiðarframleiðenda mun vera selt um 60% af fram- leiðslunni, en utan þeirra eru allstórir framleiðendur, svo sem Bæjarútgerð Reykjavíkur, Haraldur Böðvarsson, Akranesi, Tryggvi Ófeigsson, Reykjavík, S. I. S. og fleiri, sem annast sjálfir sölu á sinni framleiðslu. Söluskrifstofa á ítalíu: I ársbyrjun 1957 fór fullarúi skreiðarsamlagsins, Bragi Eiríks son, ferð til ítalíu til að ræða við kaupendur skreiðar þar og kanna markaðshorfur og annað slíkt. í skýrslu um ferðina grein ir hann ítarlega frá viðræðum við þessa aðila, en hann kemst að þeirri niðurstöðu, að hent- ugast væri íslendingum að setja upp eigin söluskrifstofu á ítalíu. Segir um það á þessa leið í skýrslunni: „Eg er alveg kominn á þá skoðun, að það sé hinn eini mótleikur, sem ísland á gegn Norðmönnum, að starfrækja hér sérstaka skrifstofu með eigin starfsliði og flytja ALLA skreið frá íslandi út til ítalíu á henn- ar vegum. Bezt held ég, að sú skrifstofa yrði staðsett í Gen- ova og ef til vill með undir- deild eða umboðsmann í Mess- ina. í Genova er stærsta höfnin við allt Miðjarðarhafið, þar er fullkomin bankastarfsemi og bezt geymsluhús og síðast en ekki sízt, í Genova eru margir stærstu kaupendur á skreið. Frá Genova er einnig hægt að senda skreið til Napoli á 24 klst. og til Messina á 36 klst. Allar pantanir, sem bærust til skrifstofunnar, væri hægt að af- greiða með 24—28 klst. fyrirvara og senda með járnbrautum til allra héraða á ítalíu, sem kaupa skreið. Ef um smápant- anir er að ræða beint frá Sam- laginu í Reykjavík, segjum 50 —100 balla, þá yrðu þær send- ingar um 4—6 vikur á leiðinni frá íslandi og þegar þær loks ná til kaupanda, þá er kannske kauplystin búin." Þetta segir Bragi, sem hefur gagngert kynnt sér þeta mál, og verði horfið að því ráði að taka upp þennan hátt, mætti án efa auka til muna sölu á skreið til ítalíu. Ný verkunaraðferð skreiðar: Gísli Halldórsson, verkfræð- ingur, sem fyrir löngu er orð- inn þjóðkunnur maður íjyrir hugkvæmni sína og framfara- hug, hefur fundið aðferð til að þurrka skreið með upphitun. Ekki er blaðinu kunnugt um, að gerðar hafi verið rækilegar tilraunir eftir fyrirmælum Gísla, en vafalaust kemur að því, hvort sem aðferð hans reyn ist nýt í framkvæmd eða ekki, að skreið verður þurrkuð á svipaðan hátt og saltfiskur, þ. e. í sérstökum þurrkhúsum, ó- háð árstíma og veðráttu. Mundi þetta hafa stóraukið hagræði í för með sér og draga mjög úr áhættunni við skreiðarverkun og ennfremur stuðla að betri nýtingu fiskaflans. Hér verður numið staðar að sinni með þessa fróðleiksmola. Tónleikar Framhald af 1. síðu. öðlast ég að nokkru nýjan skiln ing á lögunum. Leifur mun hafa lagt sig eftir hinni svo- nefndu 12 punkta tónlist, sem aðallega er kennd við Arnold Schönberg. Ber ýmis nútíma- tónlist svip þessa kerfis og er vissulega umdeild. En vera má þó, að rétt sé sú tilgáta ein- hvers góðs manns, að eftir svo sem einn eða tvo mannsaldra láti Svartálfadans Liszts og sálma lög Bachs í eyrum á svipaðan hátt og 12 punkta tónlistin ger ir nútímamönnum. Hér verður að sjálfsögðu ekki farið út í að meta leik Rögnvalds Sigurjónssonar fram yfir það, sem að framan er gert. Tónlistarfélagið á þakkir skilið fyrir að hafa lagt inn á þessa nýju braut og vænta má góðs í framtíðinni af þessari starf- semi. Félagið hefur hug á að efna til annarra tónleika, áður en langt um líður, væntanlega kemur góður einsöngvari, en það verður nánar tilkynnt síð- ar.. Enn geta þó nokkrir gerzt styrktarfélagar og ættu þeir, er hug hafa á því, ekki að draga það úr hömlu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.