Fylkir


Fylkir - 14.11.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 14.11.1958, Blaðsíða 4
—^*. Bæjarfréttir. Landakirkja: Neðan f rá sjó. Messað á sunnudaginn kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar prédikar. Barnaguðsþjónusta kl. n. K. F. U. M. & K.: Barnaguðsþjónusta á sunnu dögum kl. 11. Almenn sam- koma kl. 5. Drengjadeild á mánudögum kl. 8, yngri deild á þriðjudög- um kl. 5. Saumafundir á þriðjudögum kl. 8. Leshringur á föstudögum kl. 9 í fundarsal kirkjunnar. Betel: Samkoma á sunnudaginn kl. 4.30. Læknavaktir: Föstudagur 14. B. J. Laugardagur 15. E. G. Sunnudagur 16. E. G. Augnlæknir: Um helgina er væntanlegur augnlæknir í bæinn, Sveinn Pétursson. Mun hann verða til viðtals í Heilsuverndarstöðinni í næstu viku. Saumastofa Páls Lútherssonar, sem hefur starfað hér í bæ um nokkurra ára skeið, er í þann veginn að færa nokkuð út starfsemi sína. Hefur hún í þessu skyni fest kaup á nýjum vélum, sauma- vélum og fatapressu. Mun saumastofan, ef allt gengur að óskum, geta stóraukið fram- leiðslu sína á næstunni. Erfið- asta vandamálið er að fá vinnu kraft. Malbikun: Þessa dagana stendur yfir malbikun Strandvegarins. Mið- ar verkinu vel áfram, og má gera ráð fyrir, að því verði lok ið um þessa' helgi. Verður Strandvegurinn þá orðin ein breiðasta og bezta gata bæjarins. Eyjablaðið: Meðal frétta mætti telja það, að Eyjablaðið kom út í gær. Enginn tími gafst til að and- mæla blaðinu að þessu sinni og verður það því að bíða til næsta blaðs. Föstudagur 14. nóv. 1958 Frá Bridgefélagi Yestmannaeyja Uft 1. 2. 3- 4. 5- 6. 7- 8. 9- 10. 11. 12. 13- 14. 16 17- 18. 19- 20. 21. 22. 23- 24. 25- 26. 27. 28. 29- 30. 31- 32- Úrslit i fihmakeppninni 1958. ísfélag Vestmannaeyja........................Sigurímr Sigurjónsson Flugfélag íslands................................................Pétur Guðjónsson Útvegsbanki íslands.................................... Helgi Bergvinsson Fiskiðjan h. f....................................................... Martin Tómasson Vesturhús h. f................................................. Ragnar Helgason Tómas M. Guðjónsson .............................. Þórður Bjarnason Verzl. Georg Gíslason ........................ Ragnar Benediktsson Netagerð Vestmannaeyja ........................ Jóhannes Gíslason Vinnslustöðin ............................................................Jón Guðjónsson Olíuverzlun íslands h. f......................... Guðni Friðriksson Verzlunin Sólvangur .................. Freymóður Þorsteinsson Sláturfélag Suðurlands........................Sigmar Guðmundsson Vöruhappdrætti S. 1. B. S................... Guðm. Guðjónsson Höfn h. f............................................................. Guðni Þorsteinsson Verzl. Sigurbj. Ólafsdóttir ............ Þormóður Stefánsson Kaupfélag Vestmannaeyja ..........................................Jón Pálsson Skipasmíðastöð Vestmannaeyja ............ Guðni Grímsson Þórður Bjarnason .......................................... Guðmar Tómasson Skeljungur h. f.......................................................Anton Bjarnasen Verzlunin Borg ...................................................... Guðjón Pálsson Gunnar Ólafsson & Co .............................. Magnús Grímsson Stakkur h. f..................................... Guðmundur Kristjánsson Elding s. f...............................................................................Jón Ólafsson Páll Þorbjörnsson .............................. Guðmundur Helgason Blaðið Fylkir......................................................Alexander Gíslason Heildv. Gísli Gíslason ..................„................ Ágúst Þórðarson Haraldur Eiríksson h. f..............„......... Magnús Sigurðsson Söluturninn .............................................„................... Elías Sveinsson Litla Bílastöðin ................................................ Páll Þorbjörnsson Drífandi h. f............................................................. Óli Andreasson Mjólkursamsalan.......................................... Kristján Stefánsson Einar Þorsteinsson...................................................... Jón Jónsson stig. 259V2 257 25 ^ 246 244 240 237/2 236 2321^ 232 231 231 230 229Í/2 2291/2 225 2241/ 224 224 221 221 220 217V2 2i6i/£ 2141/2 211 210 209 205 203 196 186 Samtals 7200 Vegabréf Á fundi Félags ungra sjálf- stæðismanna fyrir nokkru síðan, var borin fram og samþykkt eft irfarandi tillaga: Fundur í Félagi ungra sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum, haldinn 3. nóv. 1958, beinir þeim eindregnu tilmælum til lögreglustjóra, að unglingum á aldrinum 14 til 21 árs verði gert skylt að bera vegabréf, til þess að auðvelda löggæzlu og eftirlit með börnum og ungling um." Tillaga sú, sem hér kemur fram, er ekki ótímabær éða borin fram algerlega að ástæðu lausu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að unglingar sækjast mjög eftir því að kom- ast á skemmtanir, þar sem þeim aldurs vegna er raunverulega óheimilt að vera. Þetta er ekki sérstakt fyrirbæri hér, heldur gerist þetta um allt land. Af þessum ástæðum hefur sums staðar verið upp tekinn sá háttur, að unglingum eru af- hent vegabréf, sem tilgreina ald ur þeirra. Auðveldar þetta mjög allt eftirlit með því, að settum reglum og lögum sé hlýtt, enda það áskilið, að þeir sem sýna ekki vegabréf sín til fullgildrar sönnunar um aldur, verði að lúta því að vera vísað frá almennum skemmtistöðum. Væntanlega fær mál þetta góð ar undirtektir hjá réttum aðil- um. Haustróðrarnir: í haust ákvað bæjarstjórn að beita sér fyrir haustróðrum báta héðan á sama grundvelli og í fyrra. Gafst sú tilraun, sem þá var gerð, mjög vel, enda að- stæður hinar hagstæðustu. Aft- ur á móti hefur veðráttan ver- ið mun stirðari í haust og því ekki orðið eins mikið úr og í fyrra. Hefur gæftaleysið mjög hamlað veiðum, og þótt róið hafi verið, hefur oft verið ó- kyrrt í sjó. Afli hefur því oft verið þar eftir, en þá sjaldan kyrt hefur verið, hefur fiskazt sæmilega, en þó misjafnt eins og gengur. Samningar lausir: Sjómannafélagið Jötunn og Vélstjórafléag Vestmannaeyja hafa bæði sagt upp kaup- og kjarasamningum og samningum um fiskverð. Renna þessir samningar út kringum áramót- in. Ekki er vitað hverjar kröf- ur þessi félög gera á hendur útvegsmönnum, né heldur er kunnugt um það, hve mikla hækkun á fiskverði félög þessi fara fram á. Vonandi tekst að ráða þessum málum til lykta, svo að ekki komi til verkfalls. Skortur á sjómönnum: Það hefur komið fram, að út- gerðarmenn hér í bæ horfa fram á skort á mannafla á bátana í vetur, ef ekki fæst að gert í tíma. í fyrra voru hér 212 Fær eyingar, og litlar horfur eru taldar á, að svo ma-rgir fáist í vetur að óbreyttum aðstæðum. Svarar þessi fjöldi til fullrar skipshafnar á um 20 bátum, eða nálega 1/4 hluta flotans. Útvegsbændafélagið hefur leitazt við að finna einhverja lausn á þessu vandamáli, en hún er að nokkru undir stjórn arvöldunum komin. Hvað verð ur ofan á er enn í fullkominni óvissu. Nýr bátur: Enn bætist við flotann á þessu hausti. Hefur Fiskiðjan h. f. fest kaup á m.b. Marz frá Reykjavík, sem er um 100 lest ir að stærð, byggður í Svíþjóð árið 1946, af svipaðri gerð og Suðurey. Von mun á fleiri bátum hing að á þessu hausti. Er talið, að Helgi Benediktsson muni fá ný- smíðaðan bát frá Svíþjóð, og ef til vill munu fleiri aðilar fá nýja báta.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.