Fylkir


Fylkir - 21.11.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 21.11.1958, Blaðsíða 1
 Mólgagn Sjálfstæðis- fíokksíns 10. argangur Vestmannaeyjum, 21. nóv^ 1958 33. tölublað. Enn um Snót í síðasta Eyjablaði birtist all- íerleg ritsmíð eftir frú Guð- mundu Gunnarsdóttur um mál- efni Snótar, sem mjög hafa ver- ið til umræðu í haust í sam- bandi við kosningar til Alþýðu sambandsþings. Á þessari ritsmíð má sjá svo greinilega sem verða má, að frúna svíður það mjög, að hróflað skuli hafa verið við al- ræðisvaldi hennar og nokkurra annarra kvenna af sama sauða- húsi í félaginu. Eru þeim, sem að því standa ekki vandaðar kveðjurnar, enda þær í algeru samræmi við athafnir þeirra kvenna. Kunna þær sýnilega bezt við það, að þar komi eng- ir nálægt aðrir en þær, enda kvarta þær mjög undan afskipt- um karlmanna af málefnum þeirra. Hitt skyldi þó aldrei vera, að einhverjir karlmenn væru með í þeirra „ráðuneyti", ef ekki til stjórnar bak við tjöld in þá að minnsta kosti til ráð- gjafa. En látum svo vera. Þær um það. Að slepptum öllum fáryrða- flaumi frúarinnar og öðru því, sem engu máli skiptir í þessu sambandi, eru í grein hennar örfá atriði, sem rétt er að gera athugasemd við, enda þótt þessi atriði séu margskýrð í greinum, sem Fylkir hefur birt um þessi mál að undanförnu Erþá fyrst að ræða um fulltrúatölu félags- ins. Það hefur áður komið fram, og því hefur ekki verið mót- mælt opinberlega, hvorki af formanni Snótar né frú G. G., að félagskonur eru 188, en aukafélagar 168, þ. e. samtals 356. í Eyjablaðinu síðasta full- yrðir frú G. G., að ákveða eigi fulltrúatölu á þing A. S. í. eft- ir félagatölu samanlagðra auka- og aðalfélaga. Þessi fullyrðing frúarinnar er alveg út í hött, því að í 30. gr. laga A. S. í. stendur skýrt og greinilega, að tala fulltrúa skuli miðast við fjölda fullgildra félagsmanna Aukafélagar, sem hafa ekki at- kvæðisrétt, geta víst ekki talizt fullgildir ,enda munu þær ágætu konur, frú G. G. og hennar lagskonur, þá hafa hlaupið á sig allverulega, því að sé hennar staðhæfing rétt, hefði Snót átt að fá fjóra fulltrúa, en ekki þrjá. Virðist þörf á að koma vitinu fyrir frúna miklu frem- ur en ritstjóra Fylkis varðandi fulltrúafjölda, og skal henni bent á að líta á 30. grein laga A. S. í. Um undirskriftirnar er það að segja, að þær eru allar heið- arlega til komnar pg þarf eng- inn að efast um það, að nokkuð sé við þær að athuga. Hitt verð- ur svo óskiljanlegt, hvers vegna þær stjórnarkonur í Snót hunds uðu þær, en frestuðu ekki full- trúakjöri. Hefðu þær gert það, hefði aldrei komið til neinnar kæru eða annarra vandræða út af þessum málum. Það er skýrt og greinilega tekið fram í lög- um A. S. í., að 1/5 hluti fé- lagsmanna nægir til að krefjast þess, að viðhöfð verði allsherjar atkvæðagreiðsla um fulltrúa- kjör. Þessi 1/5 hluti var fyrir hendi, því að fulltrúatala skal miðast við tölu fullgildra félaga, sem eru í Snót, skv. félagsskrá og ótmótmælt af G. G. og öðr- um, sem fjallað hafa um þetta mál í blöðum, i88_ Á undir- skriftarlistum voru nöfn 38 full- gildra félagskvenria í Snót, þ. e. 1/5 hluta af 190, og því er alveg ótvírætt,, að áskorunin var lög- mæt og því bar að sinna henni. Er merkt á undirskriftarlistana við nöfn þessara fullgildu félags kvenna, og eru þeir þegar fyrir nokkuð löngu komnir miðstjórn A. S. í. í hendur, þótt frú G. G. fullyrði annað. Um annan útúr- snúning frúarinnar í sambandi við listana og atkvæðagreiðslu hirði ég ekki. Þá ræðir hún enn um mót- töku áskorunarlistanna, og virð ist henni fatast flugið í því efni. Það hefur greinilega kom- ið fram, að forrri. Snótar tók við listunum, án nokkurra at- hugasemda eða tilboðs um, að hún athugaði þá með þeim, sem komu með þá. Þetta stendur ó- haggað, hvað sem öðru líður. Hitt mun sönnu nær, að þá fyrst voru listarnir athugaðir, er frú G. G. kom til sögunnar. Hringing hennar í Kuða stóð í sambandi við þá athugun, því Fr-amhald á 2. síðu. Framsóknarblaðið og malbikunin í Framsóknarblaðinu 19. þ. m. er smáklausa um malbikun- ina, sem ég tel mig þurfa að leiðrétta í greininni segir, að ekki hafi staðið á efni (asfalti) til mal- bikunar á þessu sumri. í þessu sambandi vil ég geta þess, að seint á árinu 1957 sótti kaupstaðurinn um innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir 150 tonnum af asfalti frá Ungverja- landi, til malbikunarfram- kvæmda á árinu 1958. Eftir við ræður við Innflutningsskrifstof una var bæði ég og umboðs- maður innflytjenda í Reykja- vík það bjartsýnir á, að leyfið yrði veitt, að pöntun var gerð á 150 tonnum af asfalti frá Ung verjalandi og var pöntunin stað fest með bréfi til kaupstaðarins. En þegar til afgreiðslu kom hjá Innflutningsskrifstofunni var umsóknin skorin niður í aðeins 50 tonn. Varð meirihluti bæjar stjórnar af þessum orsökum að breyta áætlunum sínum um malbikunarframkvæmdir á s. 1. sumri. Og er lokið var við mal- bikun Skólavegs hinn 1. ágúst s. 1., var ekki um annað að ræða en stöðva framkvæmdirnar í bili, þar sem allir voru sam- mála um, að malbikun Strand- vegs yrði að sitja fyrir, en efni umfram þá framkvæmd ekki fyrir hendi. Eg er undrandi yfir, að Fram sóknarblaðið skuli láta sig hafa það, að reyna að verja, að Inn- flutningsskrifstofan sá sér ekki fært að veita Vestmannaeyja- kaupstað innflutningsleyfi fyr- if nema 50 tonnum af asfalti þetta ár, sérstaklega þegar nokk ur vissa er fyrir, að hvorki Ak- ureyri eða Reykjavík munu hafa fullnotað það magn, sem þeim var veitt leyfi fyrir nú í ár, en magn það, sem Eyjarn- ar fengu aðeins 4 til 5 daga vinnsla fyrir malbikunarstöðina hér. Hefðu ekki verið fyrir hendi eftirstöðvar af asfalti frá árinu 1957, hefði mjög lítið nema Strandvegurinn verið malbikaður nú í ár. Eg mundi telja það betur far ið, að Framsóknarblaðið notaði aðstöðu sína hjá Innflutnings- skrifstofunni til þess að ýta und ir, að leyfi yrði veitt fyrir því magni af asfalti til framkvæmda hér, sem beðið er um, í stað þess að vera að gera tilraun til að spilla fyrir að svo verði með röngum og óraunhæfum skrif- um um þetta mál. Guðl. Gislason.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.