Fylkir


Fylkir - 21.11.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 21.11.1958, Blaðsíða 2
ssss^ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssesss Enn um Snól Að vent a Framhald af 1. síðu. að hún leiddi í ljós, að liennar sögn, að áskorunin var ólögmæt. Þegar svo var komið á fundinn og farið var að kanna félaga- skrá, kom það í ljós, sem áður hefur verið greint frá, að aðal- félagar voru 188, aukafélagar 168. Og ekki svo meira um það, málið liggur-----og hefur raun- ar alltaf legið — ljóst fyrir, livað þessa hluti snertir. Um samtal okkar skal ég verða fáorður, enda engir til vitnis um það, sem okkur fór á milli. Stendur því fullyrðing gegn fullyrðingu og erfitt fyr- ir aðra að glöggva sig á, hvað er satt og rétt í því. Hitt skal ég svo segja frúnni, að þá er hún spurði eftir konum þeim, sem hún nefndi, spurði ég hana, hvort nokkuð væri að í sambandi við listana. Svaraði hún þá þessu, sem ég tilgreindi, að um helmingurinn væri ekki í félaginu, og benti ég henni jafnframt á að hringja lieim til þeirra. Þetta er sannleikurinn í málinu og ekkert annað. Þyki henni liann sár, þá hún um það. Öll önnur ummæli frúarinn- ar læt ég sem vind um eyrun þjóta og vísa þeim til heimahag anna. Að þeim blómum getur hún sjálf hlúð í sinni orðablóma brekku, ef Iienni þykir sæmd að því, og skal slíkt látið óáreitt og óátalið af mér. Um það, hvað gerist í mál- efnum Snótar á næstunni, veit ég ekki. Eg hafði áður talað um, að skv. orðrómi mundi miðstjórn A. S. í. ekki taka end anlega afstöðu til málsins, lield- ur láta sjálft þingið fjalla um það. Veit ég auðvitað engar sönnur á því, íremur en frúin MÁLGAGN sjAlfstæðisflokksins ÚTGEFANDI: S J ÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGBARM.; EINAR H. EIRÍKSSON Sími: 308. — PóJthóli 101. PrenUmiOjan EYRÚN h. f. Hækkar lífsins helgimáttur. Hugann signa geislavendir. Vígist innsti eðlisþáttur alsælunni, er Guð oss sendir. Kemur Drottinn Kristur, lífið. Kemur andans vorblær, Ijósið. Kristur boðar vor í veröld, vor í sálarlífi manna, kærleiksvor og kærleiksvilja, kraft og þrá hið góða að skilja Upp skal renna alheims góðöld, alla blessa lífið sanna. Kristur, þínum kærleiksóði kross er vígður fórnarblóði. Lát það blóð oss leysa af syndurn, líkna og frelsa í öllum myndum. Kom þú, Drottinn, Kristur, lijið. Kom þú, andans vorblær, Ijósið. Lát Jrinn anda oss lífið gefa. Lát þú sælu um alheim streyma. Krist þinn lát oss kenna að unna. Kom til vor, Guðs náðarsunna. Kenn oss lífið kærleik vefa. Kenn oss þig, í hjarta að geyma Elskum Krist, sem alltaf kemur enn á ný að skapa friðinn, almáttugu orðin semur, yndislega vekur siðinn. Kristur Drottinn kemur, lífið. Kemur andans vorblær, Ijósið. Kristur vekur sannleikssiðinn, siðinn þann að vera góður, hendur vorar helgar allar, hjörtu vor til göfgi- kallar, sannan veitir sálarfriðinn. Sönnum Guði helgast óður. Þú birtist enn sem barn í jötu, boðar líkn á mannlífsgötu. Öllum þeim, sem elsku leita, ertu jafnan sól að veita. Kom þú, Drottinn Kristur, lifið. Kom }dú, andans vorblær, Ijósið. Sannleiksboð um byggðir hljóma. Biðja af hjarta vottar þínir: Kom til vor, oss kenn að biðja, kenn oss rétt að vaka og iðja. — Upprisunnar ljósið ljómar. Leiftra stærstu dýrðarsýnir.---- Ofanleiti í Vestmannaeyjum í nóvember 1958. HALLDÓR KOLBEINS. Myndasýning Byggðasafnsnefndin iiefur á- kveðið að efna til sýningar á allmörgum myndum úr safni Kjartans heitins Guðmundsson- ar, Ijósmyndara. Hefur nefndin látið vinna að því að gera mynd irnar eftir plötunum og kannað fjöhnargar þeirra. Á þessari sýningu verða urn 1000—2000 rnyndir, margar hverjar mjög svo merkilegar og girnilegar til fróðleiks, mynd- ir af mörgum merkum borgur- um, bæði lífs og liðnum, og myndir af fjölskyldum, og fleira mætti tilnefna. Sýningin verður haldin í Gagnfræðaskólanum á sunnu- virðist vita það. En hitt hefði verið ákjósanlegast, að um þetta mál hefði aldrei orðið neitt karp, en úr því sem komið er, verður ekki snúið við. Telji frú G G. sig og einhverjar aðrar konur fara halloka í því, þá má hún sjálfri sér um kenna og sínum meðstjórnendum og eng um öðrum. daginn kemur Aðgangur verð- ur seldur og kostar kr. 10,— fyr ir fullorðna, en kr. 5,— fyrir börn. Rennur allt, sem inn kemur, til Byggðasafnsins til að standast kostnað við að láta gera myndir eftir plötum úr safninu, og einnig til Hljóðfærakaupa: sjóðs Gagnfræðaskólans. Ekki er að efa, að bæjarbú- ar munu fjölmenna á sýning- una. Viðgerð a raðinu Um þessar mundir er verið að vinna við Eiðið og viðgerð þá sem lengi hefur staðið fyrir dyr- um. Alþingi hefur veitt fé til þessara framkvæmda á fjárlög- um. Er þess að vænta, að við- gerðin leiði til jkvæðs rangurs, þótt skiptar séu skoðanir um, hvernig fara beri að með þessa viðgerð. Ú tgerðarmenn Ef ykkur vantar 32 volta spennubreyta, þá vinsamlegast talið við okkur sem fyrst. Dagl. nýjar vörur Lakaléreft með vaðmólsvend, 150 cm. breitt. Kópu- og gallapoplin, Nylcn- og perlon-efni, í telpukjóla. Amaro-nærföf, á karla, konur og börn. Odýru þýzku nærfötin væntanleg með næstu ferð. D. M. C. tvinni, Áróru-garn, fjöldi lita „Baby"-garn, með næstu flugferð. Karlmannaföt, yfir 100 sett úr að velja. Ný kjólaefni í hverri viku. VÖNDUÐUSTU VÖRURNAR! HAGSTÆÐASTA VERÐIÐ! Verzlunin SÓLVANGUR Sími 104. Selskabskjólaefni. Storesefni, 2 metra breitt, Storesefni, hvíff, 120 cm. Mínerva herraskyrtur, Minerva herranóttföt, Svart spejlflauel, Telpu golftreyjur, Drengjapeysur. Síðar kamgarnsbuxur á kven- fólk, telpur og drengi, Molskinn, Bleyjugas. Verzlun ánna Gunnlaugu. Stúlka óskast í Efnalaugina Straum frá 1. desember. HENRY KLARIS Sími 119. ummmmimmmmmmmwf.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.