Fylkir


Fylkir - 28.11.1958, Qupperneq 1

Fylkir - 28.11.1958, Qupperneq 1
Mólgagn Sjálfstæðis- flokksins 10. argangur Vestmannaeyjum, 28. nóv. 1958 34. tölublað. AÐALFUNDUR Lifrarsamlags Vestmannaeyja Alþýðusambands þing- Sunnudaginn 16. þ. m. var lialdinn aðalfundur Lifrarsam- lags Vestmannaeyja fyrir árin 1956 og 1957. Liðin eru á þessu ári 26 ár síðan Lifrarsamlagið var stofn- að og tók til starfa. Helztu hvatamenn að stofnun þess voru þeir Jóhann Þ. Jósefsson, alþm., Ólafur Auðunsson, Guð- mundur Einarsson, Viðey, Pétur Andersen og Hjálmar Konráðs- son. Allir þessir menn áttu sæti í fyrstu stjórn samlagsins, og er Jóhann Þ. Jósefsson einn á lífi af þeim. Auk þess áttu bankastjórarnir, Haraldur Viggó Björnsson, útibússtjóri hér, og Helgi Guðmundsson, drjúgan þátt í, að fyrirtækið kornst á fót. Lifrarsamlagið hefur unnið samtals á þessu 26 ára bili úr ca. 41 þús. lestum af hráefni, og úr þessu magni hafa fengizt 24,7 þúsund lestir af útflutnings vöru, þ. e. lýsi, mjöli og stearini. Að meðaltali er þungi fullunn inna afurða um 60 af hundraði af hráefnisþunga, en hagstæð- ast framleiðsluhlutfall hefur orðið 70 af hundraði. Heildarverðmæti unninna og seldra afurða á þessu 26 ára bili er nálægt 78,7 millj. króna, miðað við fob. verð. í útflutn- ingsgjöld hefur samlagið greitt fullar tvær milljónir, um 1,3 millj. í hafnargjöld, tæpa eina millj. í tryggingar, og séreigna- sjóðsinnstæður félagsmanna í árslok 1957 námu um 550 þús. krónum. Greidd vinnulaun munu á tímabilinu vera um 9 ntillj. Á starfstíma Lifrarsamlagsins hefur stöðugt verið fylgzt með nýjungum á sviði lýsisfram- leiðslunnar, vinnsluaðferðir hafa verið bættar og nýjum vélum bætt við með aukinni tækni. Framleiðsla Lifrarsam- lagsins hefur ávallt verið mjög góð og fallið kaupendum vel, enda aldrei verið yfir henni kvartað. Birgðageymslur sam- lagsins hafa verið stórauknar og taka lýsisgeymar þess nú orð ið um 2300 lestir, en það svarar til að vera öll vetrarfiamleiðsl- an á síðustu vertíð, og er þá ekki aðeins talið aflamagn Vest- mannaeyjabáta, heldur og að- komubáta. Auk þess hefur sam- lagið tekið til vinnslu og geymslu lifur og lýsi fyrir aðra aðila. Má þar til nefna, að í sumar var hvalspik brætfc þai', og er það alger nýjung í fram- leiðsluháttum. Tókst sú til- raun vel, þrátt fyrir það, að að- staða til slíkrar lýsisvinnslu er ekki þægileg hér. Á aðalfundinum voru teknir fyrir til umræðu og samþykktir reikningar Lifrarsamlagsins fyr- ir árin 1956 og 1957. Ennfrem ur var upplýst, að framleiðsla þess væri á þessu ári orðin 2236 lestir af lýsi. Heildarverðmæti framleiðslunnar á þessu ári er um 6,6 mill. fob. Lýsisverð hefur farið lækk- andi að undanförnu, vegna mikils framboðs á feitmeti í heiminum. Ákveðið verð til fé- lagsmanna fyrir lifrarkíló er kr. 1,25 á árinu 1958. Að þessu sinni urðu nokkrar breytingar á stjórn Lifrarsam- lagsins. Ástþór Matthíasson, sem verið liefur í stjórn þess síð- astliðin 23 ár, baðst undan encl- urkosningu. Einn stjórnarnefnd armaður, Tómas M. Guðjóns- 26. þing Alþýðusambands ís- lands var sett í Reykjavík á þriðjudaginn var. Þingið sækja nálægt 350 fulltrúar hvaðanæva að af landinu, úr Vestmanna- eyjum munu 10 fulltrúar mæta þar, ef öll kjörbréf verða tekin gild, en þegar þetta er ritað, stendur yfir nokkurt þref um kjörbréf allmargra fulltrúa. Má þar til nefna fulltrúa Trésmíða- félags Reykjavíkur, Snótar í Vestmannaeyjum og fulltrúa frá Snæfellsnesi. Ræða forseta A. S. í.: Að kvöldi setningardagsins var útvarpað frá setningu Al- þýðusambandsþingsins kafla úr ræðu Hannibals Valdimarsson- ar, félagsmálaráðherra, forseta ASÍ. Er ekki trútt um, að sum- um, er á hlýddu hafi þótt kenna þar margra skrítinna grasa í þeirri tölu. Nú hafa borizt með blöðum nánari fregnir af þess- ari ræðu forsetans, og skal vik- ið að henni nokkru nánar. Stefnan og starfið.: Síðasta þing A. S. í. var hald ið 1956. Varpaði forseti fram son, lézt á árinu. Núverandi stjórn Lifrarsamlags Vestmanna eyja skipa þessir menn: Jóhann Þ. Jósefsson, alþm., formaður, Jónas Jónsson, varaform., Ár- sæll Sveinsson, Martin Tómas- son og Ágúst Matthíasson. Bjarni Jónsson, frá Svalbarði, hefur frá upphafi verið skrif- stofustjóri Lifrarsamlagsins og gjaldkeri þess um leið. þeirri spurningu, hvort lífskjör verkalýðsins hefðu versnað að athuguðu máli? Ræddi hann síðan stefnuskrá þá, sem síðar varð grundvöllur að stefnu nú- verandi ríkisstjórnar. Gat hann þess, hvað áunnizt hefði, hvers hefði verið krafizt og hvað framkvæmt. Skal það ekki rak- ið að sinni. Þá drap hann á ályktanir síðasta Alþýðusambandsþings, en nefndi þó fátt eitt. Hann nefndi þó ályktun um hækkað- ar launatekjur fiskimanna, en þær hefðu aukizt svo verulega á síðustu tveim árum, að við hefðum getað losað okkur við rúmlega tvö þúsund Færeyinga og þó mannað fleiri skip en áð- urí! Það mætti spyrja Vestmanna eyinga, hvað þeir segja um þetta. Hér vantar tvö — þrjú liundruð menn í vetur, og ólík legt er, að Vestmannaeyjar sé eina verstöðin, sem svo er á vegi stödd. Þá veit maður afstöðu þessa ráðherra til ráðningar er- lendra manna á bátana. Meiri tekjur — stöðugur koupmóttur: Þessa fjölgun("l) sjómanna taldi forsetinn m. a. stafa af því, að dregið hefði .stórlega úr vinnu á K.eflavíkurflugvelli og verkaði hann ekki lengur trufl- andi á atvinnulíf landsmanna. Hins lét hann þó ekki getið, að núverandi ríkisstjórn hefur bundið dvöl erlends herliðs þar með samningum vegna fjárút- vegunar til raforkuframkvæmda. Skal greiða lánið til Sogsvirkj- Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.