Fylkir


Fylkir - 05.12.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 05.12.1958, Blaðsíða 1
io. argangur Vestmannaeyjum 5. des. 1958 35. tölublað. Astand og horfur . Um þessar mundir eru mönn um að sjalfsögðu efst í huga þau vandamál efnahagslífsins, sem aðkallandi er að leysa. Sú ríkisstjórn, sem undanfarin ríf- leg tvö ár hefur farið með stjórnartaumana, virðist nú vera orðin gersamlega ráðþrota, pg hefur hún þó ekki úr há- -um soðli að detta í þeim efn- um. ;: Nýafstaðið Alþýðusambands- þing vildi ekki fallast á, að fall Orðsending Þetta tölublað er hið síð- | asta fyrir jól, að frátöldu 1 jólablaðinu, sem væntanlega ( , mun geta komið út um 20. 1 þ. m. í síðasta lagi. Það eru eindregin tilmæli,( ið allir þeir, sem hafa hug á, því að koma auglýsingum íj Jjólablaðið, geri það sem allrav ifyrst. Sérstaklega vill blaðiðj Jbenda á, að þau fyrirtækii > eða einstaklingar, sem vilja( Jkoma á framfæri jólakveðj- 1 um til viðskiptavina sinna,, , hafa til þess gullvægt tæki- 'færi í jólablaðinu. Verð jóla- ikveðju af venjulegri stærðj er ákveðið kr. 75,00, en sé 1 ióskað eftir þeim á annanj |hátt, er reiknað á venjulegu 1 auglýsingaverði, sem er alveg, ', óbreytt frá því í fyrra. Vinsamlegast látið vitaj > sem allra fyrst um óskir yðar. ið yrði frá um mánaðartíma að greiða vísitöluuppbót þá, 17 stig, sem fellur á laun nú 1. desember. Var það varla að undra, þegar þess er gætt, að meiri verðhækkanir hafa vart orðið á síðari arum á jafn- skömmum tíma sem nú í sum- ar og haust. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, sótti Alþýðusambands þing heim og bað um sam- þykki þess við frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um þetta efni. Telja má það eftirtektarvert, einkum fyrir launþega og sér- staklega þá, sem lofað hafa nú- verandi ríkisstjórn hátt og í hljóði fyrir það, hversú vel hún hefur gætt hagsmuna laun- þega, að það er einmitt þessi stjórn „vinnustéttanna", sem ráðizt hefur einna harðast á lífs kjör launamanna í landinu. Má það vera augljóst, að í byrj- un ferils síns svipti hún þá upp- bótum, fyrir þær verðhækkan- ir, sem þá þegar voru orðnar. Tveim árum síðar spyr hún verkalýðssamtökin, hvort hún megi enn svipta þau vísitölu- hækkun, sem nemur 17 stig- um, vegna verðhækkana, sem orðið hafa síðan í maí í vor. Ætla hefði mátt eftir stóryrð- um þessara manna, að í ein- hverja aðra vasa yrði fremur leitað en launamanna. En svo er ekki. Og svo þegar hún fær ekki heimild til að fara í vasa þeirra, segir sjálfur forsætisráðherra, að hann sjái enga aðra leið en þá, að stjórnin biðjist lausnar, gef- ist algerlega upp við að ráða bót á ástandinu. Hún hefur að vísu ekki úr háum söðli að detta í þeim efnum, en á henni hefur sannazt, að dramb er falli næst. Víst hefði þessum herrum verið betra að hafa Jægra, láta minna, en þeir gerðu í upphafi um auðveld- leik þess að glíma við og sigr- ast á aðsteðjandi vanda. I Reykjavík stendur yfir að- alfundur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna. Þeir horfa nú fram á stórhækkaðan rekst- urskostnað útgerðarinnar, sem óhjákvæmilega leiðir af sívax- andi verðlagi í landinu í sumar og haust. Þau 17 vísitölustig, sem nú falla á allt kaup, valda svo enn auknum útgjöldum, og uppi eru kröfur um hækkað fiskverð til sjómanna. Sverrir Júlíusson, formaður L. í. Ú., gat þess í setningar- ræðu sinni, að þær tekjur, sem Útflutningssjóði væru ætlaðar, mundu á þessu ári komast upp í 1200 milljónir króna. Eru það nálega 400 milljónir frá árinu 1957, og viðbótarskattur á þessu ári samkv. bjargráðun- um um 800 milljónir. Fer það nokkuð nærri um spár Sjálf- stæðismanna um, að skattheimt an yrði þessi á árinu 1958, en vinstri menn streittust við að neita og töldu hreinan og bein an heilaspuna og hugarburð. Ný verzlun Um helgina verður opnuð ný verzlun, Verzlzunin Örin, þar sem áður var verzlun Ása og Sirrí, í Þinghól. Verzlunar- húsnæðið er nýinnréttað skv. teikningum gerðum af Sveini Kjarval í Reykjavík. Smíði alla á innréttingunni hefur annazt Nýja kompaníið h. f. hér, raf- lögn er unnin af Elding s. f., en málningu hefur Tryggvi Ólafsson séð um. * Verzlun þessi mun hafa á boðstólum allkonar prjóna- og vefnaðarvörur. Eigendur henn- Sljórnarslit Þauð tíðindi bárust alþjóð fyrir um það bil einum sólar- hring, að Hermann Jónasson hefði á ríkisráðsfundi beðist lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Að sjlfsögðu hefur stjórninni verið falið að sitja áfram, unz ný ríkisstjórn hefur verið mynd uð, en vandséð er, hvernig slíkt muni geta átt sér stað nema með nýjum kosningum. Höfuðástæða stjórnarslitanna nú er, að því er forsætisráðh. tilkynnti, að ekki fékkst heim- ild til að fresta greiðslu vísitölu uppbótar á öll laun, svo sem hann hafði farið fram á við Al- 1 þýðusambandsþing. MÆÐRÁSTYRKSNEFND Eins og undanfarin ár mun Mæðrastyrksnefnd gangast fyr- ir því, að einstæðum mæðrum verði veittur jólaglaðningur. Hefur nefndin ákveðið að leita til bæjafbúa um stuðning í þessu skyni. Hefur jafnan ver- ið brugðizt vel við tilmælum nefndarinnar og svo mun áreið- anlega verða enn á ný. Einhvern næstu daga mun Mæðrastyrksnef-nd gangast fyrir því, að farið verði um bæinn og leitað eftir framlögum bæjar búa. Er þá hvers konar stuðn- ingur vel þeginn, hvort sem hann kemur fram í beinum fjárframlögum eða á annan hátt. Er bæjarbúum svo kunnugt um þessi mál, að óþarfi ætti að vera að ræða þau frekar. Það eru einlæg tilmæli Mæðrastyrksnefndar, að nú sem fyrr verði brugðist vel við mála leitun hennar og bæjarbúar sýni í verki, að þeir gleyma ekki þeim, sem styrks eru þurfi. ar eru þeir Ágúst Kristmanns og Hörður Sveinsson, Reykja- vík.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.