Fylkir


Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 6

Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 6
JÓLÁBLAÐ FYLK.1S Xlpphaf vélfrystíngar á Úslandi Öldin, sem leið, 19. öldin, er íyrst framan af tímabil lítilla framfara. Þá beittu þeir menn, sem öðrum fremur voru til for- ustu lallnir og kjörnir voru til að hafa forustuna á liendi, sér svo að segja eingöngu fyrir því, að landsmenn öðluðust stjórnar- farslegt frelsi og sjálfræði og losnuðu undan yfirráðum er- lendra manna, sem voru skiln- ingslitlir á þarfir þeirra og enn ófúsari, ef nokkuð var, á að innleiða nýja liætti til bættra lífskjara og andlegs þrifnaðar- auka. En þótt barátta íslenzkra manna væri stundum, að því er virtist, gersamlega vonlaus, \annst ávallt nokkuð á, og ýms- ir áíangar á leiðinni til fulls stjórrifrelsis marka djúp spor í sögunni, og má um suma segja, að með þeim hefjist nýir tímar. Ef til vill er verzlunarfrelsið einn merkasti leiðarsteinn 19. aldarinnar, og er þá ekki gleymt ýmsu öðru, sem vissulega er ó- maksins vert að hugleiða hvern ig marka má stað á því tíma- bili. Með verzlunarfrelsinu opn- ast íslenzkum mönnum nýjar leiðir. Upp rísa innlend fyrir- tæki, sem mcð árunum urðu stórfyrirtæki og ruddu burtu hinum dönsku selstöðu- og kon- ungsverzlunum, sem margir höfðu haft ákaft liorn í síðu til. Margt lastyrði liefur \erið haft í munni unr íslenzka kaupmenn frá þeim tíma, en það vill jaiii- an gleymast, er skammsýnir og misvitrir menn þykjast þess um- komnir að dæma þá frá sjónar- hóli miðbiks 20. aldar, að þeir voru brautryðjendurnir og þeir tóku við af útlendum mönnum, gerðu verzlunina íslenzka. Það er áreiðanlega rneira virði og þakkarverðara en svo, að þeir eigi þjóðarlast skilið fyrir sitt verk. Hitt er svo auðvitað að- gætandi, að farmfaramennirnir hafa á öllum tímunr sætt mis- jöfnum dómum og verk þeirra verið talin of lík skýjaborgum, sem hvcrfa, er þeir vakna til hius miskunnarlausa veruleika. En hvað um það. Síðari liluti 19. aldarinnar er upphafið að þeirri framþróun, sem enn þann dag í dag á sér stað á íslandi, uppbyggingu atvinnuveganna, sem stöðugt er að gerast, breyt ingu á vinnubrögðum, eftir því sem ný og aukin tækni veldur breytingunum og léttir mönn- um störfin. En um aldamótin síðustu eða rétt eftir þau, þeg- ar vélaöld gengur í garð á Is- landi, verður gjörbreyting frá því, er áður var. Vestmannaeyj- ar verða ekki seinni til en aðr- ir landshlutar að taka vélarn- ar í sína þjónustu, og verður hér á eftir minnzt á einn þátt- inn í þessari miklu breytingu, sem vélarnar höfðu í för með sér. Vandamál útgerðarinnar voru mörg Jrá, ekki síður en nú. Eitt af þeim var beituskorturinn. Hann háði mjög útgerð Vest- mannaeyinga um og eftir síð- ustu aldamót, og Jrótt beita fengist að nokkru ráði, var ekki allt fengið. Efiðast var að geyma hana. Upp úr 1890 koniu til íslands eftir nokkra dvöl á erlendri grundu þeir Jóhannes Nordal, síðar íshússtjóri í Reykjavík, og ísak nokkur Jónsson, sem varð einnig merkur maður, og starf- aði einkum austanlands. Þessir tveir menn höfðu kynnzt Jrví vestur í Ameríku, hvernig unnt var að geyma bæði beitu og matvæli óskemmd í svonefnd- um íshúsum, Ja. e. í geymslum, þar sem haldið var ákveðnu hitastigi, eða réttara væri kann- ske að segja kuldastigi. Unnu þessir menn báðir að Jrví að koma upp íshúsum, Jóhannes í Reykjavík, en ísak úti um land, einkum þó á Austurlandi. Til Jress að ná kulda í íshúsin var notaður snjór eða ís, sem fékkst af frosnum stöðuvötnum eða tjörnum, og var Tjörnin í Reykjavík ákjósanleg til þessa, Jrar sem hana lagði tíðum í frostum. Á Austurlandi var snjóþungt og frost ekki ótíð, svo að hægurinn var á að koma Jressu til leiðar þar eystra. En hér í Vestmannaeyjum var vandinn mestur að fá snjó og klaka í íshúsið. Kom þar margt til, sem hér skal ekki rakið irek ar að sinni, en aðeins bent á, að Jreir vetur gátu kornið, að nauin ast fraus sjó og snjór lá aldrei lengi á jörðu hér. Upphafið að byggingu ísliúss má rekja til ársins 1901, en Jrað ár, hinn 15. seþtember, var boð að til fundar að tilhlutan Jjeirra Magnúsar Jónssonar, sýslumanns, og Árna Filippus- sonar verzlunarmanns, til að ræða um að koma hér upp ís- luisi. Að vísu voru rniklir örð- ugleikar á rekstri slíks l'yrirtæk- is hér í bæ, en samt var haldið áfram og unnin bugur á erfið- leikunum. Og með tímanum varð að Jressu fyrirtæki hið mesta hagræði. Verður saga Jress ekki rakin hér frekar, en Jress má geta, að íshúsið var fyrst framan af til húsa þar sem Ing- ólfshvoil við Landagötu er nú. Um smíði þess sá Friðrik Bjarnasen, bróðir Antons Bjarna sen, verzlunárstjóra, og þeirra bræðra. Arið 1908 markar tímamót í atvinnusögu Vestmannaeyja, að ýmsu leyti. Þá var fyrst gerð tilraun með þorskanetum, og þótt sú tilraun bæri ekki þann árangur, sem vonazt hafði ver- ið til, varð hún til Jjess að opna augu manna fyrir þessu veiðar færi, sem nreð árunum hafði æ meiri þýðingu fyrir alla af- komu manna hér. En á Jjví sama ári er hafin vinna við byggingu nýs húss niður við sjó, norðan Strand- vegar, á svonelndri Nýjabæjar hellu. Mun við þá byggingu hafa lyl’zt brúnin á mörgurn, sem með lienni eygðu lausn á þeim vanda, sem við var að etja vegna örðugleikanna á því að geyina beitu. Húsi þessu hafði verið valinn staður nálægt sjónum, vegna Jæss að þar skyldu koma vélar til frysting- ar, og þurfti þá að ná í sjó til kælingar. Hugmyndina að byggingu Jressa húss átti Ciísli J. Johnsen, sem þá var stórvirkur athafna- maður hér í Vestmannaeyjum, framsýnn maður og áræðinn, enda hafði hann glöggt auga fyrir öllum Jreim nýjungum, er að gagni máttu koma. Var safn að framlögum lil byggingar hússins meðal vélbátaeigenda, sem þá voru orðnir þó nokkuð margir. Munu hafa safnazt um 8 þús. kr. á Jjennan hátt, en rösk ar 5 Jaúsundir fengust með á I byrgð sýslusjóðs. Bygging Jæssa nýja frystihúss hófst í maímánuði 1908, og var lokið um áramótin og tók hús- ið Jjá til starfa. Hafði þá um nokkurt skeið tíðkazt erlendis, að frystihús væru búin véla- kosti til frystingar. Gísli J. Jolin sen hafði kynnzt þessu erlendis og sá, hvílík framför hér var á ferðinni, alveg sérstaklega fyr- ir Vestmannaeyjar, frost- og snjólitlar, og Jjm' sérstök nauð- syn á bættum frystiaðferðum hér. Segir Þorsteinn í Laufási í nýútkominni bók sinni, Alda hvörf í Eyjum, að það hefði ekki jerið á annarra færi en Gísla að liafa frumkvæði að Jjess ari framför, enda hafi hún orð- Strandvegur fyrir fáum áruin. Athugið breytwguna. Gamla ishúsið sésl hœgra megin.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.