Fylkir


Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 9

Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 9
jÖLABLAÐ FYLK.1S 5 Kaupstadur í Vestmannaeyjum A síðasta sumri minntust nokkrir kaupstaðir úli urii land þess, að liðin voru 40 ár jrá því, að þeir Öðluðust káupstaðarréttindi. í tölu þessara kauþstaða eru einnig Veslmannaeyjar, þótt þess hafi ekki sérstaklega verið minnzt. En þótt Vestmannaeyjar geti þannig ekki ializl eldri en fjögurra áratuga sem kauþstaður, má telja, að þœr hafi hlotið þessi réttindi. með réttu árið iyS6, ásamt ýmsum öðrum stöðum hérlendis, þegar verzlunin var gefin frjáls á íslandi öllum þegnum Danakonungs. Verður hér lítil- lega getið um þennan þátt í sögu Vestmannaeyja, þótt ekki sé unnt að rekja hann til neinnar hlitar. Hinn 18. ágúst 1786 kom út konungsbréf og uppfest var aug lýsing sanra dag um hina frjálsu verzlun allra þegna Danakon- ungs og skilyrði fyrir lienni. 1 auglýsingu þessari voru ákvæði um, að sex tilgreindir staðir á Islandi skyldu öðlast^kaupstaðar réttindi. Þessir staðir voru: Reykjavík, Eskifjörður, Eyja- fjörður, Grundarfjörður, Skut- uls- eða ísafjörður og Vest- mannaeyjar. Umdæmi Vestmannaeyja náði ylir allstórt svæði, eða Árnes- og Rangárvallasýslur, Wstmanna- eyjasýslu og Vestav-Skaftafeils- sýslu. Umdæmi þetta er allstórt, og liggur það í augum uppi, að örðugt hefur verið um vik íyrir sýslubúa að fara í „kaupstað" á þeim árum. Að vísu var all- mikil verzlun frá þessum sýsl- um við Vestmannaeyjar, því að það hefur tíðkazt frá alda öðli, að' haldið væri til útróðra þang- að. í áður nefndri konungsaug- lvsingu frá 18. ágúst 1786 eru nánar tilgreind þau réttindi, er kaupstaðurinn skyldi fá, og er þáð aðalátriðið, að íbúar kaup- staðanna skyldu fá ókeypis lóð- ir undir hús og garða eftir út- mælingu. Ef konungur átti ekki sjálfur lóðina, átti að kaupa hana handa kaupstaðnum fyrir hans reikning. Nánar er kveðið á um rétt- indi kaupstaðanna og íbúa Jjeirra með tilskipun frá 17. nóvember 178Ö. Eru þau greind eftirfarandi : 1. Öllum kaupstaðarbúum var veitt fullkomið trúarbragða frelsi. 2. Þeir skyldu um 20 ára tímabil vera undanþegnir greiðslu manntalsskatts. 3. Þeir áttu kröfu á að fá útmælt ókeypis byggingarstæði undir lnis ásamt lítilli garðholu. 4. Hver, sem þess óskaði, átti kröfu á ókeypis „borgarbréfi.“ Nafn hans skyldi skráð í borg- arabókina og honum afhent borgarabréf. Ekki verður séð, að öll þessi ákvæði hafi verið stranglega haldin, og má t. d. geta þess um trúarbragðafrelsið, að Klem cns Jónsson segir í „Sögu Reykjavíkur,“ að málaferli hafi risið út af þessu ákvæði vegna þess, að kaþólskir menn áttu mjög erfitt með að tá byggða kaþ<)lska um 1860. kapellu í Reykjavík Það er ekki ofmælt, þótt með þessari tilskipun hafi orðið ger- bylting í verzlunarháttum liér á landi. Að vísu voru ekki allir agnúar af sorfnir, en þetta er stórt skref fram á við til fulls verzlunarfrelsis, sem nálægt 70 árum seinna var innleitt á ís- landi. Það varð svo aftur á móti eitt stærsta skrefið, sem stigið var í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og varð undanfari stórra at- burða á því sviði. Konungur skipaði nefnd manna til að annast sölu á verzl unum sínum og vörubirgðum. Starfsmönnum við konungsverzl unina hafði þá nokkru áður verið boðið að kaupa þær verzl- anir, sem þeir störfuðu við. En þeir voru tregir til, þótt kon- ungi virtist mjög umhugað um að losna við þær. Víða fónt þær því fyrir lágt verð, og hef ég séð þess getið á einum ^stað, að konungur hafi beinlínis gefið kaupmönnum þeim, sem keyptu verzlanirnar, samtals 113492 rík- isdali. Urðu þó margir hinna fyrstu kaupmanna gjaldþrota, áður en langt um- leið, þar á meðal kaupmaður einn í Vest- mannaeyjum. Það væri löng saga, ef rekja ætti verzlunarsögu Vestmanna- eyja allt frá þeim tíma, er þær öðluðust fyrst kaupstaðarrétt- indi. Þess er vitanlega enginn kostur iiér. Hins vegar skal þess getið, að útmæling á Jiinu fyrir liugaða kaupstaðarlandi var framkvæmd af sýslumanni þá- verandi, Jóni Eiríkssyni, yngra. Var staðurinn undir kaupstað- inn ákveðinn nálægt. Botninum, upp af Básaskerjum og Skildinga fjöru. Stærð þessa fyrirhugaða kaupstaðarlands var ákveðin 99856 ferálnir. Ef til vill er það merkileg- ast, að einmitt á þessum stað hefur orðið miðstöð athafnalífs ins í Vestmannaeyjum. Hafa hafnarmannvirki t. d. færzt þangað inneftir, ennfremur fisk- vinnslustöðvar, skipasmíðastöðv- ar o. fl. o. fl. frá hinum gamla verzlunarstað á Skanzinum, enda er landrými þar mun meira. Ákveðin sjónarmið virðast: hal'a verið liöfð í Jiuga við þessa staðarákvörðun. Þar var stytzt í vatn úr svonefndum Andrésar- brunnum undir Klifi. Minnst- ur skaði var að þessu landi vegna útbeitar bænda á heima- landi. Þangað vestur eftir náði ekki sjórok. Borgurum hefur sennilega verið ætlað að fá . 1 land til ræktunar, bæði og ef til vill korn- þarna garðávaxta 'fröllafoss siglir inn i Véstmannaeyjahöfn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.