Fylkir


Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 11

Fylkir - 22.12.1958, Blaðsíða 11
jÖLABLAÐ FYLKIS 7 $4eims um ból Það var 24. desember árið 1818 í Hallein, litlu þorpi í aust urrísku Ölpunum. Séra Joseph Mohr sat einsamall inni í stofu og las í Heilagri Ritningu. Um ;,ervallan dalinn biðu börnin ó- þreyjufull kvöldsins, aðfanga- dagskvölds, því að á þessu kvöldi máttu þau vaka og fara til kirkju. Á leiðinni fram dalinn bar fólkið ljósker, og frá þorp- inu var dalurinn til að sjá sem eitt risastórt jólatré með mörg- um jólakertum á hreyfingu. Ungi presturinn gaf engan gaurn að dalnum, sem var svona glæsilega lýstur. Hann sat við eikarskrifborðið sitt og las í Biblíunni. Hann var að undir búa stólræðuna, sem liann ætl- aði að flytja þá um kvöldið. Hann las aftur yfir söguna um fjárhirðana í haganum, þegar engill Drottins kom til þeirra og sagði: „Yður cr í dag frels- ari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs . . .“ Rétt í þessu var barið að dyr- um. Hann opnaði og inn gekk bóndakona, sem hafði slegið utan um sig þykku sjali. Hún kom til að segja honum frá barni, sem hafði fæðzt þá um daginn í kofa kolagerðarmanns, einu efsta lnisinu í sókninni. Foreldrar barnsins höfðu sent konuna til að biðja prestinn að koma, leggja hendur yfir barnið og blessa það, svo að það mætti lifa og því vel farnast. Heimsóknin í kofann hafði mikil áhrif á séra Mohr, en þar lá konan í daufri birtu á hörðu fleti, en brosandi af ánægju, með litla barnið sofandi í fang- inu. Yissulega voru aðstæður hér allt aðrar en í jötunni í borg Davíðs, en samt fannst honum nú sem síðustu orðin, er hann las í guðspjallinu rétt áðan, væru töluð beint til hans. Og þegar hann snéri heimleið- is, sá liann skuggalegar hlíðarn- ar ujjpljómaðar al blysum dal- búa, sem vqru á leið til kirkju, og úr öllum þorpunum í ná- grenninu heyrðist klukkna- hljómur. Raunverulegt jólaundur hafði borið fyrir séra Mohr. Hann settist við skrifborðið sitt, þeg- ar hann kom iieim frá rness- unni, og reyndi að festa á jzapjr- ír það, sem fyrir hann hafði fcorið. Orðin urðu að Ijóðlín- um og versum, og þegar dagur rann, hafði séra Molir ort kvæði. Á jóladegi kom vinur lians, söngkennarinn Franz Xavier Gruber, og sarndi lag við Ijóð- ið. Börnin heyrðu prestinn og kennarann syngja. Kirkjuorgel ið var bilað, og varð javí að gnjra til þess, sem hendi var næst — Franz Gruber lék undir á gítarinn. „Guð heyrir til okk- ar, þ<)tt við spilum ekki undir á orgelið,“ sagði Gruber. Þeir vissu ekki, að á Jressari fæðingarhátíð Krists varð til und urfagur jólasálmur, sem átti eft- ir að breiðast út til allra landa veraldar, Jrar sem jólin eru há- tíðleg haldin. Og fjögur lítil börn sendu hinn undurfagra sálm út í heiminn. Þau börn, sem fegurstar höfðu raddirnar í öllum Zillertal í austurríska Týrol, voru börn Strasser-hjónanna, Karólína, Jó- sef, Andrés og Amalía litla, sem var kölluð Mallí. Hún var svo lítil, að hún gat ekki farið rétt með textann. Það var \ iðkvæði þorpsbúa: „Þessi Strasser—börn syngja eins og næturgalar.“ Á hverju vori liéldu börnin norður á bóginn, eins og nætur- galarnir gera, alla leið ujrjj til Leipzig, í konungdæminu Sax- landi, þar sem hin árlega Kaujr- stefna var haldin. Foreldrar þeirra gerðu hanzka, og börnin áttu að sýna og selja hina mjúku geitarskinnshanzka, sem voru mjög eltirsóttir. í Leijrzig var allt á iði, með- an Kaupstefnan stóð yfir. Og stundum sótti heimþrá á börn- in frá Zillertal innan um allan liinn mikla manngrúa. En þau gerðu nákvæmlega hið sama hér og jiati gerðu lieima, Jregar eitt hvað arnaði að, — Jrau sungu. Og lagið, sem J)au sungu oftast, var ujrjráhaldslag þeirra: „Heims um ból." Karl Mauracher, víðkunnur orgelsmiður frá Zillertal, liafði kennt börnunum lagið. Hann hafði einhverju sinni verið kvaddur til að lagfæra orgelið í nærliggjandi dal, og þegar viðgerðinni var lokið, bað hann orgelleikarann að reyna það. Orgelleikarinn var enginn ann- ar en Franz Gruber, og ein- hvernveginn atvikaðist það svo, að liann sjúlaði jólalagið, sem hann hafði samið fyrir séra Molir. „Þetta lag hef ég aldrei lieyrt íyrr,“ sagði orgelsmiðurinn og var ákaflega hrærður. „Væri J)ér sama Jrótt ég lærði Jrað? Fólkið í dalnum mínum kann áreiðan- lega að meta J)að.“ Gruber bauðst til að skrifa Jrað niður, en Mauracher sagðist kunna utan að mörg hundruð lög, sig rnunaði ekki um eitt í viðbót. Lagið náði brátt miklurn vin sældum í dalnum. Orgelsmiður- inn gerði sér ekki ljóst, að hann hafði komið með dýrmæta gjöf frá tveim ójíekktum mönnurn, sem yrði brátt eign alls lieims- ins. Börnin urðu brátt vör við Jjað, að lagið vakti mikla hrifn ingu í stórborginni. Vegfarend- ur námu staðar og hlustuðu, frá sér numdir af fegurð hins und- urblíða lags. Og dag einn kom aldraður maður, sem kvaðst lieita Pohlenz og vera aðaísöng- stjóri í konungsríkinu Sax- landi, til þeirra með aðgöngu- iniða að hljómleikum, sem hann stjórnaði í Gewandhaus-hljóm- leikasalnum — hinni gömlu gild ishöll vefaranna í Leipzig. Börn in voru í sjöunda himni. Þegar þau komu inn í skraut lýstan salinn, sem var fuílur af glæsilega búnu fólki, urðu þau feimin og fögnuðu því, er þau voru leidd til sætis utarlega á bekk, rétt hjá sviðinu. Þau voru frá sér numin, er hljómleikun- um lauk, en undrun þeirra verð- ur ekki með orðum lýst, þegar lierra Pohlenz kvaddi sér hljóðs og gat þess, að í kvöld væru hér stödcl fjögur börn, sem liefðu fegurstu söngraddir, er hann hefði heyrt um fjölda ára. Hugs anlegt væri, að þau niundu vilja syngja fyrir þeirra konunglegu hátignir, konunginn og drottn- inguna í Saxlandi, og fyrir aðra áheyrendur, nokkur lög frá Tyrol. Börnin stóðu á öndinni er þau heyrðu Jjetta, og þau urðu eldrauð í framan, þegar fólkið fór að klappa. „Við skulum bara loka augunum og liugsa okkur, að við séum komin heim,“ hvíslaði Mallí að systkin- utn sínum. Fyrsta lagið, sem Jiau sungu var „Heims um ból,“ og þeg- ar því var lokið ríkti um stund j hátignarleg þögn, áður en fagn- J aðarlætin brutust út. Þau sungu { öll lögin sem Jtau kunnu, og j þegar J)au voru búin nreð lögin, sungu Jrau „Heims um ból“ aftur. Áheyrendur klöjrjruðu Jrau ujrj) enn á ný, en þá gekk ein- kennisbúinn maður inn á svið- ið og bar þeim boð um, að þeirra hátignir vildu hafa tal af þeim. „Þetta var fallega sungið," sagði konungurinn, Jægar börn- ■ in höfðu heilsað honum. „Við lröfum aldrei heyrt þennan jóla söng fyrr. Hvaðan er hann?“ „Það er þjóðlag frá Tyrol, yðar tign,“ sagði Jósef. „Vilduð þið ekki koma til hallarinnar og syngja það á jól- unum?" spurði drottningin. „Það mundi gleðja börnin okk- ar.“ Framhald á næstu síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.