Fylkir


Fylkir - 15.05.1965, Blaðsíða 1

Fylkir - 15.05.1965, Blaðsíða 1
Málgagn SjólfshæðiV flokksins 17. argangur. Vestmannaeyjum 15. maí 19G5 9. tölublað. Skólaslit Stýximannaskólans Vr skðlaslitarœðu Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, skólastjóra, Háttvirtu gestir, kennarar, nem- endur. Eg býð ykkur öll velkomin. Það er í senn hátíðlegur og sögulegur viðburður, sem við tökum þátt í í dag — á lokadegi vetrarvertíðar frá fornu fari —¦ fyrstu skólaslit Stýrimannaskólans í Vestmannaeyj um, er útskrifaðir eru 15 stýrimenn með fullkomin fiskimannaréttindi. Hefur hér rætzt gamal draumur og hugsjón sjómannastéttarinnar að til væri stýrimannaskóli utan Reykja- víkur, sem gæfi hin fyllstu réttindi og var sjómönnum hér í Vestmanna eyjum þetta auðvitað sérstakt kapps mál að fá stýrimannaskóla hingað til Vestmannaeyja. Hefur stýri- mannaskóli í Vestmannaeyjum ver- ið baráttumál sjómanna eins og t. d. skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Verðandi í mörg ár. Persónulega verð ég að segja, að þetta er fyrir mig sjálfan ein hin stærsta stund í lífi mínu að hafa fengið að leggja hér hönd á plóginn og er ég þakklátur forsjóninni, að draumur, sem ég varla þorði að minnast á skuli hafa rætzt svo vel. Eg vil í upphafi máls míns minn- ast tveggja öndvegismanna sjó- mannastéttar hér í Vestmannaeyj - um, sem hafa látizt á liðnum vetri: Stefáns Guðlaugssonar í Gerði og Þorsteins Jónssonar í Laufási. Sem okkur er öllum kunnugt voru þessir tveir formenn einir kunn ustu sjósóknarar hér í Vestmanna- eyjum á sinni tíð. Stefán Guðlaugsson var sérstakur áhugamaður um stofnun Stýrimanna skóla í Vestmannaeyjum og studdi skólann með ráð og dáð, og Gaf Stefán og kona hans, Sigurfinna Þórðardóttir, stórfé til skólans. Þorsteinn Jónsson í Laufási var síðasti áraskipaformaðurinn í Vest- mannaeyjum ,sem var á lífi, og fyrsti vélbátaformaður í Vestmanna eyjum: Með vélbátnum Unni, sem Þorsteinn keypti ásamt fleirum 1906 var sem kunnugt er brotið blað í útgerðarsögu Vestmannaeyja. Þáttur Þorsteins í sjómælingum og bættum sjókortum við Vest- mannaeyja var ómetanlegur á sín- um tíma. Þorsteinn var ritfær í bezta lagi og eru bækur hans og dagbækur hinar merkilegustu. Báðir létu þessir menn málefni sjómanna sig miklu varða og stóðu framarlega í Björgunarfélagi Vest- mannaeyja og stuðluðu manna bezt að komu björgunarskipsins Þórs ár- ið 1920. Eg vil biðja alla viðstadda að rísa úr sætum og votta þessum látnu merkismönnum virðingu sína og þakklæti. Síðan skólinn var settur 3. októb- er s. 1. hefur tíminn liðið hratt hjá okkur, sem höfum starfað innan veggja skólans. Með bjarstýni og trú á góðan mál- stað var ákveðið að fara af stað með skólann s .1. haust. Höfðu þá 20 nemendur sótt um skólavist. Skólinn hófst með námskeiði hinn 15. september fyrir nemendur 2 bekkjar í ensku, dönsku, stærð- fræði og íslenzku. Var haldið inntökupróf í þessum greinum dagana 1. og 2. oktober, en prófdómandi var Eyjólfur Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans. — Stóðust allir nemendur inntökusskil yrði. Hinn 3. oktober var skólinn settur hér að Breiðabliki. Fastur kennari við 1. bekk var ráðinn Steingrímur Arnar stýri- maður, en aðrir kennarar við skól- ann voru ráðnir sem stundakenn- arar: Eiríkur Guðnason, kennari í ís- lenzku. Magnús Magnússon, símstöðvar- stjóri í kennslu loftskeyta-, og lórantækja. Brynjólfur Jónatansson, rafvirkja meistari á radar- og fiskleit- artæki. Sverrir Bergmann, læknir í heilsu fræði. Júlíus Magnússon frkvst. í bók- færslu. Magnús Magnússon og Ingólfur Theodórsson netagerðarmeist arar í verklegri sjómennsku. Birgir Helgason, verksmiðjustjóri í vélfræði. Jón Óskarsson fulltrúi bæjarfóg- eta, í sjórétti. Guðmund Sigurmonsson, íþrótta- kennara í íþróttum. í 1. bekk settust 4 nemendur, en í 2. bekk 15 nemendur, þar af Framhald á 2. síðu. NÝTT „HAFSKIP" 11. f. m. kom nýtt flutningaskip m/s Langá til Vestmannaeyja. Skip ið er eign Hafskips h/f. Er þetta fjórða skip félagsins, en fyrsta skip- ið m/s Laxá, kom til landsins 31. desember 1959 og síðan hefur félag ið látið byggja m/s Rangá, m/s Selá og nú m/s Langá. — M/s Langá er 2230 tonn Deadweight. Aðalvél er Deutz 1500 hestölf og reyndist ganghraði skipsins 12,8 mílur í reynsluferð. 3 ljósavélar af MWM gerð og ennfremur öll nýjustu sigl- ingartæki eins og Gyro Compass eru í skipinu. 3 kranar til lestunar og losunar, auk hydraulic spila eru í skipinu. Eins manns klefar eru fyrir skips- höfnina. Sjónvarpi er komið fyrir í borðsal skipsins. M/s Langá er, eins og fyrri skip félagsins byggð í Vestur-Þýzka- landi hjá skipasmíðastöðinni D. W. Kremer Sohn, Elmshorn. Erlend lán vegna skipakaupa Hafskips h/f eru fengin í Vestur- Þýzkalandi og eru án ríkis- eða bankaábyrgðar. Heimahöfn m/s Langár er Nes- kaupstaður, en heimahöfn fyrri skipa eru: Vestmannaeyjar, Bolung arvík og Siglufjörður. Skipstjóri á m/s Langá er Stein- arr Kristjánsson. 1. vélstjóri er Þórður Konráðs- son. Stjórnarformaður Hafskips h/f er Gísli Gíslason, Vestmannaeyjum, varaformaður Ólafur Jónsson, Sand gerði. Framkvæmdastjóri er Sigurð ur Njálsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.