Fylkir


Fylkir - 15.05.1965, Blaðsíða 5

Fylkir - 15.05.1965, Blaðsíða 5
FYLKIR mi SKÓD.ASLIT STÝRIMANNASKÓLANS Framhald af 2. síðu. tækjum Landssímans á hverjum tíma og þekkja gang viðskipta við landsstöðvar og skipa á milli. Kunna að taka staðarákvörðun með því að telja útsendingar Con- sol-vita og setja út í kort. Kannast við einföldustu bilanir á þessum tækjum og geta gert við þær. Þekkja meðferð þessara tækja og varðveizlu um borð í skipum. Nem endur þekki helztu atriði í raf- magnsfræði eins og straum, við- nám, spennu, rafafl, raforku, seg- uláhrif rafstraums og meðferð raf- geyma. Þekkja hitaverkanir raf- straums og slysahættu vegna raf- magns. Tóku allir nemendur prýðispróf í þessu og er það í fyrsta skipti tal- in sem sérstök einkunn við fiski- mannapróf, þó að sjálfsögðu hafi verið kennsla í meðferð tækja við Stýrimannaskólann í Reykjavík, var þetta og í samræmi við lög um skólann, þar sem krafizt er þekk- ingar í meðferð og notkun nýrra siglingar- og fiskileitartækja. Eg leyfi mér að álíta, að upp- bygging tækjakennslunnar hjá þeim Magnúsi og Brynjólfi hafi tekizt mjög vel og hefi ég hug á að efla tækjakennslu við skólann sem allra mest. Hefur skólinn m. a. eignast mjög gott kennslutæki, sem sýnir lampa, transistora og aðra hluta tækja á skýran hátt. Kennsla í verklegri sjóvinnu var tvíþætt hjá öðrum bekk — bæting- ar og ísetning stykkja í síldar- og þorskanætur hjá Ingólfi Theódórs- syni, en splæsingar tóa og víra hjá Magnús Magnússyni, netagerðar- meistara. Fyrsti bekkur hafði 4 tíma á viku í verklegri sjómennsku hjá M. M. og var einkum lögð á- herzla á bætingar botnvörpu. Útskrifaðir stýrimenn skólans eiga því að geta bætt síldarnót og bætt stykkjum í nótina, sett á hana fætur, og staðið fyrir bráðabirgða- viðgerðum út í rúmsjó. Eg tel þennan þátt kennslunnar ákaflega mikilsverðan og hefi trú á að þessi kunnátta geti sparað þjóð- arbúinu mikið, þegar skip eru á veiðum langt undan landi og óhöpp verða á veiðarfærum. Eg hefi nú í stórum dráttum rak- ið starf skólans á liðnum vetri. Eg vil hér þakka öllum kennur- um skólans fyrir sérstaka alúð þeirra við starf sitt. Þeir eiga mikl- ar þakkir skilið fyrir hvað vel hef- ur tekizt þennan fyrsta vetur skól- ans. Þess voru dæmi með marga kenn ara skólans að þeir tóku þá nem- endur, sem áttu erfitt með eitthvað í náminu heim til sín í einkatíma til þess að hjálpa þeim á rétta braut. Vona ég að skólinn fái að njóta áfram þessara ágætu starfskrafta. ÚRDRÁTTUR. Þá gat skólastjóri um ýmsa fyr- irlesara, sem hafa komið að skól- anum í vetur. Jón Jónsson, fiskifræðingur og forstöðumaður Fiskideildar, sem talaði um þorskstofnin og sýndi línurit af veiðunum undanfarin ár. Benedikt Gunnarsson verkfræðing- ur flutti fyrirlestur og sýndi kvik- myndir um vinnuhagræðingu, og vinnustjórnun. Guðlaugur Hannes- son gerlafræðingur hélt fyrirlestur og sýndi kvikmyndir um fisk- skemmdir af völdum gerla og með- ferð fisks. Frá Slysavarnarfélagi ís- lands komu tveir erindrekar og héldu björgunaræfingu með skólan- um og Björgunarsveit Vestmanna- eyja, ennfremur sýndu þeir kvik- myndir og ræddu slysavarnarmál. Tveir norskir verkfræðingar frá Simrad-fyrirtækinu komu í skólann og héldu fyrirlestur um fiskleitar- tæki og aðstæður í sjónum til fisk- leitar. Þá kom Óskar Halldórsson, cand mag og námsstjóri í íslenzku og hélt fyrirlestur um framburð ís- lenzkrar tungu. Skólastjóri gagnrýndi harðlega, það misræmi og lögleysu að Stýri- mannaskólinn í Reykjavík hefði ver ið að útskrifa svokallaða öldunga á sama tíma og nemendur Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum hefði ennþá setið á skólabekk, hefðu þeir þó allir haft hið minna fiskimannapróf nema einn maður. Hann sagði að forsvarsmenn sjó- mannamenntunarinar í landinu væru hér komnir út á hálan ís, því að heldur þyrfti að stefna að því að lengja og bæta menntun sjó- manna í landinu, en að stefna að styttingu námstíma þeirra manna, sem fengju jafn mikið í hendurnar og skipstjórnarmenn. Bæri að stefna að því að lengja fiskimanna- deildina úr 1 1/2 vetri í 2 vetur, taldi hann mörg verkefni sem skól- inn hefði þurft að leysa, en ekki hefði unnizt tími til. Prófið mátti segja að hefði ver- ið hörku kappleikur, því að aðeins munaði 1/3 úr stigi á 2 efstu mönn- unum. Hæstu einkunn hlaut Hörður Elí- asson 173 stig af 184 mögulegum, eða 7,52 í meðaleinkunn, hæst er gefið 8. Næstur var Sævald Pálsson með 172% úr stigi í aðaleinkunn eða 7,51 í meðaleinkunn, þriðji var Kolbeinn Ólafsson með 7,38 í meðaleinkunn. Þetta eru allt ágætiseinkunnir, en ágætiseinkunn er frá 7,25 til 8. Fjórði var Páll Bergsson með 163% úr stigi eða 7,11 í meðaleink- unn. Aðrir nemendur, sem útskrifuð- ust voru: Benedikt Sigurðsson, Einar Guðlaugsson, Georg Stanley Aðalsteinsson, Gujón Aanes, Hólmar Albertsson, Jóhann Guðjónsson, Kristján S. Guðmundsson, Már Lárusson, Stefán Jón Friðriksson, Valbjörn Guðjónsson, Willum Pétur Andersen. Hlutu þeir allir fyrstu einkunn við prófið. Meðaleinkunn bekkjarins var 6,76. Finnbogi Friðfinnsson umboðs- maður Sjóvátryggingarfélags ís lands, afhenti Herði Elíassyni verð- laun, sem félagið hefur gefið til skólans fyrir hæstueinkunn á fiski- mannaprófi. Sævald Pálsson hlaut bókaverðlaun fyrir hæsta einkunn í siglingarfræði, en hann hlaut 46% stig í siglingafræði af 48 möguleg- um. Fimm neme.: . . lengu verð- laun fyrir stundvísi og ástundun í námi. Skólastjóri beindi síðan máli sínu til útskrifaðra stýrimanna og sagð- ist vona að nemendur auk náms- greina hefðu tileinkað sér nokkuð af hinni ytri og innri menningu, sem þekking og valdið á sjálfum sér, hug og hönd, líkama og sál. Hann sagðist vona, að skólinn hefði opnað augu þeirra fyrir því, hvað mikið sé alltaf að læra, ag því að maðurinn sé alltaf að læra. í öllum greinum mannlegs lífs væri ávallt hægt að gera betur og bæta við kunnáttu sína. Hann minnti þá á ábyrgð yfirmanna á skipi og mönn um, það að læra af reynslu ann- arra og einnig að miðla öðrum af sinni reynslu. ______________________SÍÐA 5 Sagði hann svo Stýrimannaskól- anum í Vestmannaeyjum slitið í fyrsta skipti. Þegar skólastjóri hafði sagt skól anum slitið bauð Gísli Gíslason, forseti bæjarstjórnar, öllum við- stöddum til kaffidrykkju í Sam- komuhúsi Vestmannaeyja. Bárust skólanum þar margar árn- aðaróskir, var það mál manna, að ekki hefði verið haldin öllu skemmtilegri lokadagsveizla í seinni tíð hér í Vestmannaeyjum. Meðal gesta við skólaslitin voru bæjarstjóri, stjórn slysavarnadeild- arinnar Eykyndils, og framámenn sjómannasamtakanna 1 Vestmanna- eyjum. Síðar um daginn kom Friðfinnur Finnson, kaupmaður, til Ármanns Eyjólfssonar, skólastjóra, með 5 þús. kr., sem hann og kona hans, Ásta Sigurðardóttir, gefa í verð- launasjóð, sem veita skal úr fyrir stundvísi, ástundun og reglusemi við nám í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Vesfmannaeyingar! Söluumboð fyrir Ford- umboðið: Sveinn Egilsson h. f. Allar upplýsingar, mynda- bækur og verðlistar. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála. Pantið bílinn í tíma! ARNAR/SIGURGEIR Símar: 1596 — 1518. Til fermingargjafa: Silfur- og gull MÓDEL-skartgripir. — Svo sem: Armbönd — Hálsmen — Hringir — Ermahnappar með og án steina, Bindisnælur ÚR SILFRI með rúbínum, 395 krónur. Saumakörfur — Strátöskur — Armbandsúr fyrir drengi og stúlkur. eitthvað nýtt! Hljóðfæri er tilvalin fermingargjöf!-Lítið í sýningargluggann við Brynjúlfsbúð! — Góðir greiðsluskilmálar. TOMSTUNDAVERZLUNIN við Heimatorg. Sími 2166 Frjálsíþrótlaæfingar. verða á vellinum fyrir pilta og stúlkur á sunnudögum kl. 10 f. h. ___ _ Frjálsíþróttaráð Vestmannaegja. 1840 - Skátaskeyti Skátaskeyti - sími

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.