Fylkir


Fylkir - 07.01.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 07.01.1966, Blaðsíða 1
 18. árgangur. Vcstmanacyjum, 7. janúar 1966 1. tölublað Tillögur um breyting- ar á umferð ökutækja Á fundi bæjarráðs binn 3. þ. m. mætti yfirlögregluþjónn, Guðm- undur Guðmundsson ásamt lög- reglustjóra, Freymóði Þorsteins- syni með tillögur um brcytingar á umferð ökutækja hér í bæ. Hafði Sigurður Ágústsson frá umferðar- lögreglunni í Reykjavík dvalið hér nokkra daga fyrir áramót og kynnt sér aðstæður og yfirfarið tillög- urnar og mælt með þeim. Taldi yfirlögregluþjónn að frekari brcyt- ingar þyrfti að gera á umferðinni, en árangursríkara myndi að gera þær í áföngum til þess að fólk gæti betur áttað sig á þeim, en að taka þær'allar fyrir í einu. Bæjarráð samþykkti tillögurnar fyrir sitt leyti og eru þær svohljóðandi: Bárugata. 1. Bárugata heíur einstefnuaksí- ur til suðurs frá Miðstræti að Vestmannabraut. 2. Vinstri beygja er bönnuð af Vestmannabraut og Vesturvegi inn á Bárugötu. 3. Bárugata hefur biðskyldu (um- ferðarm. A - 4) fyrir Miðstræti og Strandvegi. 4. Ökutækjum má ekki leggja á Bárugötu frá Strandvegi að Mið- stræti. (Umferðarm. B - 15 og gulir kantsteinar. 5. Tímatakmarkað stöðuleyfi verði veitt ökutækjum sem lagt er á Bárugötu fyrir sunnan Miðstræti. 30 mín. frá kl. 9-19. (Umferðarm. B—16). Vestniannabraut. 1. Vestmannabraut hefur einstefnu til austurs frá Bárugötu að Kirkjuvegi. 2. Akstur af Kirkjuvegi inn á Vest mannabraut til vesturs er bann- aður. , 3. Vestmannabraut hefur stöðv- unarskyldu (umferðarm. B—13) fyrir Bárugötu. 4. Ökutækjum má ekki leggja á Vestmannabraut frá Skólavegi að Bárugötu. (Umferðarm. B—15 og gulir kantsteinar.) 5. Tímatakmarkað stöðuleyfi verði veitt ökutækjum, sem lagt er á Vestmannabraut frá Bárugötu að Kirkjuvegi. 30 mín. frá kl. 9— 19. (Umferðarm. B—16.) Vesturvegur. 1. Vesturvegur hefur biðskyldu (umferðarm. A—4 Bárugötu og Heiðarvegi. 2. Bifreiðarstæði verði merkt. Herjólfsgata. 1. Herjólfsgata hefur fyrir Vesturvegi. biðskyldu Ónefnd gata. sem er í framhaldi af Urðarveg til vesturs, hafi biðskyldu fyrir Kirkjuvegi (Miðstræti.) Kirkjuvegur. 1. Kirkjuvegur hefur biðskyldu fyrir Vestmannabraut. 2. Nauðsyn getur borið til að banna verði að leggja ökulækj- um vestan til á Kirkjuveg frá Vestmannabraut að Miðstræti. Hilmisgata. Hilmisgötu verði lokað við Kirkjuveg, þar til frekari breyt- ingar kunna að koma til fram- kvæmdar. Einstefna. Leggja ber ökutækjum hægra megin á einstefnuakstursgötum. (51. gr. umferðarl. 3. mgr. Akst- ur og umferð bls. 22.) í stórum dráttum eru helztu breytingarnar þessar: Einstefnuakstur verður á Báru- götu til suðurs frá Miðstræti að Vestmannabraut og bílastöður tímabundnar þar við 30 mínútur frá kl. 9 á morgnana til klukkan sjö á kvöldin. Lengi hefur verið talað um að gera Bárugötu að ein- stefnuakstursgötu en ekki orðið af framkvæmdum. Verður að telja slíka ráðstöfun til bóta þar sem Bárugata er því miður allt of' þröng og verður ekki breikkuð, en mjög mikil umferð er um götuna bæði af ökutækjum og gangandi fólki, enda ein aðal verzlunargata bæjarins. Önnur breyting á umferðinni er tillagan um að gera Vestmanna- braut að einstefnuakstursgötu til austurs frá Bárugötu að Kirkju- vegi. Á þessum kafla Vestmanna- brautar er einig mjög mikil um- ferð bæði ökutækja og gangandi fólks. Þessi breyting gerir það að verkum að þau ökutæki, sem koma niður Kirkjuveg vestan Mið- strætis og upp Bárugötu, sem við breytinguna á að vera orðið mjög greiðfær leið, og síðan annaðhvort . vestur Vesturveg eða Vestmanna- braut ef þau ætla að komast inn á Heiðarveg. Má segja að þetta séu helztu breytingarnar, sem til stendur að gera í umferðinni í bili, auk breyt- inga á biðskyldumerkjum og fleiri merkjum, sem upp verða sett. Breytingar þessar taka þó ekki gildi nema að bæjarstjórn sam- þykki þær og eftir að þær hafa verið samþykktar og tilskilin merki sett upp. Skrásett ökulæki hér í bæ munu nú orðin yfir 600 og er það miklu hærri tala ökutækja en nokkurn hafði órað fyrir að hér yrði á þess- um tíma og fer þeim sífellt fjölg- andi. Segir það sig sjálft að slík aukning ökutækja hlýtur að leiða af sér ákveðnari reglur í umferð- inni til verndar bæði þeim og ekki síður gangandi fólki. Er það því vel að þeir aðiljar, lögreglan, sem eftirlit hefur með þessum málum skuli hafa vakandi auga fyrir breytingum til úrbóta eftir því, sem nauðsyn krefur og aðstæður leyfa- LAHDSBOKASAFN 266795 ÍSLAHDS Stofnfundur Þann 29. desember s.l. var hald- inn í Samkomuhúsinu stofhfund- ur félags áhugamanna um sjón- varp. Var fjölmenni á fundinum og áhugi manna um að skapa skil- yrði til þess að hægt væri að horfa á og hafa not af þeirri einu sjón- varpsstöð, sem hér er rekin, þ.e. sjónvarpsstöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þá var ekki síður áhugi fundarmanna fyrir því að þegar íslenzka sjónvarpið komi til sögunnar að þá yrði svo um hnútana búið að þess yrði ekki síður not hér í Eyjum heldur en í næsta nágrenni Reykjavíkur. í stjórn félagsins voru kosnir: Bragi Björnsson, lögfræðingur, formaður, og með honum í aðalstjórn: Gunnlaugur Axelsson, forstjóri, Stefán Bjórnsson, sölustjóri, Guðleifur Ólafsson, fiskimatsmaður Páll Helgason, verzlunarstjóri. Siðleysi! Oliufélagið Skeljungur hefir komið upp tveimur þvottaplönum, annað fyrir vörubíla og hitt fyrir fólksbíla, með tilheyrandi þvotta- tækjum, til mikils hagræðis fyrir bílaeigendur og er þjónusta þessi útgjaldalaus fyrir neytendur. En vegna skemmdarstarfsemi er fullt útlit fyrir að þessari starfsemi verði hætt ef ekki verður breytmg á. Slöngur eru sundur skornar og kústum stolið, svo ekki hefst und- an að endurnýja þetta. AUstaðar annarsstaðar á landinu er þjónusta þessi vel þegin, og er illt til þess að vita, ef ómenning eins og hér um ræðir er á mun hærra stigi, en allstaðar annars- staðar hér á landi. Þeir sem yrðu varir við ómenni þessi að verki, gerðu vel að láta lögreglu vita. Ólafur Á. Kristjánsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.