Fylkir


Fylkir - 07.01.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 07.01.1966, Blaðsíða 4
L Neðan f rá sjó. Afli og gseitir. Sjór hefur lítið verið stundaður um og kringum hátíðarnar, svo sem eðlilegt er, enda litlar eða engar gæftir. Veður hafa verið mjög slæm, stormar með stórsjó og fárviðri, suma daga, komizt upp í 5 vindstig eða jafnvel meira í verztu hrinunum. Má það guðs- mildi teljast að ekkert skuli hafa orðið að mönnum né skemmdir á mannvirkjum í þessum veðraham. í slíkum veðrum má lítið marka um afla, þó bátur og bátur geti skotizt út, og þá ef til vill hluta úr degi. Vertíðarundirbúningurinn: Undirbúningur undir vertíðina, er nú í fullum gangi. Dráttarbraut- irnar eru þéttsetnar og annríki mikið í vélsmiðjunum. Nokkrir bátar er stunda ætla línuveiðar framan af vertíð munu hefja róðra upp úr næstu helgi. Alltaf fer þess- um bátum fækkandi og mér er ekki kunnugt um nema eftirfar- andi Eyjabáta er línu ætla að stunda: Júlía, Þristur, Sæfaxi, Björg, Sjöstjarnan. Einhverjir fleiri munu vera í bígerð með línuút- gerð, en ráða mun hvernig tiltekst með mannskap. Annars mun yfir- borðið af Eyjaflotanum þeim er ekki stunda nótaveiðar, verða á botnvörpuveiðum framan af ver- tíð en fara síðan á net. Aðalfundur: Vinnslustöðin h. f. eitt staersta fiskvinnslufyrirtæki hér í Eyjum hélt aðalfund sinn fyrir árið 1964 núna um hátíðarnar. Var afkoma ársins mjög góð og hagur félagsins með blóma, enda fengu viðskipta- menn félagsins .verulegan arð af viðskiptum við félagið. Goðafoss: Goðafoss kom hingað í fyrradag. Tók skipið um 800 tonn af sjávar- afurðum, mestmegnis síld. Stóð út- skipun yfir í tvo daga og langt i'ram á nótt fyrri daginn. Rýmk- ast nú mjög í frystigeymslum frystihúsanna, og var þess full þörf. þar sem þar var orðið æði þröngt. SJOMENN - - VERTÍÐARFÓLK Baðhús Vestmannacyja Faxastíg 25 verður opið alla daga vikunnar frá klukkan 13 — 23,30 Málgofa SjélhMSto- flokluiw Þakka hjartanlega jólagjafir, jólakveðjur og allar heimsóknir til mín í Sjúkrahúsið. Bið Guð að launa ykkur öllum. Gleðilegt nýtt ár. Vinarkveðja ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, ljósmóðir. BLUE BELL Petta eru vinnufotin. - brælsterk, — fara vel, - tvær skálmavíddir, ~ bað lanaódvrasta, — á markaðnum! — Buxur kosta t.d. - aðeins kr. 365,00. VERZLUN Björn Guðmundss. Sími 2273 BðKASALAN UM JÓLIN „Á valdi óttans" söluhæst. Eins og kunnugt er, þá er aðal- uppskerutími bóksala og bókaút- gefenda um jólin, eða nánar til- tekið i desember. Fólk velur bæk- ur til jólagjafa í æ ríkara mæli ár , frá ári. Hér í Eyjum er þessu eins farið og annarsstaðar. Að þessu tilefni kom Fylkir að máli við bók salann hér Óskar Þ. Johnson og innti hann frétta af jólabókasöl- unni. Sagði Óskar að salan hefði verið sízt minni en undanfarin ár og líklega heldur meiri, bókatitlar heldur fleiri. Hinsvegar er það svo að salan er að mestu leyti í tiltölulega fáum bókatitlum. Halda margir að hér sé um að ræða einhverjar mikið auglýstar öndvegisbækur og þá gjarnan af sviði þjóðlegra fræða, æviminninga eða þá ferðasagna. En þessu er nú ekki svo farið — oft er salan mest í einhverjum „reyfaran- um," í ár er salan til dæmis mest í útlendri skáldsögu er heitir á valdi óttans" og kemst engin bók í hálfkvisti við hana. Næstar að sölu komu svo ævisögurnar um \ Churchill, ævisaga Vilhjálms Stef- ánssonar. í brimgarðinum, eftir Svein Sæmundsson, bókin um frú Kennedy, svo það minnst sé • á nokkrar bækur, sem góð sala var í. Bækur um dulræn efni seldust líka allvel, en engin sérstök bók skar sig þar úr eins og stundum áður, mun þar líklega valda mestu um að bókatitlar í þessum flokki voru óvenju margir í ár, svo salan dreyfðist meira heldur en oft áður. HÚSEIGENDUR Nú vantar mig hús til að selja. Er með kaupendur á biðlista. Oft um miklar útborganir að ræða. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 3178. Bæjarfréttir. ^ J Mcssað: Á sunnudaginn verður guðs- þjónusta í Landakirkju kl. 2 e.h. Séra Jóhann Hlíðar predikar. Afmæli: í gær 6. janúar átti Gunnar M. Jónsson, skipasmiður 75 ára af- mæli. í ag er fimmtugur, Húnbogi Þor- kelsson, Sandprýði. Gísli Johnsen, Faxastíg 4 verð- ur 60 ára 11 þ.m. Fylkir óskar afmælisbörnunum allra heilla. Hjónabönd. Fyrir og um hátíðarnar fram- kvæmdi séra Jóhann Hlíðar eftir- farandi hjónavígslur: Þann 11. des. Elísabet Arnoddsdóttir, hjúkrunar- konu, Bakkastíg 9 og Erlend G. Pétursson, sjómann Reykjavík — Þann 24. desember, Sigríði Ing- ólfsdóttur, Aausturveg 22, og Will- um Pétur Andersen, Heiðarveg 55; og sama dag Önnu Sigfúsdóttur frá Raufarhöfn og Stefán Pétur Valde- marsson, Miðstræti 15. — Þann 25. desember Eygló Einarsdóttur og Smára Guðsteinsson, bæði til Heim ilis að Kirkjuveg 15. — Og á gaml- ársdag Nínu Guðnadóttur Mið- stræti 18 og Ólaf Vigfússon frá Vopnafirði. Mannslát: Þann 27. desember s.l. varð bráðkvaddur að heimili sínu, Már Frímannsson, kaupmaður. Var Már heitinn jarðsettur 30. desember. 30. desember lézt í Sjúkrahúsinu Þorgils G. Þorgilsson, frá Grund, fyrrverandi skrifstofumaður hjá Rafveitunni, 80 ára að aldri. Þor- gils heitinn var jarðsunginn 5. þ. m. Fylkir sendir aðstandendum, samúðarkveðjur. Þrettándinn: Félag ungra Sjálfstæðismanna, Eyverjar, efndu til fagnaðar að vanda í lok jólanna á þrettánd- anum. Var byrjað með grímuball fyrir börnin, en um kvöldið var svo aðalballið, — grímuball fyrir þá eldri. Var þetta hin bezta skemmtun. JÓN HJÁLTÁSON hrl Skrifstofa: Drífanda við Bóru- götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. — Sími 1847.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.