Fylkir


Fylkir - 14.01.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 14.01.1966, Blaðsíða 4
Gjafir til Landakirkju ----------------------------'N Neðan frá sjó. I_________ ________) Afli og gæftir: Það má segja að ekkert lát sé á ótíðinni — rok og stórsjór dag eftir dag. Þó slotaði aðeins um helgina og þá komust síldarbátarnir austur í „Bugtir” Fengu nokkrir bátar síld, var mest hjá Ingiber Ólafssyni, fékk hann 1900 tunnur. Síðan hefur ekki ver-' ið hægt að líta að síldveiðum. Nokkrir bátar munu tilbúnir á botnvörpuveiðar, _ en þar er sama sagan, ótíð. Talsvert hefur verið af síldarbátum úr öðrum verstöðv- um hér í höfninni undanfarna daga. Bíða þeir eftir að komast á síldar- miðin. Fiskkaupendur: Mikið fjör virðist vera komin í þá atvinnugrein er fiskkaup nefnast. Fyrir utan fjögur hraðfrystihúsin, munu alls 8 aðiljar aðrir kaupa hér fisk í vetur. Ár- sæll Sveinsson, Guðni Guðnason, kaupfélagsstjóri og fleiri, Ingólfur Eiríksson og fl., Magnús Kristjáns son kaupm. og fl., Bjarni Sighvats- son og fl., Ólafur og Símon h.f., Sæbjörg h.f., Sigfús Johnsen og fl. Eru nokkrir af þessum aðiljum að byrja fyrst í vetur og allir utan einn hafa stuttan feril að baki í þessum atvinnurekstri. Virðist að- sókn í þessa atvinnugrein gefa til kynna að um ágóðavon sé að ræða og eitt er víst að þeir, sem vilja losna við ugga á þessari vetrar- vértíð ættu ekki að vera á flæði- skeri staddir. Til Færeyja: Um seinustu helgi fóru tveir bátar, Huginn og Bergur áleiðis til Færeyja. Fara bátarnir þar í dráttarbraut, til hreinsunar og viðgerðar. Fá bátarnir þar góða og fljóta fyrirgreiðslu. En eins og kunnugt er þá eru miklir erfiðleik- ar á því að koma þessari stærð báta í „slipp” hérlendis. Síldarflökun: ísfélagið fékk hingað í haust síldarflökunarvél og hóf flökun á síld. Eru flök þessi söltuð í tunnur fyrir Ameríkumarkað Hefur þessi verkunaraðferð ekki fyrr verið reynd hér í Eyjum. Er búið að salta í tæpar 600 tunnur. Með tilliti til aðstæðna hefur vinna við þetta gengið vel og vantar nú aðeins síld til að vinna. Markaður fyrir þessi saltsíldarflök mun vera sæmilegur í Ameríku fyrir nokkuð takmarkað magn. Fyrsti línuróðurinn: Það má segja að hin eiginlega vetrarvertíð, svo sem hún var í „gamla daga” hafi hafist í gær. Þá fóru fyrstu línu- bátarnir í „útdráttinn”. Voru það bátarnir Júlía og Björg. Afli var tregur, enda mun veður ekki hafa verið sem bezt. En kærkominn var aflinn þar sem nýr fiskur hefur ekki sézt síðan um áramót. Landakirkju berast árlega veg- legar gjafir. Þann 18. des. s.l. kom til mín nokkrar konur með tvo skírnarkjóla, forkunnarfagra og vandaða, gerðir fyrir dreng og stúlku. Gefa þær kirkjunni þessa kjóla í því trausti að þeir geti kom ið að notum fyrir almening á svip- aðan hátt og fermingarkyrtlar hafa orðið. Fyrir tveim árum gáfu þess- ar sömu konur sams konar skírn- arkjóla, tvo. Eru kjólarnir því orðn ii- fjórir. Þess má geta, að konur þessar hafa haft með sér „sauma- klýbb” nokkur undanfarin ár og hafa jafnan lagt í sjóð til þessara hluta og munu ætla að halda þessu áfram. Eg vil vekja athygli foreldra, sem koma með börn sín til rkírnar, hvort sem þau láta skíra í kirkju eða heimahúsum, að láta sér þessa höfðinglegu og vel hugsuðu gjöf sð gagni koma.. Konur þessar vilj.i ekki láta nafna sina getið. Þa barst kirkjunni mjög vegleg gjöf um jólin, sem Guðlaugur Stef- ánsson fól mér að útvega frá Eng- landi í gegnum biskupsskrifstof- una. Eru það tveir forláta kerta- stjakar, sem standa á gólfi og eru nokkuð á annan meter á hæð. Eru þeir úr kopar og mjög efnismiklir og fallegir. Þeir eru að gerð mjög líkir altarisstjökunum og skírnar- fontinum og falla því mjög vel inn í þessa fornu kirkjugripi. Gefendur þessara stjaka eru, Stefán heitinn Guðlaugsson, út- vegsbóndi í Gerði, Auðbjörg Guð- laugsdóttir húsfreyja í Ártúnum á Rangárvöllum og Guðjón Tómas- son skipstjóri frá Gerði, fósturbróð ir þeirra. Gefa þau þetta í aldar- minningu foreldra og fósturforeldra Guðlaugs Jónssonar útvegsbónda í Gerði og konu hans Margrétar Eyj- ólfsdóttur, hinna kunnu og dug- miklu merkishjóna. Hafði þessu verið ráðstafað nokkru fyrir lát Stefáns heitins. Stjakarnir voru afhentir kirkj- unni á Þorláksmessu að viðstödd- um okkur sóknarprestum og sókn- arnefnd og voru þeir vígðir á að- fangadagskvöld. Þá vil ég einnig geta þess, að tvær veglegar gjafir eru kirkjunni að berast. Eru þær einnig gefnar sem aldarminning um hjónin Er- lend heit. Árnason á Gilsbakka og konu hans Björgu Sighvatsdóttur. Er önnur gjöfin peningar til að flóðlýsa Landakirkju að utan og garðinn umhverfis. Eru gefendur yngri dóttir þeirra, Júlíana og mað ur henar Ragnar Jónsson veitinga- maður. Hin gjöfin er ræðupúlt, sem Dagrnar eldri dóttir þeirra gef ur. Munu gripir þessir koma á næst- unni. Um leið þakka ég rausnar- skap þessa ágæta fólks fyrir hönd okkar sóknarprestanna, sóknar- nefndar og safnaðar, má ég heldur ekki gleyma þeim hlýhug, vinsemd og virðingu, sem þetta fólk ber til Landakirkju. Þetta hugarþel til kirkjunnar hafa fjölmargir glaðir gefendur sýnt í verki fyrr og síð- ar. Og eftir því, sem ég hefi kynnst Vestmannaeyingum og virðingu þeirri, sem þeir bera til kirkju sinn ar, þykist ég mega fullyrða að það sé einsdæmi á landi hér, svo al- mennt er það. Þorsteinn L. Jónsson. Fasteigna- markaðurinn Vestmannaeyingum og öð'rum viðskiptamönnum er óskað gleði- legs nýárs. Með hækkuðum bankavöxtum má búast við frestun á byggingafram- kvæmdum að nokkru og því meiri eftirspurn eftir húsnæði til kaups. Gæti skapað hækkandi verð á fast- eignum, er frá liði. Ættu því þeir, sem hugsa sér að kaupa, að draga ekki að festa kaup. Nú hefi ég m.a. til kaups cftir- talið: fbúð 4 herbergi og eldhsú úsvið Hásteinsveg. Laus til íbúðar og lyklavöldin hjá mér til að sýna í- búðina. íbúð, 4 herbergi og eldhús við Fífilgötu. íbúð, 4 herbergi og 2 eldhús við Strandveg. Einbýlishús, lítið við Strandveg. Einbýlishús, nýviðbyggt við Há- steinsveg. Nokkur hús og ibúðir eru einn- ig til sölu nýleg og sum glæsileg, en rýmingarfrestur þarf að vera nokkur. Nokkrar BIFREIÐAR cru til sölu m. a. Opel-Record, ekin aðeins 30.000 km. Sem sagt vel tilkeyrð. Bátar cru til, cf einlivcr hcfur áhuga. Þá mætti beina því til þeirra, sem eitthvað ættu afgangs af forgcngi- legum fjármunum, að þeir legðu í arðbæran atvinnurekstur. Eg hefi nú til sölu 1/6 hluta af hlutabréf- um í vandaðri VELSMIÐJU hér í bænum, og 1/6 hluta í tilheyrandi verzlun, en hluturinn fengist fyrir gjafverð. Einnig ér verzlunarhús- næði til sölu og margt fleira, ef að er gáð. — Vinsamlegast Jítið inn. JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Bóru- götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 1 1 12 f. h. — Sími 1847. S--------- \ Bæjarfréttir. v_____________________________) Þjóðkirkjan: N.k. sunnudag verður messað kl. 2 eh. Séra Þorsteinn L. Jónsson predikar. Hjónabönd: Um og eftir hátíðarnar hefur sr. Þorsteinn L. Jónsson gefið saman eftirtalin brúðhjón. Þann 24. des. Elínu Teitsdóttur, og Emil Sigurðsson, bifreiðastjóra frá Búlandi. Á jóladag, Elínu B. Jóhannsdótt- ur Skólavegi 36 og Svavar Simunds son Hásteinsveg 36. Á annan dag jóla, Hjördís Guð- mundsdóttir, símamær og Alexand- er Guðmundsson, verzlunarmann, Grænuhlíð 23. Á gamlársdag, Önnu Sigmars- dóttur Litlu-Löndum og Eyjólf E. Konráðsson úr Skagafirði. Á nýársdag Hörpu Njálsdóttir Andersen Hásteinsveg9 2 og Ólaf Óskarsson Boðaslóð 27. Og þann 8. janúar s.l. Heiðrúnu Grétu Sigurjónsdóttur Vesturveg 3A og Guðmund Einarsson, vél- stjóra Vesturveg 3A. Fylkir óskar brúðhjónunum allra heilla. Afmæli: Þann 17. þ.m. verður Bjarni Guð- mundsson Illugagötu 13, 60 ára. Ketill Brandsson Faxastíg 33, verður 70 ára þann 16. janúar. Blað ið óskar afmælisbörnunum til ham- ingju. Húsakaup. Páll Þorbjörnsson stórkaupmað- ur hefir nýlega fest kaup á fisk- verkunarhúsi dánarbús Ólafs heit. Auðunssonar er stendur á horni Bárugötu og Strandvegar. Hyggst Páll breyta húsinu og ílytja þang- að veiðarfæraverzlun sína. Blysför: Knattspyrnufélagið Týr gekkst fyrir blysför og Álfadansi daginn eftir þrettándann. Þar sem þessum góða fagnaði hefur verið ýtarlega lýst í öðru bæjarblaði, er ekki á- stæða til þess að endurtaka lýsingu á því sem fram fór, en tekið af al- hug undir þakkir til allra er hlut áttu að þesari góðu skemmtun. Heimaklettur: Vestmannaeyingafélagið Heima- klettur heldur skemmtun í Sam- komuhúsinu á mox-gun 15. janúar. Er vel til skemmtunarinnar vand- að. Eru Vestmannaeyingar 25 ái’a og eldri hvattir til þess að sækja þessa skemmtun og gei'ast félagar. Ný stjórn hefur nýlega verið kos- in í félaginu og hefur hún á pi-jón- unum ýms áform til þess að auka félagsstarfið.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.