Fylkir


Fylkir - 21.01.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 21.01.1966, Blaðsíða 1
Malgagn Sjá!fstæffi&- flokksnw 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 21. janúar 1966 3. tölublað. Rœon íKEjflrstjéid nm verhlegar /ramhvcemdír á fundi bœjorstjórnor Itinn 14. þ.m. í sambandi við gjaldalið 11 — það er framlag til verklegra fram- kvæmda — þykir mér rétt — herra forseti L- að gera nokkru nánar grein fyrir heldur en öðrum út- gjaldaliðum — þar sem þetta er sá liður fjárhagsáætlunarinnar, sem mjög ræður úrslitum um — hversu há útsvör og aðstöðugjöld verða hverju sinni — enda er hér um aö ræða langsamlega stærsta útgjalda lið áætlunarinnar. E vil þó — áður ræða lítillega eina stofnun bæjarins — það er stýrimannaskólann — þó að hann að þessu sinni snerti ekki þann út- gjaldalið — sem hér um ræðir — það er framlag til verklegra fram- kvæmda. — Eg tel nauðsynlegt að rifja það lipp — að þegar bæjarstjórn ákvað það á fundi sínum hinn 31. marz 1964 með samhljóða atkvæðum •allra níu bæjarfulltrúa — að koma i fót stýrimannaskóla hér í Vest- mannaeyjum — gerði ég — að ég f,aldi — ítarlega grein fyrir því — að lög um sérstakan stýrimanna- skóla í Vestmannaeyjum — myndu etfki fást samþykkt á Alþingi — nema að Vestmannaeyingar sjálfir legðu fram stofnkostnað við skól- ann og önnuðust rekstur hans til að byrja með. — Byggði ég þetta meðal annars á því — að mér var kunnugt um það að forráðamenn Stýrimannaskólans í Reykjavík — voru andvígir stofnun slíks skóla hér í Eyjum — og töldu stofnun hans ekki tímabæra. Fékkst þetta staðfest þegar álits þeirra var leitað um lögin um stýrimanna- skóla hér í Vestmannaeyjum — þegar þau voru fram borin á Al- þingi haustið 1964. Eg rifja þetta upp nú — vegna þess að nokkrar umræður hafa orð- ið um fjárhagshlið þessarar stofn- unar — bæði í blöðum hér og eins á Alþingi — og þar komið fram sú skoðun — að eðlilegast væri — að ríkissjóður bæri allan kostnað af stofnun skólans og rekstri hans. — Eg skal viðurkenna — að ef að- eins er litið á fjárhagshlið málsins — væri þetta æskilegt. — En það er að mínum dómi fleira — sem taka verður tillit til í þessu sam- Guðlaugur Gíslason. bandi. — Eí' ríkissjóður endur- greiddi kaupstaðnum allan stofn- kostnað og tæki við rekstri skól- ans — væri þetta ekki að neinu leiti orðinn okkar skóli og Vest- mannaeyingar gætu ekki reiknað með að hafa á hendi stjórn hans eins og nú er. _ Eg óttast að ef ríkisvaldið ætti að ákveða útgjöld skólans. Hafa á hendi auglýsingar og afgreiðslu umsókna um nám í skólanum og ef skólastjóri þyrfti í hverju tilfelli stóru og smáu að sækja undir ráðamenn stýrimanna- skólans í Reykjavík — sem stofn- unin óefað yrði sett undir — myndi skólinn ekki þróast á þann veg, sem við gerum okkur vonir um _ og sennilega fljótlega fund- inn ástæða til að leggja hann nið- ur. Það er því sannfæring mín — að ¦ bezt sé og affærasælast fyrir þessa stofnun að Vestmannaeyingar geti með fullurri rétti talið hann sína eign. Hinsvegar ber að sjálfsögðu að sækja á ríkið með að það taki verulegan þátt í reksturskostnaði skólans. Slíkt tel ég eðlilegt og sjálfsagt og þarf það í engu að raska því — að stofnunin hlýtur eftir sem áður að teljast okkar eign, en við eftir sem áður hafa stjórn skólans og alla umsjá í okk ar hendi eins og lögin um hann gera ráð fyrir. Viðleitni í þessa átt hefur þegar borið þann árangur Framhald á 3. síðu. Týr fier lé rn Smárabb við Guðmund Þórar- \ insson, formann Týs. Fylkir hitti Guðmund Þórarins- son formann Týs á förnum vegi. Barst talið strax að málefnum Týs. Sagði Guðmundur að mikið líf væri í allri starfseminni í vetur. Mikið á anað hundrað manns, mest unglingar æfðu hjá félaginu. Væri eingöngu um æfingar innanhúss að ræða, og þá mest knattspyrna hjá piltum en handbolti hjá stúlkum. Landsmót stúlkna í handknatt- leik innanhúss er að hefjast um þessar mundir, og er fyrirhugað að við sendum flokk á það mót. Týr verður 45 ára 1. maí í vor Við höfum í huga að halda hressi- lega upp á afmælið, og höfum þá helzt í hyggju að efna til ýmiskon- ar afmælismóta bæði í knattspyrnu handbolta og eins frjálsum íþrótt- um. Geri ég ráð fyrir að þessi mót verði öðru hvoru allt næsta sum- ar. Þið eruð að fá útlendan þjálf- ara? Já, það er alveg rétt. Við eigum von á tékknezkum knattspyrnu- þjálfara í lok næsta mánaðar. Hér er um tæplega fimmtugan mann að ræða, er hefur mjög glæsilegan fer il að baki. Hann var aðeins 19 ára að aldri er hann tók þátt í sínum fyrsta landsleik og tók þátt í alls um 20 landsleikjum, en annars var hann atvinnumaður fyrir stríð. Og til gamans má enn frekar geta þess að hann tók þátt í heimsmeistara- keppni í knattspyrnu er fór fram á ítalíu 1934. Þar urðu Tékkar nr. 2. Þú sérð af þessu, Björn, að mað- urinn ætti að kunná til verka. '. Hvernig er svo fjárhagurinn, kostar ekki talsvert fé að fá hing- að útlendan þjálfara? Að vísu kostar það talsvert fé, annars er þessi maður ódýr að mín um dómi. Hinsvegar er fjárhagur- inn álltaf of þröngur. Það kostar stórfé að reka svona félag, en við héldum þjóðhátíðina í sumar og við vorum heppnir og hún gaf tals- vert fé og það er nú það sem við lifum á. En mest er þó um vert að í Tý eru um 50-60 gamlir og ung- ir félagar — kjarni félagsins — menn sem alltaf eru tilbúnir til starfa fyrir félagið, og telja ekki eftir sér að vinna fyrir félagið og alltaf tilbúnir þegar kalið kemur. Fjnrðiirsjld h.f. Hlutafélag um að rei.su og reka síldarverksmiðju. Stofnað 14. þ.m. Um nokkurn tíma hefur verið í athugun og undirbúningi meðal þeirra útgerðarmanna hér í Eyjum er gera út á síldveiðar fyrir Aust- fjörðum að stofnsetja félag um rekstur síldarverksmiðja er stað- sett væri þar eystra. Hefur þetta nú leitt til þess að félag þetta hef- ur verið stofnað. Var stofnfundur haldinn í Reykjavík 14. þ.m. Hlaut félagið nafnið „Fjarðarsíld h.f." Stofnendur voru allflestir héðan úr Eyjum, en auk þess útgerðar- menn úr Keflavík og frá Seyðis- firði. Hlutafé var ákveðið á fundinum 20 milljónir króna og er tilgangur- inn eins og fyrr er að vikið að reisa og reka síldarverksmiðju á Austfjörðum. Mun ákveðið að verk smiðjan verði reist á Seyðisfirði eða í næsta nágrenni. Á stofnfundi voru kosnir í stjórn, Ólafur Ólafsson, Seyðisfirði, Guðlaugur Stefánsson, Sighvatur Bjarnason,, Þorsteinn Sigurðsson allir héðan úr Eyjum og Pétur Blöndal, Seyðisfirði.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.