Fylkir


Fylkir - 21.01.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 21.01.1966, Blaðsíða 4
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför hjartkærs föðurs okkar, tengda- föður og afa, ÞORGILSAR ÞORGILSSONAR, Grund, Vestmannaeyjum. Baldur Þorgilsson — Ruth Einarsdóttir Ari Þorgilsson — Þorbjörg Sveinsdóttir, Grétar Þorgilsson — Þórunn Pálsdóttir, Jón Þorgilsson — Anna Stefánsdóttir, Haukur Þorgilsson — Ingunn Sturlaugsdóttir, og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 75 ára afmæli mínu, þann 6. janúar s.l. LIFIÐ HEIL! GUNNAR M. JÓNSSON. Öllum þeim, er glöddu mig um jólin með gjöfum heim- sóknum og hlýjum kveðjum, vil ég þakka innilega og óska ykkur öllum Guðs blessunar á árinu 1966. Guðmundur Guðlaugsson, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. VÉLRITUNARNÁMSKEIÐ! Lærið vélritun á auðveldan hátt. Tónlist notuð til að ná skjótum hraða. Innritun á mánudagskvöld eftir kl. 9,30 í gagnfræðaskól- anum. (Gengið inn um norðurdyr). BIRGIR GUÐSTEINSSON. VOLKSWAG E N ! V 496 til sölu. — Árgerð 1956. — Selst í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 1331. Bif reiðaeigendur! áður en þér tryggið bifreiðina annarsstaðar, skulið þér hafa samband við umboðsmann okkar. Kynnist skilmálunum SJÓVÁ TRYGGT ER VEL TRYGGT! SjóvátryqqiMgpaq íslands Umboðsmaður vor: FINNBOGI FRIÐFINNSSON, sími 1450 r~ n Neðan frá sjó. I__________ _________J Gæftir: Eftir óveðurshrinuna um og eft- ir áramótin brá loks til góðviðr- is um miðja seinustu viku og var yndælisveður út vikuna. Um sein- ustu helgi gerði svo hvassa austan- átt með frosti og dálitlu fjúki, og tók fyrir alla sjósókn þar til í gær. Afli: Aðeins 3 línubátar eru byrjaðir róðra. Júlía, Björg og Sæfaxi. Afli hefur verið í tregara lagi, þetta frá 4-6 tonn, þess er þó að gæta að ró- ið er með stutta línu, eða um 30 stampa. Aflinn hefur verið langa þorskur og ýsa, svipað magn af hverri tegund. — Botnvörpubát- arnir gátu aðeins reynt fyrir sér fyrir helgina. Fóru þá 3 bátar út. Bezt var hjá Sæbjörgu, er fékk 5-6 tonn eftir 3 sólarhringa. Talsvert magn af síld barst hing- að um og fyrir seinustu helgi. Mestallt var úr Skeiðarárdýpinu. Sjómönnum ber saman um að mun minna magn sé á þessum slóðum, heldur en var í fyrra og erfiðara að ná síldinni. Torfurnar minni og dreifðari. Dálítið hefur verið salt- að af síldinni, og í frystingu hefur verið tekið svo mikið sem tök eru á. Einn netabátur, Blakkur, úr Reykjavík, hefur lagt net sín hér við Eyjarnar. Fékk hann um 5 tonn í fyrstu lögn — mest ufsa. — Kaup og sala: Vélbáturinn Sjöfn hefu rnú ver- ið seldur til Reykjavíkur, og mun báturinn verða gerður út þaðan, en mun þó í vetur leggja aflann upp í Grindavík. Þá hafa þeir Þórð ur Þórðarson rakari og Guðjón Aanes skipstjóri fest kaup á báti hingað. Er þetta Dagrún úr Bol- ungavík, 101 smálest að stærð. Báturinn mun hefja róðra bráðlega og gerður út á botnvörpuveiðar. Skreið: Rangá var hér um miðja fyrri viku og lestaði skreið. Tók skipið nær allar þær skreiðarbirgðir er hér voru — aðeins fáir pakkar eft- ir, sem ráðgert er að fari mjög bráðlega. Hefur afskipun á skreið gengnð mjög greiðlega og mun bet ur en á árinu 1964. Fiskkaup: Hér í dálkunum var þess getið í sambandi við fiskkaupendur á komandi vertíð, að Guðni Guðna- son kaupfélagsstjóri væri meðal þeirra. Á þessu mun hafa orðið breyting núna alveg nýlega, þann- ig að Guðni mun ekki vera aðili lengur, og hlutafélag stofnað um þann rekstur er þeir Pálmi Sigurðs son og hann voru með á s.l. ári Eru aðaleigendur þessa nýja hlutafél- ags, Kaupfélag Vestmannaeyja, Björn Kristjánsson, útgm. á Eski- firði og Pálmi Sigurðsson, skip- stjóri. Sem sé fiskkaupin halda á- fram, aðeins orðið skipulagsbreyt- ing á rekstri. Gísli Jónasson: Einn af upprennandi og vaxandi síldarskipstjórum hér 1 bæ er Gísli Jónasson, er undanfarið hefur ver- ið með ísleif IV. og gengið alveg sérstaklega vel. Gísli er nú á för- um til Noregs til að sækja nýtt og glæsilegt skip, Seley, er Kristinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði er að láta smíða. Er Gísli ráðinn skipstjóri á þetta skip. Fylkir ógk- ar Gísla allra heilla með hið nýja skip og vonar að honum „gangi” ekki síður með Seley en honum hefur „gengið” að undaförnu. r~ \ Bæjarfréttir. v___________________________) Þjóðkirkja: Messað á sunnudaginn kl. 2 e.h Séra Jóhann Hlíðar predikar. Afmæli: Sigríður Guðmundsdóttir, Heiðar veg 6 verður 60 ára 23 þ.m. Fylkir óskar afmælisbarninu allra heilla. 95 ára: Á morgun verður 95 ára Jón Sverrisson frá Háagarði hér í bæ og fyrrv. yfirfiskmatsmaður. Jón dvaldi hér í Eyjum mikinn hluta ævi sinnar, tók mikinn þátt í op- inberum málum og var einn kunn- asti borgari þessa bæjar um langt árabil. Jón dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Árshátíð: Golfklúbbur Vestmannaeyja hélt árshátíð sína s.l. laugardag. Var þar margt um manninn og létt yfir fólki. Á árshátíðinni var Sveinn Ársælsson sérstaklega heiðraður og honum færður að gjöf fagur silfur- skjöldur, var skjöldurinn gefinn í tilefni 50 ára afmælis Sveins, er var 26. des. s.l., svo og sem vottur þakklætis af hendi klúbbsins fyrir þau mörgu afrek er Sveinn hefur unnið í nafni Golfklúbbsins á sviði golfíþróttarinnar. Formaður Golf- klúbbs Vestmannaeyja er Sverrir Einarsson, tannlæknir. Nýr verkstjóri: Jóhann Bjarnason frá Hoffelli, hefur verið ráðinn verkstjóri hjá Bæjarsjóði í stað Böðvars Ingvars- sonar er lét af starfi í des. s.l. Árshátíð iðnaðarmanna: Iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum munu halda hina árlega skemmt- un sína laugardaginn 5. febr. n.k. Nærföt, stutt og síð, á herra unglinga og börn. Markaðurinn. sími 1491. GÓÐAR OG ÓDÝRAR KULDAHUFUR verð kr. 225.00 VERZLUN BJÖRN GUÐMUNDSSON, Sími 2273. ÓDÝRU tékknezku vinnuskyrtumar komnar aftur. Verðið kr. 149. Verzlun BJÖRN GUÐMUNDSSON. sími 2273.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.