Fylkir


Fylkir - 04.02.1966, Qupperneq 1

Fylkir - 04.02.1966, Qupperneq 1
Sjciffstæðfe- flokksnit 18. árgangur. Vestmanaeyjum, 4. febrúar 1966 5. tölublað. LÆGRI ÚTSVÖR — MEIRI FRAMKVÆMDIR Framsóknarmenn eru sífellt að baslast við að reyna að gera tor- tryggilega þá staðreynd, að útsvör hafa mörg undanfarin ár verið lægri í Vestmannaeyjum en annars staðar, þrátt fyrir að meiri fram- kvæmdir hafa verið hér en í flest- um öðrum sambærilegum kaupstöð um. Þetta hefur af eðlilegum á- stæðum vakið eftirtekt um allt land, en fulltrúar vinstri flokkanna hér, ekki sízt Framsóknarflokks- ins eiga ákaflega erfitt með að kingja þessu og óttast aukinn stuðning kjósenda við Sjálfstæðis- flokkinn af þessari ástæðu. Von- andi er þessi ótti þeirra ekki á- stæðulaus. í Framsóknarblaðinu s. 1. mið- Næstkomandi sunnudag verða haldnir í húsi K.F.U.M. og K. tvenn ir hljómleikar, þeir fyrri kl. 5 e.h. en þeir seinni kl. 9 e.h. Á hljóm- leikum þessu mkoma fram lands- kunnir hljómlistarmenn, þeir Björn Ólafsson, konsertmeistari, Guðm- undur Jónsson óperusöngvari og Martin Hunger, orgelleikari. Viðfangsefni þessara listamanna verður eingöngu létt klassisk lög. Hér er án efa um mjög góða hljómleika að ræða sem öllu mús- ikunnandi fólki þykir fengur að Má því fastlega gera ráð fyrir góðri aðsókn. Er því rétt að vekja at- hygli fólks á því að salurinn í K. F.UM. og K. tekur ekki nema 90 manns, og er því ekki hægt að selja á þessa hljómleika nema tak markað. Er því vissara fyrir fólk er hefur í hyggju að sækja þessa tónleika að hafa fyrra fallið á og panta aðgöngumiða í tíma, en það má gera hjá séra Jóhanni S. Hlíð- ar í síma 1567. Aðgöngumiðar verða einnig seldir við innganginn ef nokkrir verða þá óseldir. vikudag segir: „Lágu útsvörin, sem Guðlaugur Gíslason hældi sér af á undanförn um árum, voru bjarnargreiSi við framtíðina. Þeirra vegna verða út- svarsbyrgðar skattgreiðenda í Vest mannaeyjuin í ár og næstu árin þyngri en ella hefði orðið.” Þá vita kjósendur í Vestmanna- eyjum hverju þeir eiga von á ef Framsóknarflokkurinn kemst hér að völdum. Þá verða ekki einasta lögð á útsvör til að mæta útgjöld- um líðandi árs heldur einnig næstu ár. Það má segja að þetta sé held- ur aulaleg yfirlýsing hjá Framsókn arflokknum í byrjun kosningabar- áttunnar. 22% ÚTSVARSHÆKKUN VEGNA VATNSVEITU FRAMKVÆMDA. Framsóknarmenn virðast ætla að beita því óspart í kosningabarátt- unni að útsvör hækkuðu nú um 29,5% miðað við s.l. ár. Verður ekki sagt að heiðarleiknum sé fyr ir að fara hjá þeim í þessu frekar en öðrum fullyrðingum þeirra um fjármál bæjarins. Bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins er það ljóst, ein og fulltrúum hinna flokkanna, að meginástæðan fyrir þessari hækkun er 5 million króna fram- lag til fyrirhugaðrar vatnsveitu, eða 22% af þeim 29,5 prósentum, sem gert er ráð fyrir að útsvörin hækki. Um þessa framkvæmd hef- ur verið alger samstaða í bæjar- stjórn og öllum bæjarfulltrúum vitanlegt að innanbæjarkerfinu, sem þessir fjármunir eiga að ganga til verður ekki komið áfram nema hluti af kostnaði þess verði tekinn inn á fjárhagsáætlun, sem auðvit- að þýðir að útsvörin hljóta að hækka. Það er því ekki stórmannlegt né heiðarlest af Framsóknarmönnum að vaða nú fram á ritvöllinn og fjargviðrast yfir hækkun útsvar- anna, þegar þeim var þetta allt vitanlegt og höfðu auk þess áður lýst því yfir að þeir vildu standa að þessari framkvæmd og lýst sig samþykka því að halda málinu ut- an við hið pólitízka dægurþras. En auðvitað var ekki við öðru að búast úr þeim herbúðum. Óvéfengjanleg staðreynd er, að Blaðið hefur fengið eftirfarandi upplýsingar um byggingarfram- kvæmdir á árinu hjá byggingar- fulltrúanum, Óskari Kárasyni. Fullgerð hafa verið 25 íbúðar- hús, 19 af þeim eru einbýlishús, 1 er tvíbýlishús ög 5 hús voru full- gerð á árinu er flutt hafði verið í ófullgerð. Þá voru 2 íbúðir teknar í notkun í ófullgerðum húsum. í fjölbýlishús inu við Hásteinsveg voru 6 íbúð- ir teknar í notkun. Samtals hafa því 34 íbúðir verið teknar í notk- un á árinu. Meðalstærð þessara í- búða er 4,5 herbergi og eldhús. Öll eru þessi hús úr steinsteypu, að einu undanskyldu sem er byggt úr tré. í smíðum eru nú 81 íbúðarhús, að fjölbýlishúsinu meðtöldu og verða í þeim 99 íbúðir. Á árinu 1965 hafa því verið í smíðum 106 íbúðarhús með 126 íbúðum. Af öðrum húsbyggingum er fyr- irferðararmest ýmislegar bygging- ar í sambandi við útgerð og fisk- vinnslu. Er þá fyrst fiskvinnslu- hús Ólafur og Símon h.f., 900 ferm. að stærð, fiskvinnsluhús ísfélags ins við Bárugötu, 850 fermetrar, Fjölnir h.f. fiskverkunarhús 1000 fermetrar. Af öðrum byggingum má nefna, Bílasmiðju við Flatir 110 fermetrar, netagerðarhús Nets h.f., 500 fermetrar, Sjúkrahúsið 1050 fermetrar, Vinnslustöðin ver- búðarhús, Samkomuhúsið með við- byggingu 555 fermetra, Kaupfélag- ið og Mjólkursamsalan í samein- ingu með verzlunarhús 262 ferm. Öll þessi hús eru misjafnlega útsvör hafa ekki um langan tíma hækkað minna milli ára en nú, eða aðeins um 7,5%, ef ekki er reiknað með vatnsveitu framkvæmdunum. Um þetta þarf ekki að deila. Þetta liggur ljóst fyrir ef borin er saman fjárhagsáætlun ársins 1966 við á- ætlanir undanfarinna ára. langt á veg komin, sum er aðeins búið að steypa upp, önnur er búið að taka í notkun að meira eða minna leyti þó að ekki séu þau fullgerð. Þá hafa verið í byggingu hjá báð um síldarbræðslunum stórar síldar þrær. Eru báðar þessar þrær vel á veg komnar og búið að taka þær í notkun að verulegu leyti. Er þess ar þrær verða tilbúnar og fullgerð- ar er gert ráð fyrir að þær taki samanlagt um 180 þúsund tunnur af síld. Svo sem sjá má af þessu yfirliti byggingarfulltrúans, sem þó er að öllu leyti ekki alveg tæmandi hafa á s.l. ári verið mjög miklar bygg- ingarframkvæmdir, og líklega meiri en nokkru sinni fyrr. Koma allar greinar atvinnulífsins við sögu, og gefur það ótvírætt til kynna að það er þróttmikið. Hinar miklu í- búðarbyggingar eru vottur þess að fólkinu í bænum vegnar vel og það hefur trú á framtíð hans. SENDINEFND Unnið er nú að ýmsum undir- búningi og athugunum í sambandi við fyrirhugaðar vatnsveitufram- kvæmdir. Sérstaklega eru til at- hugunar ýmislegt í sambandi við fjárútvegun og hvernig má byggja upp fyrirtækið fjárhagslega. Fara nú fram í Reykjavík viðræður við ríkisstjórnina varðandi þetta at- riði. Að hálfu bæjarstjórnar taka þátt í þessum viðræðum bæjarfull trúarnir Guðlaugur Gíslason, og er hann formaður nefndarinnar, Gísli Gíslason og Magnús Magnússon. ByMiiíjfSÉvffmÉ drii M FULLGERÐ VORU 25 ÍBÚÐARHÚS Á ÁRINU.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.