Fylkir


Fylkir - 04.02.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 04.02.1966, Blaðsíða 3
FYLKIR 3. Öryoíi í þessum stórviðrum er gengið hafa yfir landið, núna þessa dag- ana, hefur það tvívegis komið fyr- ir að rafmagnið frá Sogsvirkjun- inni hefur brugðist. Stóð fyrri bil- unin yfir rúman klukkutíma, en sú seinni nokkuð skemur. Svo mik ið, sem nútímaþjóðfélag á undir rafmagni þarf ekki getum af því að leiða hve geysiáhrif þessar bil- anir hafa á athafnalífið og líf fólks ins yfirleitt. Svo sem kunnugt er fáum við hér í Eyjum rafmagn frá Soginu, og hefur þessara bilana því gætt hér, en að mjög óverulegu leyti, þar sem við erum í þessu efni bet- ur settir en aðrir landsmenn, þar sem við höfum mjög góða vara- aflstöð knúða með dieselmotorum er alltaf má grípa til. Komu bessir kostir greinilega í ljós er fyrr- greindar bilanir í Soginu urðu á dögunum. Rafmagn var komið á bæjarkerfið fáum mínútum eftir bilanirnar. Þnð öryggi er við hér búum við í þessu efni er alveg ómetanlegt og full ástæða til að vekja á þvi at- hygli. JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Bóru- götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. — Sími 1847. HÚSEIGENDUR. Þeir sem hafa í huga að selja fasteignir með vorinu, ættu vin- samlegast að láta mig vita sem fyrst. — Er með kaupendur á bið- lista. BRAGl BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. Skotasaga: Skoti á dánarbeði bað þrjá syni sína að leggja hver 1000 kr. í kist una hjá sér. — Sá fyrsti var treg- ur, en hann lagði sínar 1000 krón- ur. Annar gerði þaö sama, en sá þriðji lagði ávísun upp á 3000 krón ur í kistuna og tók 2000 krónur til baka. SLSt- eignagj öld til bæjarsjóðs Vestmannaeyja féllu í gjalddaga 2. janúar s.l. Góðfúslega greiðið gjöldin strax. BÆJARSJÓÐUR VESTMANNAEYJA TEK AÐ MÉR BÓKHALD á kvöldin. ATLI ASALSTEINSSON, Vestmannabraut 13A sími 2322. E S W A - rafmagnshitun. Fyrir hverskonar byggingar: skóla, íbúðir, bílskúra, verkstæði, verzlanir o.fl. Hagkvæmasta, ódýrasta, hr.einlegasta hitun, sem völ er á i dag. Hagstætt verð. — Stuttur afgreiðslutími. Allar nánari upplýsingar ásamt verðtilboðum veitir E S W A — umboðið Víðihvammi 36 — sími 4 13 75 í Vestmannaeyjum lir. rafvirkjameistari, Birgir Jóhannsson, Grænuhlíð 6 — sími 1956. E" HAPPDRÆTTI Islands Dregið verður í 2. flokki 10. febrúar næstkomandi. Athygli skal vakin á að opið verður til endurnýjunar á laugardögum frá kl. 1 — 3 e.h. MUNÍÐ AÐ ENDURNÝJA. UMBOÐSMAÐUR. Háskóla Hann 'M&ý' [. \JrJ < vai 25v w/ mi |<r| fHeutfu HÁSK d/ia óu 3Ö& : iNS Vtttm<iiMjij<!r í sœnslii sjónvorpinu í september s.l. voru hér á ferð sænskir sjónvarpsmenn, þeirra er- inda að viða að sér efni fyrir sænska sjónvarpið. Tóku þeir hér upp ýmislegt efni varðandi Eyj- arnar, landslag, gos í Syrtlingi, úr atvinnulífinu, þ.á.m. af fiskiðnað- inum, svo og úr lífi fólksins. Komu þeir meðal anars á heimili Odd- geirs Kristjánssonar þar sem tekn- ar voru myndir er Oddgeir ásamt fleira fólki söng nokkur af lög- um Oddgeirs, þ.á.m. ýmis gömul og ný þjóðhátíðarlög. Fregnir hafa nú borizt af því að þessi dagskrá ásamt öðrum dag- skrám frá íslandi hafa verið sýnd í sænska sjónvarpinu laust eftir áramótin. íslenzkt námsfólk er dvelst ytra sá þessa dagsskrá og hafði orð á að hún hefði verið mjög góð í senn frðandi um Eyjarnar og skemmtileg.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.