Fylkir


Fylkir - 11.02.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 11.02.1966, Blaðsíða 1
Nú eru það laun bæjarstjóra Sigurgeir Kristjánsson krafðist á síðasta fundi bæjarstjórnar úr- skurðar forseta um, hvort mér og Jóhanni Friðfinnssyni væri heimilt að ákveða laun okkar sjálfir með þeim hætti, sem við hefðum gert að undanförnu, eins og hann orðaði það. Eg held, að Sigurgeir Kristjáns- son geri sér ekki grein fyrir, að með þessari bókun og kröfu um úr- skurð sé hann að gera sig að hreinu viðundri. Eða heldur hann, að hann fái nokkurn venjulega hugs- andi mann til að trúa því, að við Jóhann Friðfinnsson vöðum bara í bæjarkassann og skömmtum okkur sjálfir þau laun eins og okkur sýn- ist? Sannleikurinn í þessu máli er á- kaflega einfaldur og síður en svo nokkurt leyndarmál. Alla tíð, sem ég þekki til, ég vil segja ja síðastliðin 30 ár, hefur það gengið svo til að meirihluti bæjar- stjórnar hefur ráðið bæjarstjóra og ákveðið laun hans. Lengi vel voru laun bæjarstjóra sett á fjárhagsáætl un, sem sérstakur liður, eins og laun bæjargjaldkera og fleiri starfs manna bæjarins, eftir tillögu meiri- hlutans og samþykkt með atkvæð- um hans. Þegar ég var ráðinn bæjarstjóri voru laun mín ákveðin í samræmi við laun anarra bæjarstjóra sam- bærilegra kaupstaða og var Fram- sóknarflokkurinn 'þar með í ráð- um og hefur þessari reglu verið fylgt síðan. Þegar kaupstaðirnir árið 1963 skipuðu starfsmönum sínum í á- kveðna launaflokka með því kerfi, sem þá var upp tekið, munu laun allra bæjarstjóra utan Reykjavík- ur hafa verið ákveðin samkvæmt 26. launaflokki, og var þeirri reglu einnig fylgt hér. Hver eru svo launin? Þegar laun bæjarstjóra voru á- kveðin samkvæmt 26. launaflokki voru þau, eftir því sem ég bezt man 18.680,00 krónur, en eru nú komin í rúmlega tuttugu og eitt þúsund hjá þeim, sem lengstan starfsaldur hafa, með þeim uppbótum, sem síð- ar hafa orðið. í þessu sambandi vil ég geta þess að 1954, að ég hygg, var uppstill- ingu á fjárhagsáætlun breytt þann- Þór fsr Stutt viðtal við formann íþrótta félagsins Þórs, Alexander Guð- mundsson. Fylkir hitti fyrir skömmu Alex- ander Guðmundsson, formann í- þróttafélagsins Þórs, að máli og innti hann frétta af félagsstarfinu. Lét Alexander vel af. Sagði að vísu að það gæti verið betra. — Menn eru nú seint ánægðir í þessu efni, eins og þú þekkir, Björn. En þegar á heild er litið, er varla hægt að segja annað en það hafi verið gott. Meðlimir Þórs eru nú um 500 talsins. Allur þessi fjöldi er að vísu ekki starfandi, en þó er það ótrúlega stór hópur, er tekur meira eða minna þátt í félagsstarfinu. í 5. flokki, en í honum eru 12 ára fé- lagar og yngri, er mjög mikið líf. f þessum flokki æfa að staðaldri um 70 unglingar, einnig er gott starf og áhugi í 2., 3. og 4. flokki. Lakast er starfið í 1. aldursflokki, en það vona ég fastlega að standi til bóta. — Hvað er svo helzt æft? — Knattspyrna, handbolti, leik- ig, að hvorki laun bæjarstjóra eða annarra aðila á skrifstofum bæjar- ins voru tilfærð sem sérstakur út- gjaldaliður, heldur voru öll laun starfsmanna á skrifstofunni færð út í einn lið undir 1. gjaldalið, stjórn kaupstaðarins. Svo var einn- ig gert á öðrum útgjaldaliðum, þar sem því varð við komið eins og t. d. er áætlaður var kostnaður við lögreglumál. Þá var hætt að færa laun yfirlögregluþjóns og annarra lögregluþjóna sem sérstaka út- gjaldaliði undir lögreglumálum, heldur voru launin sameinuð í einn gjaldalið. Eg get alveg fullyrt, að hvorki fulltrúum Sjálfstæðisflokksins né fulltrúum Framsóknarflokksins, er að þessari breytingu stóðu, datt í hug að vera með þessu nokkuð að fimi og glíma. Og ekki má gleyma leikfimi fyrir Old Boys„ sem ég hélt nú að væri nokkuð fyrir þig. íslandsmót í handknattleik kvenna stendur yfir núna þessa dagana, við erum með 2 flokka á þessu móti í meistaraflokki og 2. flokki. Vonast ég eftir góðri frammistöðu. — Hvað með starfið í sumar? — Það er nú byrjað að leggja drög að því. Við eigum að sjá um þjóðhátíðina í ár og kringum hana er nú alltaf mikið starf. Svo eig- um við von á heimsókn í sumar, er það danskt unglingalið í knatt- spyrnu 15—16 ára unglingar, frá Söborg í Danmörku, sem er ein af útborgum Kaupmannahafnar. Við vorum í heimsókn hjá þeim í fyrra, svo að þetta eru gamlir kunningjar og gaman að endurnýja kunnings- skapinn. — Og hvað um framtíðina? — Við horfum ótrauðir fram á veginn og erum bjartsýnir, í Þór er margt góðra félaga, sem gaman er að starfa með, að þeim málum og markmiðum, er Þór stefnir að. fela, hvorki mín laun né annarra, heldur var þetta talið hagkvæmara við samningu fjárhagsáætlunarinn- ar. Hafi einhver bæjarfulltrúi eða meðlimir einhverrar nefndar innan bæjarstjórnar spurt um laun ein- hvers starfsmanns veit ég ekki ann að, að þeim hafi að sjálfsögðu ver- Framhald á 3. síðu. Útflutninður sjávarafurða um 600 milljónir. í Eyjum eru framleidd nær 13% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar Samkvæmt bráðabirgðaryfirliti frá Hafnarskrifstofunni voru á s. 1. ári, 1965, fluttar út sjávarafurðir frá Eyjum sem hér segir: tonn. Hraðfrystur fiskur (flök) . . 9.307 Hraðfryst síld ............. 10.024 Hraðfryst hrogn ............... 409 Hraðfryst refafóður .... 644 Saltfiskur .................. 4.625 Söltuð þunnildi ................ 31 Söltuð flök ................... 796 Söltuð hrogn .................. 145 Skreið ........................ 671 Fiskimjöl ................... 4.644 Síldarmjöl ................. 16.715 Loðnumjöl ..................... 343 Þorskalýsi .................. 1.415 Síldarlýsi .................. 7.400 Saltsíld ...................... 689 Ýmislegt annað ................. 14 Samtals eru þetta 58 þús. tonn, og er þ'að mesti útflutningur, sem farið hefur frá Vestmannaeyjum á einu ári. Verðmæti þessa útflutn- ings er sem næst 600 milljónir króna, eða 13 prósent af heildarút- flutningi landsmanna á s. 1. ári. Athyglisvert er, hve síldin er orð- in stór þáttur í atvinnulífinu. Síld- armjöl er t. d. tæp 17 þúsund tonn og fryst síld liðlega 10 þúsund tonn, eða nær helmingurinn af heildarútflutningnum að tonnatölu. Skýrsla þessi er enn ein sönnun þess, hve Vestmannaeyjar eru þýð- ingarmikill hlekkur í þeirri keðju, er verðmætasköpun þjóðarinnar samanstendur af.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.