Fylkir


Fylkir - 11.02.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 11.02.1966, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Nenningaráhugi eða hvað? Minnihlutaflokkarnir innan bæj- arstjórnar hafa löngum verið að halda því á lofti, að þeir væru ein- hverjir sérstakir málsvarar menn- ingarmálana í þessum bæ. Hversu einlægir þeir eru í þessum efnum er meira en vafasamt, þegar athug uð eru viðbrögð þeirra í sambandi við ýmislegt, sem að menningar- málum er unnið. Hefur Framsókn sérstaklega haft sig frammi í þessu efni. Er þess skemmst að minnast, hvernig framsóknarforustan snér- ist við stofnun Stýrimannaskólans. Reyndi hún á allan hátt að gera málið sem tortryggilegast, fann því allt til foráttu er hún þorði, og reyndi sem mest hún mátti að leggja stein í götu þeirra manna, er að málinu unnu, ef það gæti orðið henni einhver pólitískur ávinning- ur. Nú eru þeSsar raddir að mestu þagnaðar, þegar sýnt er að stofnun Stýrimannaskólans var heillaspor, sem á eftir að verða Vestmannaey- ingum mikil lyftistöng. Og hvað er nú um Náttúrugripa- safnið? Grein eftir grein er skrif- uð í flokksblað Framsóknar um þetta menningarmál, reynt að gera það hlægilegt, stöðva til þess nauð- synleg fjárframlög, og svo látið eins og um stórkostleg afglöp sé áð ræða. Þegar gera á átak í menningar- málum sem öðru, má alltaf um það deila, hvar á að hefjast handa, hvað skuli verða fyrst. Og sjálfsagt eru einhverjir, sem halda því fram að Náttúrugripasafnið hefði mátt bíða. En um það verður varla deilt, að stofnun náttúrugripasafns, er menningarmál, sem hverjum kaupstað er sæmd að. Með tilliti til þessa skyldi ætla, að menningar postularnir í Framsókn hefðu fagn að þessu, eða a. m. k. látið afskipta laust. En það er nú alldeilis ekki. Náttúrugripasafnið, stofnun þess og rekstur virðist eiga að verða aðal- Að gefnu tilejni A síðasta bæjarstjórnarfundi urðu nokkrar umræður um laun bæjarstjóra og fullyrti S. K .bæjar fulltrúi, að yfir hvíldi einhver dul- arfull hula. Eg hafði ekki á reiðum höndum nákvæmar tölur, en sagði eins og rétt er, að þau væru sam- bærileg við það, sem annarsstaðar gerðist í kaupstöðum landsins. Hvað mér við kemur, hafa launin frá því ég var ráðinn af bæjar- stjórn meðan Guðlaugur sæti á Al- þingi, í okt 1962, verið sem hér segir : Greidd laun hjá Bæjarsjóði Vest- mannaeyja: 1963, kr. 82.101,00 (mánaðarlaun 12.631,00). 1964, kr. 156.385,00 (mánaðarlaun 14.750,00 — 18.079,00). 1965, kr. 133.903,00 (mánaðarlaun 18.079,00 — 20.178,00). Mismunur launa á ári stafar að sjálfsögðu af launahækkunum, sem orðið hafa á tímabilinu. Þessar tölur hafði ég ekki við hendina á fundinum, en hef fengið þær úr bókhaldi bæjarsjóðs, sem sýnir þetta og er öllum frjálst og heimilt að kynna sér af eigin raun. Enda aldrei neinar athugasemdir við þær gerðar. Guðlaugur Gíslason gerir ýtar- legri grein fyrir þessu á öðrum stað hér í blaðinu, geta bæjarbúar þá séð, hve haldlausar aðdróttanir S. K.'eru. Þá kom einnig fram á þessum fundi, fyrirspurn um, hve miklu bæjarsjóður hefði tapað á sjóð- þurrð fyrrverandi bæjargjaldkera H. Ö. M. Þar sem ég vissi þetta ekki nákvæmlega, vildi ég ekki fullyrða upphæðina. Samkvæmt bókum bæjarsjóðs nam upphæðin kr. 377.416,36. Upphæðin kr. 377.416,36 var af- skrifuð, samkvæmt reikningum bæjarsjóðs árið 1960. Mér fannst satt að segja koma úr hörðustu átt hjá Framsóknarfulltrú kosningamál Framsóknar. f sam- bandi við framkvæmd málsins virðast ýmsir menn, sem Framsókn er þyrnir í augum, liggja vel við höggi. Og þá skal ekkert til spara. Allt er sett á stað til þess að stöðva málið. Eftir þetta er ekki að furða þó að mörgum manninum læðist grun- ur um, að áhugi Framsóknar á menningarmálum sé lítið annað en sýndarmennska, þar sem staðreynd in er sú, að menningarmál eru því aðeins góð, að þau séu borin fram af Framsóknarforustunni og geti á einn eða annan hátt orðið skraut- fjöður í þeirra hatti. anum að óska sérstaks úrskurðar um skyldu bæjarstjóra til að hafa óviðbúinn til staðar nákvæmar upplýsingar m. a. um mál, sem til lykta er leitt fyrir nokkrum árum, af þáverandi bæjarfulltrúum. Ef S. K. hefði sérstaklega verið fróðleiksþorsti í huga, áður en hann fór á bæjarstjórnarfundinn, hefði verið hægt að koma með framangreindar upplýsingar á fundinum, en S. K. kaus að leggja þetta fyrir á þann hátt, sem hann gerði. Mér finnst leiðinlegt, ef 'embætt- ishroki ætlar að ná tökum á Sig- urgeiri, sem alltaf hefur verið svo umgengnisgóður. Það fer ekki á milli mála, að síðan hann var hækk aður í tign innan lögreglunnar á s. 1. hausti, þá vill hann láta taka meira tillit til sín, bera úrskurðar- beiðnir hans í bæjarstjórn þessu glöggt vitni. Embættismannahrok- inn, sem var talinn landlægur meðan danska embættismannaklík an var allsráðandi hér á landi, hef- ur orðið að þoka fyrir nýja tíman- um. Eg tel illa farið, ef S. K. verð- ur þessum útdauða yfirvaldslesti að bráð. Jóhann Friðfinnsson. / H1 j ómleikar abb Sunnudagurinn 6. febrúar fagnaði okkur Vestmannaeyingum sólbjart- ur og heiðskýr, velkominn góð- viðrisdagur eftir óvenju storma- sama tíð um fleiri vikur. Þennan fagra dag komu góðir gestir hingað til bæjarins, þeir Björn Ólafsson, konsertmeistari, og Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari. Hingað voru þeir komn- ir fyrir forgöngu okkar góða org- anista, Martin Hunger. Það rúma ár, sem hann hefur starfað hér, hef ur hann gengizt fyrir fjölmörgum og fjölbreyttum tónleikum, sem hafa krafizt mikils undirbúnings af hans hálfu. Óþreytandi hefur hann lagt sig allan fram um að kynna okkur sígild verk stórmeist- ara í heimi tónanna. Eg geri ráð fyrir, að fæstir geri sér í hugarlund hve mikils undir- búningsstarfs hljómleikar krefjast hverju sinni. Og víst er það, að þeir, sem yndi hafa af hljómleik- um fá seint fullþakkað Martin Hunger hans mikla og góða starf. Sem að ofan getur stofnaði hann til hljómleikahalds hér ásamt með tveim okkar fremstu listamanna. Hljómleikarnir voru haldnir í húsi K. F. U. M. og K. og var hvert sæti í hinum litla sal, setið á báðum hljómleikum þremenninganna. Og er ekki ofsagt, að þessir tón- leikar munu þeim seint úr minni líða, sem á hlýddu, enda þættu tón- leikar sem þessir, tónlistarviðburð- ur, hvar sem þeir væru haldnir, svo vel var til þeirra vandað, og er þremenningunum af heilum hug þakkað fyrir þá. Það starf og erfiði, sem hvílt hef ur á herðum eins manns, vekur þá spurningu, hvort ekki sé tímabært og skylt, að tónlistarunnendur hér í bæ veki tónlistarfélagið, sem hér starfaði fyrr á árum, af Þyrnirósar- svefninum. Tónlistarfélag þjónar þeim tilgangi að tryggja tónleika- hald, tryggja fjárhagshlið þess og tryggja örugga aðsókn, og þjónar samtímis göfugu menningarhlut- verki í bæjarfélaginu. Vona ég, að þakklæti okkar hlust enda verði sýnt í verki með endur- reisn Tónlistarfélags Vestmanna- eyja. Hlustandi. liáitúrugripasafn bœfarins að Heiðarvegi 14, verður opið frá og með laugardeginum 12. þ. m. þannig fyrst um sinn: Laugardaga kl. 5 til 7 e. h. Sunnudaga kl. 4 til 6 e. h. Þriðjudaga kl. 8 til 9 e. h. Fimmtudaga kl. 8 til 9 e. h. BÆJARSTJÓRI.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.