Fylkir


Fylkir - 11.02.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 11.02.1966, Blaðsíða 3
FYLKIR 3. Nú eru það Framhald af 1. síðu. ið veittar þær upplýsingar, eftir þeim gögnum, sem fyrir hafa leg- ið. Enda er það beinlínis fáránlegt að ímynda sér, að þarna geti verið um nokkurn feluleik að ræða. Öll laun bæði bæjarstjóra sem annarra starfsmanna eru færð á tilskilda gjaldaliði og auk hins löggilta end- urskoðanda kýs bæjarstjórn árlega tvo endurskoðendur og er mér ekki anna ðkunnugt, en að þeir skoði hvert einasta fylgiskjal hjá bæn- um og er annar frá meirihlutan- um en hinn frá minnihluta bæjar- stjórnar, og hver einasti bæjar- fulltrúi aðgang að því að fá hjá þeim þær upplýsingar úr bókhaldi bæjarins, sem þeir óska. Að nokk urn tíma hafi verið gerð fyrirspurn í bæjarstjórn um laun bæjarstjóra sérstaklega minnist ég ekki. En hafi það verið gert, er ég sann- færður um, að réttar upplýsingar hafa verið gefnar. Laun bæjarstjóra yfir þingtímann. í þessu sambandi er ég í nokk- urri sérstöðu, þar sem ég er eini bæjarstjórinn, sem sæti á á Alþingi. Fram úr þessu var þannig ráðið, ekki af mér heldur af meirihluta bæjarstjórnar, að ég fæ greidd hálf laun yfir þingtímann ,gegn því að ég tæki að mér alla fyrirgreiðslu fyrir kaupstaðinn í Reykjavík, sem ég hygg að flestir sem til þekkja telji allverulega, enda sparar það meðan Alþingi situr ferðakostnað bæjarstjóra til Reykjavíkur, sem af eðlilegum ástæðum var árlega ein- mitt þennan árstíma all verulegur, þar sem iðulega var um tvær og stundum þrjár ferðir á mánuði að ræða, sem hreint ekki varð hjá komizt. Laun Jóhanns Friðfinnssonar, er gegnt hefur fyrir mig störfum yf- ir þingtímann, voru að sjálfsögðu á- kveðin í samræmi við laun bæjar- stjóra annarra kaupstaða, eða sam- kvæmt 26. launaflokki, enda hygg ég að engin bæjarfulltrúi, hvorki úr meiri- eða minnihlutanum, ætl- ist til þess, að nokkur taki starfið að sér í fjarveru minni, nema að eðlileg greiðsla komi fyrir. Bifreiðarstyrkur. Eg sé af bókun Sigurgeirs Kristj ánssonar á síðasta bæjarstjórnar- fundi, að hann læst einnig standa í þeirri meiningu, að ég skammti mér sjálfur bifreiðarstyrk eftir eig- in geðþótta. Þetta er að sjálfsögðu sama fjarstæðan og með laun mín. Þegar ég fékk bifreið til afnota ár- ið 1961 var það ákveðið af meiri- hluta bæjarstjórnar, að ég fengi hliðstæðan bifreiðarstyrk og aðrir bæjarstjórar, sem bifreið áttu. Reyndist þetta við athugun nokkuð misjafnt, en meðaltal var þá kr. 2500 á mánuði eða 30 þúsund krónur á ári. Hefur þetta haldizt ó- breytt síðan og er nú komið veru- lega niður fyrir meðalbifreiðastyrk annarra bæjarstjóra, eftir því sem ég bezt veit. Má vera, að um það megi deila, hvort bæjarstjóri í Vest 1. bekk Stýrimannaskólans 1 Vestmannaeyjum lauk 31. janúar s. 1. Luku níu nemendur prófi, og hlaut Hilmar Arnbjörnsson, Vestur húsum, hæstu einkunn, 1. ágætis- einkunn, 7,42, en hæst er gefið 8. Næstir voru Kristján Óskarsson og Óskar Hallgrímsson, báðir með 6,75. Meðaleinkunn bekkjarins var 6,40, 1. einkunn yfir 6. Aðalkennari 1. bekkjar var eins og áður Stein- grímur Arnar, stýrimaður. Prófdóm arar voru Einar Haukur Eiríksson, skattstjóri, Jón Hjaltason hrl. og sr. Jóhann Hlíðar. Verkleg sjóvinna nemenda var dæmd, þó að ekki sé hún tekin með í meðaleikunn ennþá, en von er breytinga á því. Var Angantýr Elíasson prófdóm- ari ásamt skólastjóra. Kennari í verklegri sjóvinnu 1. bekkjar var Magnús Magnússon og hafa nem- endur 4 kennslustundir í viku. Hafa nemendur 1. bekkjar lært samsetningu víra og kaðla (splæs), setja í kósa o. s. frv. auk mikilla netabætinga, setja á höfuðlínukant mannaeyjum, hver svo sem hann er, eigi að hafa bifreiðarstyrk, en ég hygg þó, að hér sé ekki um mikið hærri upphæð að ræða en hann hlyti alltaf að nota í leigu- bifreiðar bæði heima og í Reykja- vík við útréttingar í sambandi við starf sitt. Eg vil að lokum geta þess, að vegna hinnar furðulegu kröfu S. Kr. um forsetaúrskurð varðandi og fleira er að veiðarfærum lýtur. Hæstu einkunn í verklegri sjó- vinnu hlaut Páll Pálmason (frá Skjaldbreið) 7%. Verðlaun fyrir ástundun hlutu Páll Pálmason og Andrés Þórarins son. Gjáfir: Skólanum hafa að undan- förnu borizt nokkrar gjafir. DECCA fyrirtækið í Englandi hefur sent skólanum að gjöf ágætis kennslu- mynd um hinn nýja „transistor“ radar fyrirtækisins — DECCA- TRANSAR. Hefur skólastjóri hug á að sýna myndina sjómönnum í bænum, ef tækifæri gefst. DECCA-fyrirtækið hefur sýnt skólanum mikla vin- semd, veitti mikinn afslátt á radar- tæki, sem skólinn keypti við stofn- un og í fyrra gaf fyrirtækið skólan- um DECCA-ritskífu (plotter) við radarinn. Þá hefur Emil Andersen gefið skólanum sextant. Þess má geta að allir sextantar skólans, 7 að tölu, eru gjafir frá velunnurum skólans, en góður sextant er verðmætt tæki Sjálfvirka þvottavélin VÖLUND 500. Tveggja ára ábyrgð. Sýnishorn á staðnum. Heildverzlunin ÓÐI N N Sími 1210 & 1767. Nemar óskast Okkur vantar nemendur í allar greinar járniðnaðarins. VÉLSMIÐJAN MAGNI H. F. Frd iStýriraannashólanum í Vestmannaeyjum málið, lét meirihluti bæjarráðs bóka ítarlega og tæmandi greinar- gerð um öll framangreind atriði á síðasta fundi bæjarráðs, og hefði það að sjálfsögðu verið gert fyrr, ef einhverjum bæjarfulltrúa hefði dottið í hug að æskja upplýsinga um það, þar sem hér er síður en svo um nokkurt leyndarmál að ræða, eins og áður hefur verið á bent. Guðl. Gíslason. og kostar 6—7 þús. kr. Skólastjóri vill þakka þessum að- ilum rausn þeirra við skólann, en áhugi og velvilji sjómanna hér í bænum, kveður hann, að hafi ver- ið skólanum ómetanlegur styrkur. Finna Eyjasjómenn vel, að þetta er þeirra skóli, og þeir enda vel að slíkri stofnun komnir. Skólastjóri vill leggja áherzlu á, að ítök og tillögur sjómanna í Vest- mannaeyjum til skólans, verði aldrei tekin úr höndum þessara að- ila með því að gera skólann að hreinum ríkisskóla, eins og raddir hafa verið uppi um á þingi og jafnvel hér í Eyjum. Hin aukna kennsla í siglinga- tækjum og verklegri sjóvinnu hefði aldrei verið framkvæmanleg, ef skólinn hefði verið settur beint undir ríkið. Hafði skólinn óbundnar hendur að fylgja í þessum efnum einróma áliti sjómanna og augljósri og knýjandi þörf fiskiskipaflotans fyr ir aukna kennslu í tækjum, og við- gerðum veiðarfæra. Áformað er að koma upp heima- vist í skólanum á næsta ári. P E Y S U R Grófar peysur. A L F Ö T H. F. Sími 1816. Til sölu! Nýlegir línustampar, Plastbelgir, Stokktré ný, Tvær netarúllur, Tvöföld lagningsrenna. Netakúlur (gler). Ábót (nælon), Krókar nr. 6. Ennfremur 2 rúm fyrir stálpuð börn. Upplýsingar í síma 1478 milli kl. 7—8 á kvöldin.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.