Fylkir


Fylkir - 18.02.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 18.02.1966, Blaðsíða 1
18. árgangur. Vestmanaeyjum, 18. febrúar 1966. 7. tölublað. Sumorbúðir Fyrir nokkru kom til mín ellefu ára piltur og óskaði eftir dvöl í 9. flokki drengja í Vatnaskógi á kom andi sumri. Hann vissi, eins og svo margir unglingar hér, hvað gott er að vera í Vatnaskógi, og eins hitt, að færri fá en vilja, eftir að starfs- áætlun er birt að vorinu. Eg varð, því miður, að segja honum, að mér væri ómögulegt að gefa honum neitt loforð að svo komnu. K. F. U. M. og K. í Reykjavík, sem reka sumarbúðirnar í Vatna- skógi' og Vindáshlíð, geta hvergi nærri fullnægt eftirspurn borgar- innar, en um margra ára skeið hafa þ'au gefið okkur hér, kost á dvöl fyrir nokkur ungmenni í ákveðnum flokkum, en um það er aldrei tekin ákvörðun fyrr en um sumarmál. Um áratugaskeið voru þessi félög ein um rekstur slíkra sumarbúða, og hafa vegna reynslu sinnar og aðstöðu, að því er varðar húsakost, starfslið o. fl., mikla möguleika til að taka á móti allmiklum fjölda barna og unglinga á hverju sumri. En með vaxandi örðugleikum á að fá hollt útistarf við sjó eða í sveit að sumrinu, vex þörfin á sumarbúð um, þar sem börnin geti notið okk- ar stutta sumars undir umsjá og leiðsögn fullorðinna. Þess vegna er líka allmikil „sumarbúðahreyfing" í okkar landi hin síðari ár, og er gott til þess að vita. Það, sem okkur Vstmannaeying- um stendur næst í þessu sambandi, er bygging sumarbúða Kjalarness- prófastsdæmis fyrir sunnan Kleif- arvatn, og vil ég því gera nokkra grein fyrir, hvernig þeim málum er komið nú. Aðalhvatamaður þessa máls var sr. Bragi Friðriksson og hefur hann verið driffjöður alls þess, sem síðan hefur verið gert. Til þess að tryggja fjárhagslegan grundvöll fyr irtækisins, var leitað til allra bæj- ar- og sveitarfélaga prófastsdæmis- ins og farið fram á fast, árlegt fram lag í fimm ár. Þessu var alls stað- ar mjög vel tekið og greiða bæirnir, Hafnarfjörður, Keflavík og Vest- mannaeyjar 50 þús .kr. á ári, en fá- mennari byggðarlög tiltölulega lægri upphæðir. Hafnarfjarðarbær lét fúslega af hendi landsvæði við suðvesturenda Kleifarvatns og voru fyrstu athug- anir, mælingar og teikningar allar miðaðar við þann stað. En þegar til framkvæmda átti að koma, kom í ljós, að svæði þetta heyrði undir jarðhitadeild ríkisins og leyfði hún engar byggingar þar. Þetta olli að sjálfsögðu nokkrum töfum og kostn aði, en nýr, og sennilega engu lak- ari staður var fljótlega valinn við Geststaðavatn. Þar voru fram- kvæmdir hafnar á s. 1. sumri og byggður grunnur aðalhússins. Það kom fljótlega í ljós, að sveitarfélög in höfðu áhuga fyrir að nota þau húsakynni, sem þarna yrðu reist, að einhverju leyti fyrir skólastarf- semi að vetrinum. Þetta olli því, að nauðsynlegt reyndist að semja, annarsvegar við ríkisstjórn og hins vegar við sumarbúðanefnd, um sam eiginlegan fjárhagsgrundvöll. Þeim samningum er það langt komið, að öruggt má telja, að þeir verði sum- arbúðunum hagstæðir, en vegna þess að samningum er ekki lokið, verður væntanlega einhver töf á byggingu aðalhússins. En fram- kvæmdum verður eigi að síður haldið áfram. Frá upphafi var fyrirhugað, að Framhald á 6. síðu. Ný íslenzk uppfinning SIGMUNDS HUMÁRFLOKKUNAR VEL Uppfinningarmaðurinn, Sigmund Johannson, er fyrir miðju á myndinni. Sigmund Johannson, sem flestir Vestmannaeyingar kannast við og flestir þekkja af hans ágætu skop- teikningum í Morgunblaðinu, er maður mjög fjölhæfur og hefur lagt gjörva hönd á margt. Hann hefur um áraraðir unnið við fiskiðnað- inn og núna seinustu árin einkum séð um viðhald og eftirlit með fisk- flökunarvélunum í frystihúsunum hér. Hann er því nákunnugur dag- legum vinnubrögðum í hraðfrysti- húsunum og veit gjörla hvað vinnu tilhögun og hagræðing hefur að segja. Vinnsla humars í frystihúsunum hefur ávallt verið nokkrum vand- kvæðum bundin, m. a. flokkun hans eftir stærðum. Hefur þetta verið seinunnið og ekki vandalaust verk. Nú hefur Sigmund Johannsson fundið upp humarflokkunarvél, sem flokkar humarinn á ódýrari, ein- faldari og öruggari hátt en áður var. Framhald á 5. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.