Fylkir


Fylkir - 18.02.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 18.02.1966, Blaðsíða 2
FYLKIR Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Bitstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Ilm vinnslu dryhhjarvatns úr jjí Að tilhlutan bygginganefndar og bæjarstjórnar er nú unnið að nýju aðalskipulagi kaupstaðarins á teiknistofu Skipulagsstjóra ríkis- ins. Aðalskipulag það, sem nú er í gildi, er frá 1930, svo ekki fer á milli mála, hve mikil nauðsyn ber til að gagngerð endurskoðun verði gerð. Sá uppdráttur, sem unnið hef ur verið eftir um langt skeið, er frá 1950, en uppdrátturinn hefur ekki lagalegt gildi, skv. upplýsing- um skipulagsstjóra. Hér er mikið í húfi að vel tak- ist til. Skipulagsmál eru mikið vandaverk og uppbygging þeirra ekki nema á færi sérfróðra manna. Skipulagsstjóri ríkisins, Zóphoní- as Pálsson, hefur sýnt mikinn á- huga á málefnum kaupstaðarins og er ekki að efa, að mál þetta verði vandlega undirbúið undir forystu hans, enda alger samstaða um mál þetta innan bæjarstjórnar, eins og reyndar flest öll meiriháttar mál- efni. Fegurð bæjarstæðis okkar hefur lengi verið við brugðið og á ekki hliðstæður víða, því er svo áríðandi að vel sé vandað til. Það hefur komið í ljós í sam- bandi við hinar miklu gatnagerðar framkvæmdir á undanförnum ár- um, að mikil framsýni hefur í flest um tilfellum ríkt með gatnaskipun- ina. Hafa býsna fáir anmarkar kom- ið í ljós og yfirleitt tekizt að koma upp breiðum og greiðfærum veg- um í gamla bæjarhlutanum. Hin gerbreyttu sjónarmið, sem nú koma til greina við skipulagn- ingu, stafa mest af sívaxandi bif- reiðaeign bæjarbúa, sem engan hefði órað fyrir. Hníga tillögur nýja skipulagsins að því, að íbúðarhverfi séu sern mest útilokuð frá óþarfa umferð, en í stað þess komi aðalumferðar- æðar í tengslum við íbúðarhverfi, (Grein sú, sem hér er að mestu leyti þýdd óbreytt, birtist í þýzku verkfræðitíma- riti í nóvember s. 1. Þó er sleppt úr allmiklu af verk- . fræðilegum tölum og útreikn- ingum og öðru, sem eingöngu snýr að hinni vísindalegu hlið málsins). Til þess, að enskir sjómenn þyrftu ekki lengur að drekka fúlt og oft heilsuspillandi vatn á löng- um sjóferðum, lét Elísabet I. Eng- landsdrottning heita 10.000 punda verðlaunum fyrir uppfinningu, sem gerði kleyft að vinna ferskt vatn úr sjó. Enginn vann til verðlaunanna í það sinn. 400 árum síðar hafði Lyndon B. Johnson hækkað þessa upphæð milljónfalt. Um hálfum milljarði dollara var varið af fjárlögum Bandaríkjanna nú í ár til lausnar þessu vandamáli. Ekki hefur enn tekizt að finna viðunandi aðferð til þess að breyta sjávarvatni í ó- salt vatn, í stórum stíl. Þetta er á- litið munu verða eitt af höfuðvið- fangsefnum mannkynsins í framtíð inni. Rannsókn gerð á vegum S. Þ. sl. ár leiddi í ljós, að um 130 millj- ónir manna í 75 löndum hafa ekki nægilegt drykkjarvatn eða verða að neyta óhreins og mengaðs vatns. Heil meginlönd eins og t. d. Norður Afríka og Ástralía eiga við stöðug- an vatnsskort að búa. En einnig eiga margar af stórborgum tempr- uðu beltanna í stöðugum vandræð- um með vatnsöflun yfir heitasta tíma ársins. Um hásumarið minnk- ar t. d. daglega vatnsframleiðsla New York-borgar niður í % af venjulegri notkun. íbúarnir eru hvattir til að spara vatn til hins ýtrasta, bannað er að þvo bíla, en ekki í beinu sambandi við þau. Er að þesu mikil bót, þar sem slysa hætta af bifreiðaumferð í íbúðar- hverfunum hlýtur að stórminnka. Þá er nauðsynlegt að gera ráð fyrir nýjum skólahverfum, leik- svæðum barna, íþróttasvæðum, auk opinberra bygginga ýmiskonar, sem þörfin og kröfur aukast alltaf um. Eins og bent hefur verið á, er hér málefni, sem snertir bæjarbúa alla að meira og minna leyti. Það er því allra hagur, að vel tak ist til með nýskipan þessa máls. Þegar málið er komið á vist stig verður bæjarbúum kynnt það nán- ar, svo þeir af eigin raun fylgist með því, sem verið er að gera. Jóhann Friðfinnsson. vökva garða o. s. frv. Öll matvælaframleiðsla þarfnast geysimikls vatns. Ástralía ein gæti framleitt a. m. k. Yi allra matvæla, sem heimurinn þarfnast í dag, væri þar aðeins nægilegt vatn. Auk þess er ýmis iðnaður mjög vatnsfrekur. T. d. þarf að meðaltali til fram- leiðslu á 1 kg. af pappír um 100 1. af vatni, 1 kg. af stáli þarfnast 200 1. og 1 kg. af gerfigúmmíi um 3.000 1„ svo að eitthvað sé nefnt. Áætlað er að vatnsþörfin í heim- inum muni tvöfaldast á næstu 20 árum. Einasta leiðin til að „svala þorsta" komandi kynslóða er að geta notfært sér sjávarvatnið. Af öllu vatni, sem til er á jörðinni, eru 97% sjór, 2% eru frosin í ís Heimskautalandanna, en aðeins tæplega 1% tekur þátt í hinni ei- lífu hringrás regns og uppgufunar. í árslok 1964 komust Bandaríkin og Sovétríkin að samkomulagi um að vinna saman að lausn á þessu mikla vandamáli. f nóv. sl. komu svo vísindamenn og sérfræðingar frá 65 löndum saman í Washing- ton, til þes að bera saman bækur sínar um það, hvernig ná mætti seltu úr sjávarvatni á sem hag- kvæmastan hátt. í grundvallaratriðum er aðferð- in löngu þekkt. Aristoteles hinn forngríski náttúruspekingur segir svo: „Salt vatn verður ósalt, ef það er hitað svo, að það gufi upp og gufan síðan kæld svo að hún þéttist og verði að vatni aftur." Meðan Júlíus Cesar sat um Alex- andríu lét hann eima vatn í stór- um stíl til að sjá hersveitum sín- um fyrir ómenguðu drykkjarvatni. Á stórum hafskipum er þessi eim- ingaraðferð notuð enn í dag, en ef á að fara að sjá stórum iðnaðar- borgum fyrir vatni eða vökva akra og beitilönd, reynist þessi aðferð alltof dýr. Þess vegna leituðu menn annarra ráða, en öll seltueyðingareinkaleyfi, sem fram hafa komið hingað til, hafa reynzt haldlítil. Þá var ekki um annað að ræða en reyna að end urbæta og útvíkka gömlu eiming- araðferðina.- Bezta orkunýtingu fá menn með hinni svokölluðu „Hraðsuðuketils- aðferð". Þá er vatnið hitað upp undir þrýstingi (í lokuðu íláti) og gufunni síðan hleypt út snögglega til kælingar. Á þessu byggjast líka flestar hinna um 200 salteyðingar- stöðva, sem reknar eru í heimin- um í dag. Hitinn, sem eimingin krefst, er framleiddur á mjög mis- munandi hátt eftir því hvaða elds- neyti er ódýrast á hverjum stað. í Hong Kong er t. d. brennt sorpi, í Persíu jarðgasi, sums staðar í Bandaríkjunum er umframrafmagn notað o .s. frv. Þrátt fyrir þessa ó- dýru hitaorku er vatn framleitt á þennan hátt enn þá allt of dýrt til notkunar í stóriðju og landbún- aði. Ódýrasta eimað vatn úr sjó mun vera í bæ einum við Persaflóa en þar er sólin látin þurrka upp síðustu dreggjarnar þannig, að aukalega fást um 30 kg. af salti og öðrum föstum efnum fyrir hvert tonn af vatni, og auk þess er brennsluefnið jarðgas, svo til ó- keypis. Þrátt fyrir þetta kostar tonnið þar um 15—18 íkr., sem að vísu er enn innan þeirra marka sem greitt er fyrir drykkjarvatn, en hvorki iðnaður né landbúnaður gæti greitt. Við beizlun kjarnorkunnar hafa vísindamenn nú loks komið auga á leið, sem þeir álíta færa. í kjarna- kljúfunum er mögulegt að tengja saman rafmagnsframleiðslu og eim- ingu á vatni. Við „hægfara" eða „stjórnaðar" atomsprengingar leys- ist úr læðingi geysileg hitaorka, sem nota má til að eima sjó í risa- stórum „hraðsuðukötlum". Hin há- þrýsta gufa er fyst látin snúa „túr- bínu" eða rafal rafstöðvar og síðan kæld þar til hún þéttist og verður að vatni. Enn sem komið er, er málið að vísu á tilraunastigi. New York-borg hefur í byggingu eina slíka sam- byggða rafstöð og vatnsveitu, sem taka á til starfa árið 1967. Kostaðurinn við bygginguna er á- ætlaður 4 millj. dollara og ofkasta getan um 3.000 kw. og 3.800 tonn af vatni á sólarhring. Með því að selja raforkuna heldur undir því, sem gerist þar í dag, telja þeir sig munu þurfa að selja vatnstonnið á 28—30 kr. Bandaríska kjarnorkumálanefnd- in hyggst láta reisa eitt risamann- virki af þessari gerð innan 10 ára. Þar á að vera hægt að framleiða um 1 millj. tonna af vatni á dag ásamt 600 megawatta raforku, en þetta hvorttveggja mundi duga fyrir iðn- aðarborg, sem væri 10 sinnum stærri en Reykjavík. Ekki gefa þeir nákvæmlega upp áætlað sölu- verð frá þessari stöð, en telja, að það muni ekki þurfa að vera mik- ið yfir y4 $ = 11 ísl. kr. Búast má við að gera þurfi marg- ar slíkar kostnaðarsamar tilraunir áður en verulega hagkvæm lausn er fundin. En því er spáð að eftir á að gizka 25 ár muni Bandaríkjamenn vinna a. m. k. 10% vatnsnotkunar Framhald á 5. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.