Fylkir


Fylkir - 18.02.1966, Side 3

Fylkir - 18.02.1966, Side 3
FYLKIR 3. UM VINNSLU... Framhald af 2. síðu. sinnar á þennan hátt. Ef til vill má draga af þessari grein nokkrar ályktanir í sambandi við vatnsveitumál Vestmanna- eyja. Stöð New York-borgar, sem að framan er nefnd, mundi sennilega fullnægja vatnsþörfinni hér fyrst í stað, en alls ekki rafmagnsþörfinni. Kostnaðurinn við bygginguna, sem í New York var áætlaður 170 millj- ónir króna, mundi hér örugglega verða allmiklu hærri. Reksturs kostnaður yrði einnig mun hærri vegna innflutnings á orkugjafa (uraníum 235) og sérmenntun starfsfólks, þannig að selja yrði vatnið mun hærra verði en þar var áætlað (28—30 kr. pr. tonn). Það virðist því augljóst, að ekki stærri kaupstaður en Vestmannaeyjar muni fráleitlega geta lagt út í slík- ar framkvæmdir á næstunni a. m. k. Nýlega hefur bæði í blöðum og útvarpi verið sagt frá bandarískri uppfinningu til að ná salti úr sjó með eins konar síun. Eg hefi hvergi séð nákvæma lýsingu á þess ari aðferð, en hún mun í höfuðat- riðum vera á þá leið, að sjó er dælt með háum þrýstingi gegnum pípur, sem að utan eru úr sterku, en frauðkenndu efni, en að innan klæddar með örþunnri himnu úr gerfiefni, er hefur þann eiginleika, að hún hleypir aðeins hinum smærri sameindum (vatnsins) í gegnum sig, en ekki hinum stóru saltsameindum. Þetta er því eins konar sía eða sigti, þar sem götin eru minni en 1/1.000.000 úr m.met- er. Þessháttar síur eru algengar í ríki náttúrunnar, þar sem eru frumuveggir lifandi vera. Frægt dæmi eru fiskarnir, sem í ýmsum vefjum og líffærum t. d. í kviðar- holi hafa ósalt vatn, þrátt fyrir það, að þeir hafa ekki aðgang að neinu öðru en söltu. — Gerfiefna- framleiðsla, )gem er jú stórum dráttum aðeins eftirlíking þess, er finnst í ríki náttúrunnar, hefur fleygt ótrúlega fram á síðustu ár- um. Það er því engan veginn óhugs andi að slík himna, sem þarna er um að ræða, hafi þegar verið fram- leidd. En einhverja meinbugi hljóta Bandaríkjamenn, sem tvímæla- laust eru meðal þeirra, sem lengst eru komnir í þessum rannsóknum, samt að sjá við þessa aðferð, þar sem þeir leggja út í slíkar risafram kvæmdir eins og kjarnorkurafstöðv ar með drykkjarvatnsframleiðslu sem annað höfuðmarkmið. Af þessu virðist svo aftur mega álykta, að þó nokkur bið muni ó- hjákvæmilega verða á vinnslu vatns úr sjó hér. Björn Dagbjartsson. línan kemur frá Svíþjóð Enginn kúiupenni annar en BALLO- GRAF er byggður jafn vísindalega fyrir höndina. Hann hefur hina réffu fiínu, sem gerir mönnum fært að skrifa tímunum saman án þess að þreytast. BLEKKÚLAN er gerð úr sterkasta efni, sem þekkist. Oddurinn er úr ryðfríu stóli. BLEKHYLKIÐ, sem er stórt og vand- að, endist til að skrifa línu, sem er 10.000 metrar á lengd. Skriftin er hrein - mjúk og jöfn. epoca Penninn, sem skrifar lengur - og betur HEILDSALA: ÞÓRÐUR SYEINSSON & CO. H. F. ÚTSALA Á mánudag, 21. janúar. Komið og gerið góð kaup. VERZLUNIN FRAMTÍÐIN. LANDROWER DIESEL. til sölu. — Árgerð ’63. — Upp lýsingar gefur, GÍSLI BRYNGEIRSSON, Sími 1568.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.