Fylkir


Fylkir - 18.02.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 18.02.1966, Blaðsíða 4
4. FYLKIR 1 c Vestmannaeyjum, 15. febrúar 1966. SKATTSTJÓRINN. ~LiiAi_rL_rln^iniJi'iri r-mi~" m Mé ^— -— -*—-^*^ ^. —. - *.. . ~» „, - ^ Tilkynning UM AÐSTÖÐUGJÖLD í VESTMANNA- EYJUM. Ákveðið er að innheimta í Vestmannaeyjum aðstöðugjald á árinu 1965 samkvæmt heimild í 3. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðu- gjald. Hefur Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákveðið eftirfarandi gjaldskrá: a. Af rekstri fiskiskipa og flugvéla .......... 0,5% b. Fiskiðnaður hverskonar og vinnsla sjávar afurða .................................. 1,0% c. Umboðs- og heildverzlun, byggingavöruverzlun, matvöruverzlun .......................... 1,0% d. Önnur iðnaðarframleiðsla .................. 1.5% e. Vefnaðarvöruverzlun ...................... 1,5% f. Önnur verzlun og atvinnurekstur, sem veltu- útsvar var áður lagt á .................. 2.0% Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er enn- fremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sér- stakt framtal til aðstöðugjalds innan 15 daga frá birtingu aug- lýsingar þessarar, sbr. 14. grein reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalssyldir eru í Vestmannaeyjum, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfélög- um, þurfa að senda skattstjóranum í Vestmannaeyjum sund- urliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utah Vestmannaeyja, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Vestmanna- eyjum, þurfa að skila til skattstjóra í því umdæmi, sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfseminn- ar í Vestmannaeyjum. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks skv. ofangreindri gjald- skrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. grein reglugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 15. marz n. k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting í gjaldflokka áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öll- um útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. I „...................................._ 40 fei iidi Um þessar mundir eru 40 ár síð- an Betelsöfnuðurinn var stofnaður. Skeði það 19. febrúar 1926. 21 Vest mannaeyingur, ásamt Signý og Er- iki Ásbö, og Gyðu og Nils Ramse- líusi, stóðu að stofnun safnaðarins. Skömmu áður var byrjað með samkomur í Betel, eða 1. janúar 1926. Húsið var reist fyrir forgöngu Eriks Ásbö, með aðstoð hér heima, en að stórum hluta frá Salem söfn- uðinum í Gautaborg. Óslitið frá þeim tíma hefur Hvíta sunnusöfnuður verið í Vestmanna- eyjum. Héðan hefur og starfið haf- izt annarsstaðar á íslandi. 150 manns hafa tilheyrt söfnuð- inum frá upphafi. Má segja, að sú tala skiptist að jöfnu í þrjá parta. Fyrsti þriðjunugurinn er söfnuður- inn í dag. Annar þriðjungurinn er dreifður um land allt og hefur orð- ið kjarni í öðrum samfélögum Hvítasunnumanna. Síðasti þriðjung- urinn er horfinn héðan úr heimi. Kominn inn í eilífð Guðs. Af þeim 21 Eyjamönnum og kon- um, er stofnuðu söfnuðinn og Hvítasunnuhreyfinguna á íslandi, er megin parturinn dáinn. Allir, að aðeins einum undanteknum, hafa verið í söfnuðinum allt til dauða, eða eru meðlimir í dag. Þeir fjórir, sem eftir lifa eru: Sigríður Guð- mundsdóttir húsfrú, Batavíu, Krist- ín Jónína Þorsteindóttir, Faxastíg 2b, Halldóra Þórólfsdóttir frá Skaftafelli og Guðni Ingvarsson, Vesturvegi 21. í tilefni afmælisins eru væntan- leg í heimsókn til safnaðarins: Ás- mundur Eiríksson og kona hans Þór hildur Jóhannesdóttir, einnig Sig- ný Ericson, ekkja Ericsons sáluga er hér stafaði í mörg ár. Þau þrjú munu tala í samkomu nú um helg- ina, ásamt öðrum heimamörium. Meðan húsrúm leyfir, þá eru all- ir velkomnir á samkomurnar. Einar J. Gíslason. Frúarleikfimi Námskeið hefst föstudaginn 18. febrúar. — Upplýsingar í síma 1524 milli 4 og 6 e. h. Til sölu. lítið notaður barnavagn og splunkný kerra. — Selst ódýrt. Upplýsingar að Heiðarvegi 55. Sími 1255. TÝR TÝR B i ii g ó í Alþýðuhúsinu n. k. sunnudag kl. 5 e. h. Aðalvinningar eftir eigin vali dregnir út: Kvikmyndatökuvél og sýningarvél, Isskápur, eða Húsgögn. Aukavinningar: 8 manna kaffi og matarstell, Rakvél eða kvikmyndatökuvél. Síðast seldist upp! TÝR TYR

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.