Fylkir


Fylkir - 18.02.1966, Qupperneq 6

Fylkir - 18.02.1966, Qupperneq 6
í \ Neðan frá sjó. Málgago SjóHstafli* (lokÍMÍu Gæftir: Þó að segja megi, að veðr ið hafi verið skaplegt hérna í bsen- um núna þessa dagana, þá er sann- leikurinn samt sá, að í raun réttri hefur aldrei verið sæmilegt sjóveð- ur að undanförnu, eða að minnsta kosti þessa dagana, sem af er vik- unni. Eilífur austanþembingur, með brimsúg til hafsins. Rétt hægt að sækja á grunnmið, en ekkert hægt að leita fyrir sér á djúpslóðinni eða austur frá, en þar er helzt fisk að fá. Línubátarnir: Almennt var róið alla seinustu viku og þar til á þriðjudaginn var. Á miðvikudag- inn var ekki almennt róið og í gær. Aflabrögð hafa verið eftir at- vikum, og hjá sumum alveg ágæt, og þá einkum, ef bátarnir komust eitthvað austur á bóginn, í Fjallasjó inn, að ég tali nú ekki um austar. Sjómenn segja ekki vafa á, að væru aðstæður til vegna veðurs, myndi vera sæmilegasti reitingur á lín- una. Aflinn: Þó ótíðin hafi verið mik- il, þá reitist alltaf eitthvað upp. Á þessum tíma árs, hefur sjálfsagt oft á tíðum verið kominn meiri afli á land hér í Eyjum en nú. Eigi að síður er rétt að geta afla hæstu bátanna. Og hér er aflaskýrslan: Allt eru þetta línubátar (talið í tonnum á miðvikudag): Júlía ....................... 85 Skálaberg ................... 85 Björg ....................... 84 Glófaxi ..................... 83 Sæfaxi ...................... 77 Sæbjörg ..................... 75 Netabátarnir: Það hefur verið al- veg steindautt í netin. Og það svo, að sumir bátarnir hafa lagt netin til hliðar, ef svo má að orði kveða og tekið til við botnvörpuna. Ufs- inn, sem var aðalbjargvætturinn hjá netabátunum fyrripart vertíðar innar í fyrra, sést nú ekki. Botnvarpan: Það var alllíflegt hjá bortnvörpubátunum, að m. k. sumum fyrir síðustu helgi. Fengu þá nokkrir bátar góða túra. Síðan hefur aflinn minnkað, enda veðr- áttan slæm, lélegt næði og önnur óáran aðsteðjað. Loðnan: Önnur loðnuganga virð- ist vera að ganga á miðin. Voru stórir loðnuflekkir hér innan af Eyjum, hart uppi í sandi, núna fyrri part viku. Þar fengu margir bátar mjög góð „köst“ á þriðjudaginn. og í gær. Margir Eyjabátar með fullfermi, um og yfir 2000 tunnur. Alls hefur komið á land hér 62052 tunnur af loðnu. Hér fer á eftir afli nokkurra báta. Tekið skal fram, að einhverjir eftirtalinna báta munu hafa landað einhverju magni í öðrum höfnum svo þessi SKRIFSTOFA SJÁFSTÆÐISFLOKKSI NS Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Vinnslu- stöðvarhúsinu hefur nú verið opnuð að nýju. Verður skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 5-7 e. h. Sjálfstæðismenn og stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er hvatt til þess að mæta á skrifstofunni og láta í té upplýsingar er að haldi mega koma í sambandi við starf flokksins. STJÓRN FULLTRÚARÁÐSINS. t Oddjeir Kristjdnsson tónskáld, lótinn Sú sorgarfregn barzt um bæ- inn í dag, að hinn góðkunni borgari Oddgeir Kristjánsson, tónskáld og kennari hefði orðið bráðkvadur um 10-leytið í dag. Hann var aðeins 54 ára að aldri. Oddgeir Kristjánsson starfaði allan sinn aldur hér í Eyjum, fyrst við verzlunarstörf og síðan við kennslu. Lengst verður hans þó minnzt fyrir þau ómetanlegu störf, er hann vann í þágu menningar- mála í bænum með sínu þrot- lausa starfi á sviði tónlistarinn- ar. Blaðið sendir hans nánustu sínar innilegustu samúðarkveðj- ur. skýrsla segir ekki alveg nákvæm- lega til um aflamagnið. (Talið í tunnum á miðvikudag): Gjafar .................... 9115 Gullver ................... 5773 ísleifur IV................ 5200 Bergur .................... 4800 Huginn .................... 4796 Viðey ..................... 3375 Kap II .................... 3154 Frá Hornafirði: Eg átti tal við góðan mann á Hornafirði núna í vikunni, spurði hann frétta um aflabrögð. Lét hann vel af sagði, að veðráttan hefði verið þar slæm sem hér. Stunda 6 bátar línuveiðar og hefur aflinn hjá þeim verið þetta 9—12 tonn í róðri og komist upp í 16 tonn. Aflan sagði hann vera að þrem fimmtu hlutum löngu, en hitt ýsu og þorsk. Nú væri hins vegar komin bullandi loðna á mið- in, og mætti þá gera ráð fyrir, að það færi að styttast í línuvertíðinni og bátarnir færu að búast á neta- veiðar. SUMARBÚ9IR Framhald af 1. síðu. hvert byggðarlag, (tvö eða fleiri saman, þar sem það þætti henta), byggðu og önnuðust að öllu leyti um sitt hús, sem verið gæti svefn- skáli unglinga þess og fararstjóra, og hefði byggðarlagið, að öðru leyti, fullan umráðarétt yfir því. Allar líkur eru til, að einhver af aðilum sumarbúðanna muni koma sínum húsum upp í sumar. En hvaða ákvörðun tökum við? Þeir, sem hafa með höndum stjórn bæj- arins, hafa þegar sýnt málinu góð- an skilning í orði og athöfn, svo að ekki er rétt að ætlast til meira af þeim í bili. Nú þarf þetta að verða áhugamál almennings í bænum. Félög ungs fólks, s. s. skátar, í- þróttamenn og aðrir slíkir ættu sem fyrst að taka þetta mál til athugun ar. Sömuleiðis stjórnir þeirra fé- laga, sem mikils meta hag æskunn ar og heiður okkar bæjar. Það er sómi fyrir íslenzka kirkju, að hafa tekið upp forustu í uppbyggingu sumarbúða, og er ég þess fullviss, að áhugamenn hennar hér, muni gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur til þess að Vestmannaeyingar verði, í þessu efni, engir eftirbátar annarra. Innan tíðar mun sr. Bragi Frið- riksson koma hingað með teikning- ar fyrirhugaðra húsa, kostnaðará- ætlanir og aðrar upplýsingar um það, sem gert hefur verið og fyrir- hugað er. Steingrímur Benediktsson. A E G sjálfvirku þvottavélarnar komnar aftur. Har. Eiríksson h. f. Sími 1966. Þjóðkirkjan: Messað n. k. sunnu dag kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn L. Jónsson, prédikar. Betel: Almenn samkoma n. k. sunnudag kl. 4,30 e. h. Barnaguðs- þjónusta kl. 1 e. h. Afmæli: Sigfús Sveinsson, Heið- arveg 35, verður 50 ára 22. þ. m. Eggert Brandsson, Kirkjufelli, verður 60 ára 19. þ. m. Guðjón Jóns son, vélsmiður, Hásteinvegi 28, verður 75 ára 22. febrúar n. k. — Fylkir óskar afmælisbörnunum allra heilla. Hjónaband: Þann 12. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóhanni Hlíðar, ungfrú Helga Sig- tryggsdóttir frá Reykjavík og Elí- as Fannar Óskarsson, Kirkjuvegi 20. Húsakaup: Ágúst Bjarnason, kaup maður hefur selt verzlunar- og í- búðarhús sitt við Heiðarveg. Kaup- andi er Óskar Þ. Johnson, bóksali. Bridgeáhugamenn: Spilað verður í kvöld kl. 20,00 í Akógeshúsinu. Ef næg þátttaka fæst verður komið á sveitarkeppni. Allir áhugamenn eru velkomnir. — Upplýsingar veita: Björn Dagbjartsson, sími 2101. Guðmundur Karlsson, sími 2259. Gunnlaugur Axelsson, sími 1767. Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað skrifstofu sína í Vinnslustöðvarhús inu við Strandveg. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 5—7. FUS EYVERJAR halda kvikmyndasýningu í Sam- komuhúsinu (Iitla salnum) föstu- daginn 18. febrúar kl. 9 e. h. Sýnd- ar verða eftirtaldar myndir: 1. Berlín, þolraun frelsisins, myndin sýnir söguleg at- vik frá Berlín allt frá seinni hluta 3ja áratugs 19. aldar fram til 1961, að Berlínarmúr inn var reistur. 2. Night of the dragon, ný mynd frá VIETNAM, og bar- áttunni við hryðjuverkamenn Viet-kong. 3. Eðli ofbeldisins, í þessari mynd er gerð grein fyrir eðli ofbeldisstefna, svo sem komm únisma, er byggja framgang sinn á valdbeitingu, en ekki vilja fólksins. Myndirnar eru allar með íslenzku tali. — Allir velkomnir. — Aðgang- ur ókeypis. Stjórn Eyverja. SKYRTUR Ambassador, hvítar með smellu. Verð 515 kr. ALFÖT H.F. Sími 1816.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.