Fylkir


Fylkir - 04.03.1966, Blaðsíða 2

Fylkir - 04.03.1966, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R *’■’■*** rrsr»rsrr-’r»rr'? Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingar: Gísli Valtýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Vestmannoeyjar tehjuhffstar í Hagtíðindum, nóvemberhefti þessa árs, er birt skýrsla um meðal- brúttótekjur einstaklinga í kaup- stöðum og sýslum landsins. Kemur í Ijós, að meðaltekjur manna eru hæstar hér í Eyjum. Eru meðaltekj- ur hér tæplega 152 þúsundir króna, og um 20 þúsund krónum hærri en meðaltal kaupstaðanna á öllu land- inu. Er sannarlega ánægjulegt til þess að vita, að afkoma almennings hér í Eyjum skuli vera með þessum á- gætum og ber þess glöggan vott, að jöfn og góð atvinna er hér allt ár- ið og atvinnutæki nóg og rekin af dugnaði og myndarskap. Hér er blómlegt atvinnulíf. Þetta blómlega atvinnulíf byggist fyrst og fremst á sjávarafla og vinnslu á honum. Er út af fyrir sig allt gott um það að segja og ágætt svo langt sem það nær. En allir vita, að sjávarafli getur verið stop- ull, uppgrip á vissum tímum, minna í annan tíma og getur svo gjörsam- lega brugðizt. Með þetta í huga og svo það, hve við erum háð því, sem úr sjónum fæst, er mikil nauðsyn að huga að því, hvort ekki væri mögulegt að koma hér upp atvinnugreinum á öðrum sviðum en þeim, sem beint eða óbeint eru háðar sjávarútvegi eða sjávarafla. Kæmi þar margt til greina og ekki ástæða til þess að fara að telja það upp hér. Nauð- synlegt er að reyna á allan hátt að gjöra atvinnulífið svo fjölbreytt sem tök eru á. Er þá helzt til ráða að iðnvæðast á einn eða annan hátt. Þetta er viðfangsefni framtíðar- innar. Mál þetta er yfirgripsmikið, þarf mikillar athugunar við og má ekki rasa um ráð fram. Haf ís Framhald af 1. síðu. Firðir og flóar fyrir Norðurlandi fylltust af ís, barst svo austur fyr- ir land og rak þá vestur um. — Þann 18. apríl kom póstskipið Vesta til Reykjavíkur úr ferð aust- ur um land. Þá er komið var móts við Ingólfshöfða, snéri skipið við, því hafísinn var þangað kominn, mikil breiða og óárennileg. Var farmur skipsins settur á land í Hafnarfirði. ísfréttir bárust víða að: Úti fyr- ir Norðurlandi sá ekki yfir isinn af háfjöllum. Lagnaðarís inni á fjörðum, hestís yfir Eyjafjörð móts við Dagverðareyri. Seyðisfjörður manngengur allur eitt sinn út í fjarðarmynni. í Stykkishómi var BRAGI BJÖRNSSQN LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmamiabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. Taogaveihlun Eklci verður annað séð, en að mikil taugaveiklun hafi gripið um sig meðal Framsóknarmanna. Ef þeir eru skammaðir eða þeim bent á embættisafglöp þeirra, þegar á- rásargreinum þeirra er svarað, lipp ast þeir niður og kæra til þess að- ila, sem þeir telja við eiga í það og það skiptið, sbr. kæru J. B. vegna ábendingar minnar um embættisaf- glöp hans. En það undarlega skeður, að verði mér eða öðrum á að hrósa þeim fyrir eitthvað, sbr. grein mína um Byggðarsafnið í síðasta Fylki og störf Þ. Þ. V. í sambandi við það, ætlar allt af göflunum að ganga og allir hnefar á lofti með allskonar hótanir, sem ég hygg að hvorki ég né aðrir botni nokkurn skapaðan hlut í. Virðist þetta óneitanlega benda til óeðlilegrar taugaspennu hjá Fram- sóknarmönnum nú þegar í upphafi kosningabaráttunnar. Hvað mun þá síðar verða? En það er þeirra einka mál, sem ég að minnsta kosti læt mig litlu varða og hefi litlar áhyggj ur af. Guðl. Gíslason. Allir keppast við að iðnvæðast í einu eða öðru formi, við hér í Eyj- um verðum að fylgjast með og megum ekki missa af strætisvagnin ekki hægt að koma vörum á land úr Vestu. Þá bárust fréttir víða að um mikla erfiðleika skipa í strandsigl- ingum. Segir m. a. að „Hólar“ hafi farið allmikla svaðilför austur um land. 22. apríl rakst skipið á ís- inn nálægt Papey. Komst skipið við illan leik inn á Fáskrúðsfjörð þar sem það lá 4 sólarhringa vegna íss og þoku. Loks varð komist út eftir nær 20 stunda baráttu við ís- inn. Var svo haldið norður og all- ir flóar og firðir fullir af ís. Yfir mynni Eyjafjarðar var ísspöng, en hún lónaði frá austurlandinu um stund og Hólar komst inn. Rak nú inn hafísinn en helluís var sunnar í firðinum, svo þetta litla skip lenti í úlfakreppu. Komst skipið nú við illan leik inn í Gæsavík 29. apríl og þar var legið í 7 daga. 7. maí komu Hólar svo til Akureyrar. Nú er þar næst til að taka, að um miðjan apríl tók strandgæzluskip- ið Hekla tvo botnvörpunga í nánd við Einidrang. Þetta var nánar til tekið 16. apríl. Voru togarar þessir nær hlaðnir fiski. Hekla fór með togara þessa til Eyja, þar sem sýslu maðurinn, Magnús Jónsson, dæmdi hvorn þeirra í 60 sterlingspunda sekt, afli og veiðarfæri upptækt. Aflinn var mestmegnis þorskur, ýsa og koli. Var fiskurinn seldur á op- inberu uppboði fyrir 1600 krónur. Var fiskinum skipað upp á Eiðið, þar sem uppboðið fór fram. Þetta stafaði af því, að nokkurt íshrafl rak inn Víkina og þótti ófært bát- um og skipum. Landmenn voru hér margir á vertíð að venju. Þeir vildu ekki láta happ úr hendi sleppa og keyptu sér fisk á upp- boðinu. Var ekki annars kostur en bera afla þennan á bakinu innan af Eiði austur í Sand, sumir austur fyrir Læk, þar sem þeir höfðu bækistöð. Afli var allgóður þessa vertíð, meðalhlutur 500 fiskar, en hæstur hlutur um 700. Voru gæftir þó stirð ar. Nægar vörur voru í verzlunum. 7. júlí var allur hafís horfinn. H. G. VINNUFÖT! VINNUFÖT, amerísk, íslenzk. GOTT VERÐ! EINSTÖK GÆÐI! Alföt h. f. Sírni 1816. Gömlu dansarnir í ALÞÝÐUHÚSINU. laugardagskvöld frd kl. 10-2. borðapantanir í síma 1537 milli kl. 5 og 7 d laugardag. T Ý R Vinsældir TAUSCHER sokkanna eru stöðugt að aukast. Fylgist með fjöldanum og notið TAUSCHER sokka. Þeir fást í flestum vefnaðarvöruverzlunum. UMBOÐSMENN. um.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.