Fylkir


Fylkir - 11.03.1966, Qupperneq 2

Fylkir - 11.03.1966, Qupperneq 2
2. F Y L K I R Útgefandi: Sjálfstæ'öisfél. Vestmannaeyja % Ritstjóri: Björn Guðmundsson, Sími 1394 — Pósthólf 116 Auglýsingrar: Gísli Vaitýsson, Sími 1705. Prentsmiðjan Eyrún h. f. SKIPSTAPI Ennþá eitt skiptapið. Eyjaberg strandaði við Faxasker s. 1. mánu- dagskvöld. Þó að sjálfsögðu sé mest um vert, að ekki urðu slys á mönn- um og allir skipverjar björguðust heilu og höldnu og ómeiddir, þá er alvarlegur hlutur að missa glæsi legt og gott fiskiskip í nær upp- hafi vertíðar. Með tapi þessa afla- sæla skips missa 8 fjölskyldur beint atvinnutekjur sínar, fyrir utan þann fjölda manna, er atvinnu hafa af verkun aflans í landi. Sést af þessu, hve stóru hlutverki einn fiskibátur gegnir í atvinnulífi bæj- arins. Þegar haft er í huga, það sem fyrr er sagt, er það áhyggjuefni, hvað gengið hefur á flota Vest— mannaeyinga og þá einkum þann hluta hans, sem veiðar stunda hér við Eyjar árið um kring, og sér frystihúsunum hér fyrir hráefni í formi flat- og bolfisks. Má í þessu sambandi geta þess, að minnsta kosti 4 góðir vertíðarbátar detta úr leik á þessu ári vegna fúaskemmda, fyrir utan þá báta, sem seldir eru úr bænum. Að vísu hafa verið keyptir í bæinn nokkrir góðir bát- ar, en það vegur varla upp á móti því, er fallið hefur úr leik. Af þessum sökum er hætta á, að hraðfrystihúsin fari að skorta hrá- efni verulegan hluta árs og atvinna við þau dragist saman, en sú at- vinna, er þau gefa, er undirstaða undir atvinnu- og athafnalífi bæj- arins. Síldin og stóru síldarbátarnir eru góðir og gefa mörgum mikið, en þeir eru ekki einhlýtir. Ef halda á uppi jafnri og góðri atvinnu hér allt árið um kring, og með þeim lífskjörum, er fólkið býr nú við, verða minni bátarnir líka að vera við lýði. Fækkun þeirra er því á- hyggjuefni. Það verður því alvar- lega að fara að huga að því að skapa þeim þau afkomuskilyrði, að Það vorar fyrr í ár. Vorfargjöld Flugfélags íslands milli íslands og útlanda, sem undan farin vor hafa gengið í gildi 1. apr- íl, ganga að þessu sinni í gildi hálf um mánuði fyrr, eða frá og með 15. marz n. k. Með tilkomu vorfargjalda félags- ins, lækka flugfargjöld frá íslandi til sextán borga erlendis um 25 af hundraði. Þetta er fjórða vorið, sem Flug- félagið býður farþegum sínum þessi lágu vorfargjöld, og reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að mjög margir notfæra sér þau til þess að njóta sumarauka í suðlæg- ari löndum. Sem fyrr segir, eru vorfargjöld- in einum fjórða lægri en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðum, en eru háð því skilyrði, að ferð ljúki inn- an eins mánaðar frá því lagt er upp frá íslandi. Vorfargjöldin gilda til eftirtal- inna borga: Glasgow, London, Kaupmannahöfn, Briissel, Parísar, Hamborgar, Frankfurt, Berlín, Helsingfors, Stavanger, Gautaborg ar og Stokkhólms. Afmæli: Þann 6. marz s. 1. varð Auðbjörg Jónsdóttir frá Bólstað 80 ára að aldri. Fylkir óskar þessari öldnu heiðurskonu allra heilla. j Fundur í Kvenfél. Líkn, Vm hald I I inn 2. marz 1966 beinir þeirri á- skorun til bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, að hraða framkvæmd- um varðandi fyrirhugaðs Æskulýðs heimilis hér, þar sem vér teljum það aðkallandi æskunni til heilla og farsældar. Frá Hjálparsveit skáta í Vestmannaevjum. Aðalfundur Hjálparsveitar skáta | í Vestmannaeyjum var haldinn fyr- | ir skemmstu. í stjórn sveitarinnar eru: Örn Bjarnason, sveitarforingi, Halldór Svavarsson, aðstoðarsveit- arforingi, Sigurður Þ. Jónsson, rit- ari, Sigurjón Einarsson, gjaldkeri. Slysavarnadeildin Eykyndill veitti HSSV nýlega 25 þús. kr. styrk til tækjakaupa, og ákveðið er að kaupa talstöðvar og hefur fram- kvæmdastjóri SVFÍ tekið að sér að sjá um þau tækjakaup. Hjálparsveitin þakkar Eykyndils konum þessa stórhöfðinglegu gjöf. F. h. Hjálparsveitar skáta. Örn Bjarnason. útgerð þessi leggist ekki niður. Kemur þar margt til. Aukið athafna frelsi, hærra fiskverð, niðurfelling a. m. k. einhvers hluta þeirra fjár- hagslegu kvaða, er á þessum at- vinnuvegi hvíla af hálfu þess opin- bera, svo að fátt eitt sé nefnt. Nýkomið! Brjóstahöld og magabelti. Ennfremur er, eins og ávallt, mikið úrval af dömu- og herraskóm. Kaupið skóna, þar sem úrvalið er mest! Verzlunin Skemma n Sími 2080. Tilboð óskast í vélar og tæki Skóverkstæðis Þórðar Bjamasonar og sé tilboðum skilað til JÓHANNS BJARNASONAR, Ásav. 8. TIL SÖLU Bifreiðir V-394, TAUNUS 17M. - Upplýsing- ar í síma 2009 eftir kl. 7 á kvöldin. Vinsældir TAUSCHER sokkanna eru stöðugt að aukast. Fylgist með fjöldanum og notið TAUSCHER sokka. Þeir fást í flestum vefnaðarvöruverzlunum. UMBOÐSMENN. Þjóðardrykkur Islendinga, bragðmikill bragðgóður Frá Kaffibrennslu 0. Johnson & Kaaber h.f.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.